Leita í fréttum mbl.is

Það er grafalvarlegt að það skuli vera framboð í gangi sem hafa ekki einu sinni fyrir því að kanna hvort það sem þau segja standist.

Og þetta fólk telur sig hæft í að taka þátt í stjórnun landsins en hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér kosningalöggjöfina. Sem segir okkur að flest annað sem þau halda fram eða stefna að er jafn óröksstutt.

Ekki er rétt að kjós­end­ur geti látið lista sem býður sig fram í öðru kjör­dæmi en þar sem þeir eiga lög­heim­ili, njóta góðs af at­kvæði sínu með því að greiða at­kvæði utan kjörstaðar, líkt og Íslenska þjóðfylk­ing­in full­yrti á Face­book-síðu sinni um síðustu helgi.

„Ég hef heyrt þessa full­yrðingu áður. Stutta svarið er hins veg­ar að þetta er bara alls ekki hægt,“ seg­ir Karl Gauti Hjalta­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar Suður­kjör­dæm­is. „Kjör­skrá­in gild­ir og það ekki hægt að kjósa í öðru kjör­dæmi, en þar sem maður er á kjör­skrá.

„Það er al­var­legt mál ef fram­boð er að reyna beina kjós­end­um í að fara þannig með at­kvæði sín að gera þau ógild vegna van­kunn­áttu um kosn­ing­a­regl­ur og það er eitt­hvað sem verður að leiðrétta.“


mbl.is Atkvæði gildir alltaf í kjördæmi kjósanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús Helgi - sem og aðrir gestir, þínir !

Miklu alvarlegra er Magnús - að ÓMENGAÐUR Marx- Leníns og Stalínista flokkur Steingríms J. Sigfússonar, eins allra mesta hrotta og níðings gagnvart almanna hagsmunum, í okkar samtíma:: svo kölluð Vinstri hreyfing - Grænt framboð, skuli vera leyfð starfsemi í landinu, yfirleitt.

Ein þeirra forar vilpu: sem ætti yfirhöfuð að banna !

Og - er þó af nægu að taka, í íslenzkum ósóma og sóðaskap, fyrir.

Með kveðjum: samt, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 17:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Það er grafalvarlegt að það skuli vera framboð í gangi sem hafa ekki einu sinni fyrir því að kanna hvort það sem þau segja standist."

Það sama mætti þá segja um VG, Samfylkinguna, Bjarta framtíð, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn, sem öll vildu samþykkja svokallaðan Buchheit-samning um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbanka Íslands hf. en engin þeirra höfðu fyrir því að kynna sér reglurnar sem leggja blátt bann við slíku.

Ef ég man rétt var heill her af bloggurum líka, sem höfðu ekki heldur fyrir því að kynna sér þær reglur á sínum tíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2016 kl. 17:51

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Óskar Helgi, gerðu sjálfum þér ekki þá smán að bulla svona.

Vésteinn Valgarðsson, 19.10.2016 kl. 22:10

4 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Vésteinn Valgarðsson !

Milli okkar: eru Himnar og Höf, og munu ætíð verða, meðan þú fylgir hugmyndafræði Marx og Engels, og því munu rökræður milli okkar snúast til endalausrar orrahríðar, sem ég sæi engan tilgang í,Vésteinn minn.

Eigum við ekki bara - að halda okkur við þann Kalda frið, sem ríkt hefir á milli okkar beggja, undanfarin kyrrlát misserin, með ágætum einum ?

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 23:24

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Óskar, ég meina bara: VG er ekki marx-lenínískur flokkur, þótt þar eimi vissulega aðeins eftir af stalínisma. "Marx-lenínismi" er ekki uppnefni sem þýðir ekki neitt. Þetta er orð með frekar skýra merkingu. Það er bara rangt með farið að VG sé marx-lenínískur flokkur. Þau eru kratar og tækifærissinnar. Það er það sem þau eru. Ég hugsa að í VG séu í dag fleiri albínóar heldur en sósíalistar, hvað þá marx-lenínistar.

Vésteinn Valgarðsson, 20.10.2016 kl. 00:06

6 identicon

Komið þið sælir - sem jafnan !

Vésteinn !

Þakka þér fyrir: skjót og skýrleg andsvörin / sem mögulega réttar skýringarnar:: á innanbúðar froðu Steingríms J. Sigfússonar, og hans skelfilega safnaðar:: uppskrúfuðum af hræsni og prívat gróðahyggju, fölskva- og grímulausri.

Að skilmerkilega órannsökuðu - vildi ég því ekki útiloka þína niðurstöðu, sem og réttar ályktanir í þinni frásögu, ágæti drengur. 

Sízt lakari kveðjur - hinum síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband