Leita í fréttum mbl.is

Ragnheiður Elín ætti nú að kynna sér málin almennilega. Þetta segir Hörður hjá Landsvirkjun

Úr frétt á ruv.is

Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álverið í Helguvík nema að litlu leyti að sögn forstjórans. Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent svo að hægt yrði að ljúka samningum.

Og svo bætir hann við. Takið sérstaklega eftir þeim kafla þar sem ég breytti lit á letrinu. Vekur mann til umhugsunar um stöðu annarra virkjana vegna álverana hér. 

„Við munum aldrei geta tekið við þessu verkefni“

Michael Bless forstjóri Century Aluminumm sem á Norðurál, hefur sagt það verð sem HS orka og Orkuveitan hafi boðið sé óviðunandi. Landsvirkjun hefur aðeins 50 til 100 megavött til umráða fyrir virkjunina sem er aðeins lítill hluti af þeirra raforku sem álverið þyrfti fullbúið. Samningar um þá orku hafa staðið yfir í þrjú ár en lítið þokast að undanförnu. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Það er ljóst að þeir aðilar sem störtuðu þessu þurfa að bera hitann og þungann af orkuöfluninni. Vissulega erum við tilbúin til að aðstoða eins og við getum en við munum aldrei getað tekið við þessu verkefni,“ segir Hörður. 

Hörður gagnrýnir misræmi í upplýsingagjöf álfyrirtækisins. „Hérna á Íslandi er gefið í skyn að verkefnið geti farið af stað innan mjög skamms tíma en undanfarin þrjú ár hafa þeir tjáð sig mjög skýrt í Bandaríkjunum með að það væru ýmis ljón í veginum og því miður hefur atburðarrásin verið í samræmi við upplýsingagjöf þeirra í Bandaríkjunum. Það er ljóst að þetta misræmi á upplýsingagjöf hér og í Bandaríkjunum tel ég afar óheppilegt.“

Erfitt er að segja til um hvenær óvissu um framtíð álversins verði eytt. „Ég held að það sem þurfi að gerast er að álverð þarf að hækka. Það er mjög lágt og það þarf hækka held ég um 30 til 40 prósent, það myndi hjálpa verkefninu mikið,“ segir Hörður. 

 


mbl.is Ekki búið að slá Helguvík af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband