Leita í fréttum mbl.is

Nú fer að færast fjör í leikinn.

könnun2503Frjálslyndiflokkurinn loksins að líða fyrir klofninginn. Íslandshreyfingin nýtur nú þess að hafa verið að kynna framboðið 2 dögum fyrir þessa skoðunarkönnun. En bendi á að samkvæmt frétt á www.visir.is eru vikmörk hjá flestum flokkum í þessari könnun +/- 3% þannig að þetta eru en mjög óljósar tölur.  Eins þá er svörun lítil eða um 59%  En ljóst að Samfylking er að rétta úr kútnum og Vg og Sjálfstæðisflokkurinn hafa dalað.

 

Nokkuð ljóst að ef kemur framboð Aldraðra og örykja þá hverfur Frjálslyndiflokkuinn alveg.

En fyrst verið er að tala um Íslandhreyfingunna þá leyfi ég mér að gera alvarlega athugsemd við atriði í stefnukrá hennar. En það er kafli sem ég las nú hér á bloggi hjá Sigurlín Margréti Sigurðardóttur en þar birtir hún brot úr stefnuyfirlýsingur hreyfingarinnar. Þar er atrið sem hljómar svona: „Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila" Sem dæmi um þetta hafa þau tekið hverning málum er háttað hjá tannlæknum. Ég get ekki séð að þetta sé kerfi sem fólk vill. Því hjá tannlæknum bera allir yfir 18 ára fullan kosnað. Og kosnaður vegna barna hefur vaxið vegna skertra endurgreiðslna. Það er ekki þannig að ég geti ekki séð þjónustu hjá einkaaðilum en þá verður að hugasa þetta örðuvísi og það sé full tryggt að þjónsutan sé ekki íþyngjandi fyrir þá sem leita þjónustunnar. Tannlæknakosnaður hefur jú margfaldasta síðusu áratugi og ég hef ekki áhuga á að það verði þróun í annarri þjónustu hér á landi.

Tel að þessi hægri slagsíða í málfluttningi þeirra staðsetji þau hægrameginn við Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband