Leita í fréttum mbl.is

Nú er eiginlega nauðsynlegt að upplýst sé hverjir þetta voru?

Með hverjum var Sigmundur Davíð að funda í tómu atvinnuhúsnæði og kjallaraíbúðum? Af hverju þurftu þessir fundir að fara svona leynt? Af hverju var hann að kvarta yfir leynd hjá stjórnvöldum ef hann var sjálfum í reykfylltum bakherbergjum að plotta? Og eru þessir menn sem hann kallar andspyrnuhópa að komast til valda nú með þeim félögum Simma og Bjarna? Og er hugmyndin að ná bönkunum undir einhverja ákveðna menn í væntanlegum aðgerðum gegn kröfuhöfum? Þetta verður að upplýsa. Það gengur ekki að einhverjum útvöldum verði umbunað með að fá t.d. bankana á hrakvirði í kjölfar samninga við kröfuhafa.
mbl.is Leynifundir og andspyrnuhópar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki vera svona glær Magnús :)

Hann er að gera grín að því að loksins sé farið að ræða upphátt það sem hann hefur reynt að segja í 4 ár.

Hvað hefur þú t.d. oft reynt að gera lítið úr viðvörunum Liljú Mós, en nú er einmitt nákvæmlega ALLT búið að rætast sem hún hefur varað við.

Þessa hluti hefur alls ekki mátt ræða upphátt allt síðastja kjörtímabil, á meðan klerkastjórnin var að fagna stórkostlegum árangri í endurreisninni.

En núna, eftir kosningar er Seðlabankinn loks farinn að þora að tala opinberlega, og viðurkenna að hann hefur starfað í tómu rugli síðustu misserin.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 23:37

2 identicon

Það gæti verið að einhverjir leynifundamanna Sigmundar séu viðriðnir spillingaröfl, eins og Icesave mafían gerði, á þann hátt að eiga vinnuveitendur sem aðhyllast spillingaröfl (sem er hlutskipti tugþúsunda Íslendinga) og hafi fyrir fjölskyldum að sjá og Sigmundur vilji ekki gera þeim þann óleik að opinbera að þeir hafi barist fyrir land og þjóð bak við tjöldin. Gott hjá honum!

Regnir (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 02:13

3 identicon

Ætla að hafa þetta blogg að föstum viðkomustað næstu árin. Að líta hér inn og sjá þennann asna sem hér skrifar grenja úr sér allt vit af ergelsi og pirru, er svo frískandi og upphefjandi að dugar allann daginn. Maður brosir eins og fáviti framan í allt og alla.

jón Birgisson (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband