Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarmenn verða að hugsa sinn gang!

Nú er ljóst að jafnaðarmenn verða að hugsa vel sinn gang. Það er ljóst að aðrir flokkar hafa tekið yfir mörg af málefnum Samfylkingar til skemmri tíma sem við vitum reyndar að á ekki eftir að uppfylla.

  • Þingflokkurinn hefur ekki áttað sig á að hann er fámennur og fólk gengur þar ekki í takt. Kannski 30% af honum beitir sér aðallega í málum sem þeir persónulega hafa áhuga á þ.e. framkvæmdum á Norðaustur landi og svo hafa menn eins og Össur sofið alveg fram að síðustu áramótum á þessu kjörtímabili.
  • Menn standa ekki fast á stefnumálum flokksins.
  • Menn eru að vinna á fullu í reykfylltum bakherbergjum að einhverjum hallarbyltingum og bakstundum.
  • Menn standa ekki með formanni eða flokki þegar að þeim er vegið. T.d. eins og að Árna sé persónulega að kenna að ekki hafi komið hér ný stjórnarskrá. Þó allir sem til þekkja muna jú málþófið og lætin sem voru hér allt síðasta kjörtímabil.
  • Menn allt of uppteknir af ESB umræðunni þegar að þjóðin er ekkert tilbúin að tala um það þessi misserin. Þ.e. þar til menn vita hvað verður úr ESB.
  • Menn hafa ekki borið gæfu til að hrósa fyrir jafnaðarmál sem núverandi ríkisstjórn hefur með eða án þvingana komið á.
  • En síðast en ekki síst hafa flokksmenn ekki verið duglegir að benda á framtíðarsýn í næstu framtíð og til lengri tíma og leiðir að henni sem fólk skilur.
  • Flokksfélögin lítið nýtt til mótunar vinnu og stefnu og flokksfélagar allt of mikið falið kjörnum fulltrúum völdin án þess að veita þeim aðhald.
  • Og svo nenna almennir jafnaðarmenn ekki að taka þátt í opinberri umræðu á netinu!

Sé ekki betur en að Píratar seú að ná fylgi með því að tilgreina eitt af stefnumálum Samfylkingar um opið lýðræði, þátttöku almennings og opinni stjórnsýslu.  E

En á meðan eru gamlir refir að skipuleggja launárásir á sitjandi forystu. Eða þannig lýtur þetta út.


mbl.is Píratar enn langstærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Já það er rosalegt ef 30% eru að velta fyrir sér frammkvæmdir á norð-austurlandi !!?

Snorri Hansson, 9.7.2015 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband