Leita í fréttum mbl.is

Samfylking sýnir þarna jafnrétti í raun

Það er náttúrulega spurning um að velja hæfasta fólk í hvert embætti. Og þar sem að fáir fulltrúar Samfylkingar (aðeins Jóhanna og Össur) hafa verið ráðherrar þá er þetta náttúrulega kjörinn vettvangur til að sína jafnrétti í raun. Því má segja að Ingibjörg fari strax að uppfylla það sem hún og Samfylkingin lofuðu fyrir kosningar. Þar sem var vísað til þess hvernig staðið var að þessum málum í Reykjavík.

Þó finnst mér þegar ég hef lesið yfir nokkur blogg um þessa frétt að fólk sé að hengja sig of mikið í þetta (þ.e. sumir á móti þessu þar sem að þeir halda að þar með sé gegnið framhjá hæfari aðilum og svo hinir sem eru hrifnir af þessu) að flokkar leggi allt of mikla áherslu á völd og hverjir fari með þau. Finnst að stjórnmálaflokkar eigi að vera lýðræðislegar stofnanir þar sem að ráðherrar starfi bæði í tengslum við baklandið sitt sem og að fylgja málefnaskrá stjórnarinnar sem flokksfélögin hafa samþykkt. Mér líkar illa að ráðherrar séu bara í tengslum við flokkinn sinn á 4 ára fresti fyrir kosningar.

En til að koma á jafnrétti hér á landi er nauðsynlegt að æðsta stjórn landsins fari á undan með góðu fordæmi. Þessum kynjamun verður að eyða hið fyrsta.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Þetta er jafnRÆÐI, ekki jafnrétti. Jafnrétti er að velja hæfasta fólk í hvert embætti, óháð kyni.

Á meðan allir eru að hengja sig í prósentuskiptingu milli kynja fáum við aldrei alvöru jafnrétti... eða hvað? 

Einar Jón, 22.5.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég geri ráð fyrir að hæfasta fólkið sé valið og í fljotubragði eru það t.d. Jóhanna;Ingibjörg;Ásta Ragnheiður og Þórunn þannig að ég held að ef einhverjar af þeim séu ekki valdar þá sé verið að gæta að því að karlmenn njóti jafnréttis

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.5.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Alveg sammála Magnúsi Helga og get bætt Steinunni í þennan hóp. Ef eingöngu væri valið eftir hæfni, en ekki kyni eða kjördæmum, væru sennilega fimm af sex ráðherrum Samfylkingarinnar konur.

Hvað myndi þeir segja þá, sem kalla hvað hæst eftir því núna að ekki sé horft á kyn?

Svala Jónsdóttir, 22.5.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband