Leita í fréttum mbl.is

Ekki er þetta nú skýrir kostir í virkjunar-/verndunarmálum hjá Framsókn

Ég sé að þeir merkja nokkur svæði sem „Röskun óheimil" sem er jú ágætt. En ef maður skoðar þessi svæði sem þeir merkaja sem slík þá eru það þó nokkur sem engum manni mundi detta í huga að fá heimild fyrir eins og: Geysir, Markarfljót og Emstrur, Kerlingafjöll, Öskju, Hveravellir, Kverkfjöll og fleiri. En síðan koma valkostir sem þeir kalla „Alþingi ákveði nýtingu eða verndun að undangegnu mati" og „Mögulegt" Undir það fyrra er Norðlingaveita komin aftur. En ég er ekki alveg að fatta munin á mögulegt og Alþingi ákveði nýtingu eða verndun. Hefði nú talið að Alþingi ætti að fara yfir alla þessa kosti. Þýðir „Mögulegt" að þar megi bara byrja núna takk fyrir. Held að þetta sé nú ekki heppileg byrjun á að reyna að ná þjóðarsátt

Kortið í sæmilegri stærð má finna hér

 

Frétt af mbl.is

  Framsóknarflokkurinn kynnir sáttatillagu í virknanamálum
Innlent | mbl.is | 24.4.2007 | 22:22
Mynd 426772 Á opnum fundi sem Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, héldu í dag voru kynntar hugmyndir Framsóknaflokksins um sátt og nýtingu auðlinda landsins. Jón og Jónína kynntu kort þar sem merktir eru þeir staðir þar sem framsóknarmenn telja röskun óheimila, en þeirra á meðal eru Hveravellir, Kerlingarfjöll, Jökulsá á Fjöllum og Kverkfjöll.


mbl.is Framsóknarflokkurinn kynnir sáttatillagu í virknanamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mögulegt eru svæði  þar sem undirbúningur orkuvinnslu er langt kominn eða á lokastigi. Virkjun möguleg svo fremi að skipulag viðkomandi sveitarfélaga heimili, samningar náist við landeigendur þar sem það á við og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda sé jákvætt.

Áður en nein leyfi til rannsókna hvað þá nýtingar á hinum svæðum, þarf að framkvæma samskonar mat og á hinum fyrri og Alþingi þarf að staðfesta það mat til verndunar eða nýtingar

Gestur Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sem sagt er Alþingi þá búið að staðfesta þessa mögulegu kosti. Hef ekki heyrt það. Og ekki að mat framkvæmdaraðila hafi verið staðfest t.d. fyrir 420 megawöttum á Hellisheiði.

Dálítið skrítið að það eru þarna svæði merkt „Alþingi ákveði nýtingu eða verndun að undangegnu mati" sem Hitaveita Suðurnesja hlýtur að ætla að virkja nú á næstunni til að skaffa 150 mW til Álvers í Helguvík. Þannig að þeir virðast gagna að því gefnu að fá þar orku á vandræða og ekki þurfi að leita samþykkis Alþingis

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nánari skýringar getur þú lesið á blogginu mínu. Þar sérðu að nýting er möguleg, að því gefnu að umhverfismat sé jákvætt, samningar náist við landeigendur og sveitarfélagið veiti framkvæmdaleyfi. Það er t.d. ekki tilfellið fyrir allt 420 MW afl á Hellisheiði.

Framsókn getur ekki svarað fyrir þá samninga sem HS gerir. Hitaveitan verður að útskýra hvernig hún ætlar að ná þessari orku.

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu kíkti á bloggið þitt. Skil þetta betur en sér ekki mikla fréttir í þessu. Það er auðsjáanlega að þigð haldið opnum svæðum sem í raun myndu skera hálendið milli jökla Norður milli Hofsjökuls og Vatnajökuls sem liggur jú alveg að nýja Þjóðgarðinum.  Sé líka að þegar búið er með alla "Mögulega" þá er það nóg orka svona í 4 álver. þegar búið er að byggja álver í Helguvík og Húsavík. Þá eru svona helmingur af þessum virkjunarkostum kominn í notkun. Hvað verður eftir svona 20 ár þegar við erum kannski að nálgast 400.000 þúsund hér á landi og börn og baranbörn okkar þurfa vinnu. Þá verða álver væntanlega orðin mun fullkomnari og kannski svona 100 starfandi í hverju veri. En nærri öll vatns og hitaorka okkar bundin í þeim. Sérstaklega ef að djúpboranir skila ekki þeim árangri sem við reiknum með. Nei til að ná þjóðarsátt þarf að setja fram heildarsýn sem felur í sér hvernig við ætlum að vernda og nýta orkunna með tilliti til þess að við skilum af okkur landi og tækifræum fyrir framtíðinna. Ekki búin að færa þessu álfyrirtækjum orkuna á gjafverði til 30 - 40 ára þannig að ein kynslóð lendi í því að hafa ekki orku til að nota til frekari framkvæmdir

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband