Leita í fréttum mbl.is

Úps þetta er bara fyndið!

Fyrir þá sem eru hættir að lesa bloggið hans Steingríms Sævarrs eftir að hann flutti sig er hér einn góður frá honum

Gestir í líkamsræktarstöðinni Laugum í Laugardal urðu vitni að óvæntri uppákomu nú fyrir skemmstu, uppákomu sem ekki áttu að vera vitni að.

Fyrir þá sem ekki þekkja til í Laugum þá er líkamsræktarstöðin byggð við sundlaugina í Laugardal og geta gestir brugðið sér milli ræktar og laugar eftir hentugleika.

Hlaupabrettin í Laugum skipta svo tugum og eru á annatíma þétt skipuð. Þau eru staðsett þannig að við blasir sundlaugin en litað gler gerir það að verkum að gestirnir í líkamsræktarstöðinni sjá sundlaugargestina en sundlaugargestirnir sjá ekki gestina á hlaupabrettunum.

Í fyrradag gerðist það svo að par á besta aldri sást rölta í rólegheitunum upp úr sundlauginni og hverfa í skjól, þ.e.a.s. í hvarf við sundlaugina. Parið sat um stund og gáði hvort það sæist frá sundlauginni og hófst svo handa við innileg atlot. Þau atlot enduðu svo með holdlegri sameiningu.

Það sem parið áttaði sig ekki, var að þó þau væru í skjóli frá sundlaugargestum, þá blöstu við þau völlum í líkamsræktarstöðinni.

Segja vitni að atburðinum að talsverð “stemmning” hafi myndast á hlaupabrettunum við þessa óvæntu “uppákomu”, meðal annars blístur og húrrahróp.

Parið lauk hins vegar við sitt í rólegheitum án þess að hafa hugmynd um að fjöldi áhorfenda hefði verið að atlotunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband