Leita í fréttum mbl.is

Þetta vissuð þið ekki um lánveitendur Grikkja!

Alveg er það makalaust hvað frétta/blaðamenn eru ónýtir að upplýsa okkur um mál sem eru í fréttunum. Nú er talað um að ESB náttúrulega og þeir séu fantar við Grikki og vilji ekki skera niður lán til þeirra sem og AGS. En úps þeir eru bara langt í frá stærstu lánveitendur þeirra. M.a. þeirra stærstu eru jú Spánn og Ítalía og ég er ekki viss um skattgreiðendur þar séu kátir ef þeir peningar verða afskrifaðir sem t.d. Finnland sem hefur lánað Grkkjum um 4 milljarðar evra.

Það nefnilega þannig að nú er verið að semja um aukin neyðarlán til þeirra en svo vilja þeir fá lánin afskrifuð það lendir þá óhjákvæmilega á þessum löndum hér að neðan. En annað gildir um AGS og Evrópska seðlabankan en þeir eru bara með smá hluta í raun kannski 20& af þessum lánum.

skuldir_grkklands_1264745.jpg


mbl.is Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grikkland er eitt af þessum Evrópsku "Haiti" löndum. Þjóðverjar lögðu efnahag þessa lands og nokkurra annarra í rúst með stríðsbrölti sínu og það hefur aldrei náð að jafna sig, en nú vilja Þjóðverjar heimta sinn aur með Merkel í fararbroddi, eins og Frakkar þjörmuðu að Haiti þó þeir væru orsök efnahagslegs óláns þeirra, fyrrum þrælahaldararnir sjálfir. Grikkir vilja ekki verða Evrópskt Haiti og hafa alveg rétt á að reyna að koma í veg fyrir það. Merkasta þjóð Evrópu, sú sem gefið hefur Evrópu meir en allar þjóðir Evrópu samanlagt, upphaf vísinda okkar og heimspeki, á að ráða þessu sjálf en ekki láta barbara sem eru nýbúnir að læra að lesa og væru ekkert án Grikkja og áhrifa menningar þeirra á þá, barbara sem voru að murka lífið úr hálfum heiminum fyrir örfáum áratugum segja sér til um þetta. Litlu börnin eiga að hlusta á mömmu og pabba og læra. Þegar því er snúið við veður lögleysan og siðleysið yfir allt.

Rúnar (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 01:05

2 identicon

En það er svo sem vitað mál að vanþakklát torfbæjarhyski, þó friðsælla sér, kann ekki að skammast sín og þakka fyrir sig heldur. Við vildum frekar hafa fengið að höggva mann og annan í friði, rupla, ræna og nauðga Írum og öðrum frændum, stela og brenna og skemma eins og í gamla daga, fyrir siðmenntandi áhrif grískrar speki og vísinda (í bland við Jesús kallinn, afþví Nýja testamentið var nú skrifað á grísku).

Rúnar (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 01:08

3 identicon

Ítalir voru brútal lið sem naut þess að horfa á aflífanir á útileikvöngum áður en Grísku áhrifin komu til, en það var Grikkland sem var rót alls hins stórkostlega við Ítalíu. Spánn var fullt af ómerkilegu sveitahyski fyrir áhrif Grikkja á þá. Ég held þeir ættu að hafa manndóm til að sjá um pabba gamla í ellinni og skammast sín og hverjir og hvað væru Finnar án Grikkja? Svarið er ekkert. Ekki frekar en aðrir barbarar og fyrrum vitleysingar og alræmdar fyllibyttur og gjálífismenn allt frá dögum Tacitusar. Villimenn kallast það víst á góðu máli. Þú værir ekkert annað ef Grikkland væri ekki til. 

Rúnar (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 01:12

4 identicon

Finnst þér ekkert einkennilegt að lönd sem eru með allt niður um sig í fjármálum eins og t.d. Ítalía, skuli vera með stærstu lánveitendum Grikkja?.

  Fróðlegt væri að vita hverjum Grikkir hafa lánað.

Bankakerfið er eitt, þjoðríkin er annað. ESB er svo eða á að vera yfir hvoru tveggja.   

Í tilfelli íslendinga þá stóð ESB (regluverkið) ekki vaktina. Ætli það sé ekki svipað uppi á tengingnum hjá Grikkjum.

   Ef orð þín eru krufin til mergjar þá ertu þarna að koma með "flatskjár-" kenninguna, nú eða söguna af Jóni.

Það var einu sinni maður að nafni Jón (nú eða Konstantinos). Jón þessi lenti í því að það var stolið frá honum. Eftir það var hann alltaf kallaður Jón þjófur.   

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 06:39

5 Smámynd: Sandy

Hvað meinar þú Rúnar,með torfbæjarhyski?Ég get vel skilið að þú viljir sína Grikkjum stuðning en gættu að hvað þú ert að kalla forfeður okkar, hvað sem segja má um íslendinga til forna var almenningur langt frá því að vera vanþakklátur og þaðan af síður eitthvert hyski.

Sandy, 6.7.2015 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband