Leita í fréttum mbl.is

Óhamingju ríkisstjórnarinnar verður allt að vopni

Þessi fyrirsögn hér að ofan er fengin að láni frá bloggara hér á blog.is. Hann heitir J ón Baldur Lorange og hefur verið öflugur á blogginu og klárlega mikill stuðningsmaður stjórnarinnar eins og hann segir á bloggi sínu. Rakst á þessa færslu eftir hann hér dag þar sem hann segir m.a. eftirfarandi og ég verð að segja að ég get tekið undir hvert orð:

Ástandið hjá okkur er að verða hálf-skuggalegt hvert sem litið er. Heilbrigðiskerfið er að nýju komið í uppnám og alvarlega veikir sjúklingar fá ekki meðferð eins og þeim ber þar með taldir krabbameinssjúklingar. Landbúnaður í landinu er í uppnámi þar sem dýralæknar eru m.a. í verkfalli, og Fjársýsla ríkisins er hálf-lömuð sem fer m.a. að valda sveitarfélögum miklum vandræðum þá og þegar. Stórir hópar bíða þess að fara í verkfall og þá lamast aðrir þættir þjóðfélagsins með afleiðingum sem enginn þorir að hugsa til enda. Ríkistjórnin virðist hafa sofið á verðinum í aðdragandi kjarasamninga og því fór sem fór, því við erum fyrir löngu komin framhjá þeim krossgátum þar sem hægt var að koma í veg fyrir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. 

Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru ráðherra og fyrrverandi ráðherra annars stjórnarflokksins að lenda í sjálfsskaparvíti sem dregur úr trausti og trú almennings á að ríkisstjórnin ráði við verkefnið.  Sama gera ummæli einstakra stjórnarliða sem ala á úlfúð og ósætti. Já, hvernig dettur Hönnu Birnu Krisjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að koma á þessum tímapunkti inn stjórnmálasviðið þegar stjórnarliðar eiga fullt í fangi með að ná tökum á stöðunni? Mál ráðherra daga uppi á Alþingi og ráðaleysið er okkur stuðningsmönnum ráðgáta. Óhamingju ríkisstjórnarinnar verður allt að vopni.

Satt best að segja hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum vikum síðan sem gallharður stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar að svo hratt gæti fjarað undan henni sem raun ber vitni. Ég er eiginlega kjaftstopp.( Tekið héðan )

 


mbl.is Bjarni tekur upp hanskann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband