Leita í fréttum mbl.is

Rétt að benda á frétt RUV um þetta mál. Og smá skúbb!

Undirritaður hefur fyrir því heimildir að auk þessa sem segir hér fyrir neðan í frétt RUV þá hafi fengist samþykkt að skipuð verði þverpólitísk nefnd um tillögur að úthlutun afla í nýjum tegundum og gjaldtöku fyrir það á næsta ári.

Svo bendi ég sérstaklega á  það sem kemur um miðbik fréttarinnar þ.e. að hætt er við komugjöld á sjúkrahús, aukið fé í rannsóknarsjóði. Þannig að það er rétt hjá Árna að þau í stjórnarandstöðunni hafa komið viti að einhverju marki fyrir stákana í stjórninni. 

Samkomulag hefur náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um þinglok. Eins og fram kom í tíufréttum í kvöld þá sagði forsætisráðherra það gleðiefni að tekist hafi að færa fjármagn til svo mögulegt verði að greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda.

Samkvæmt heimildum fréttastofu mun líka hafa náðst samkomulag um að hætta við komugjöld við innlögn á sjúkrahús og þá mun hafa náðst samkomulag um að bæta fjármagni við rannsóknarsjóði. Formenn flokkanna og þingflokksformenn hafa fundað í þinghúsinu í kvöld til að semja um afgreiðslu mála þótt enn sé óljóst hvenær þingstörfum ljúki fyrir jól. Hins vegar bendir allt til þess að atkvæðagreiðsla að lokinni annarri umræðu um fjárlög fari fram síðdegis á morgun.

Góður árangur af góðri vinnu minnihluta á Alþingi og í raun merki um að flokkar geti samið um mál á Alþingi sem eru okkur almenning til framdráttar. 


mbl.is Samþykkt að greiða desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott mál.

Verst að Fiskistofu-kjánarnir skyldu hafa fengið leyfi til reka burt síldar-silfur hafsins. Það er ekki mögulegt að skilja slík skemmdar-vinnubrögð. Nú er síldin að sjálfsögðu farin, því það var þessum Fiskistofu-fræðingum ekki þóknanlegt að veiða þessa lífsbjörg, sem synti nánast á land.

Svona rándýrar Fiskistofu-glæpaklíkur geta ekki fengið að ganga lausar lengur. Það er eitthvað mjög mikið og alvarlegt að þessari Fiskistofu-valdaklíku.

Hvað hefði fengist fyrir síldina sem rekin var úr Kolgrafarfirði með sprengjulátum ruglaðra glæpamanna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2013 kl. 09:44

2 identicon

Örvæntingarfull hróp stjórnarandstöðunar um að þeir hafi bjargað málunum eru langt því frá trúverðug.

Ríkisstjórnin var fyrir löngu búin að ákveða hvað yrði "gefið eftir" 

Grímur (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 14:20

3 identicon

Það er kannski full mikið upp í sig tekið að segja að stjórnarandstaðan hafi með markvissum vinnubrögðum komið vitinu fyrir stjórnina. En allavega náðist varnarsigur í þessu stríði við fasismann og öfgafrjálshyggjuna. Oggulítið var hlutur alþýðunnar réttur gagnvart ofbeldi auðmagnsins. En stríðið er fráleitt unnið og enn á að leyfa Tortólingum að nýta sjávarauðlindina nánast frítt, "fríkeypis" eins og sagt er á götunni. Það er næsta verkefni að rétta hlut hinna vinnandi stétta á því sviði og auðvitað þurfum við sósíaldemókratískt stjórnarfar, annað gengur ekki.

E (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband