Leita í fréttum mbl.is

Bananalýðveldis-hugsunarháttur

Hef verið að velta fyrir mér hugsunarhætti okkar íslendinga varðandi auðlindir okkar flestar. Hér var djupavik_panoum miðja síðustu öld byggðar verksmiðjur um allt land til að að vinna síld. Þær spruttu upp eins og gorkúlur og urðu sífellt stærri en svo koma að því að við höfðum nær þurrkað upp síldarstofninn. Eftir það fóru menn að sjá að sér varðandi fiskinn og nú í dag er reynt að stýra veiðum eitthvað. En eftir sitja minjar um þetta t.d. á Djúpuvík og fleiri stöðum. Þar búa nú fáir og helsta sem fólk skoðar eru leifar af verksmiðju sem gekk dag og nótt í nokkur ár borgaði sig upp og stuðlaði með öðrum að því að við kláruðum nærri því allan síldarstofninn.

Nú síðan má tala um að í upphafi síðustu aldar byrjuðu allir bændur að ræsa fram allt mýrlendi því að það átti að breyta öllu landinu í ræktarland. Þetta stórskaðaði dýralífið og í dag má sjá skurði víðsvegar þar sem ekkert hefur verið ræktað og menn farnir að huga að því að moka ofan í þá aftur til að reyna að endurheimta votlendi.endurh1

Nú eru uppi virkjunaráform um allt land. Það eina sem krafist er að orkuverð standi undir frekari virkjunum. Menn gera sér enga grein fyrir að með þessu erum við sóa verðmætri náttúru á útsölu. Ég vill líkja þessu við að ef við ættum olíu í jörðu þá mundum við leyfa öllum sem vildu að bora og dæla henni upp eins hratt og þeir vildu. Við værum ekki að stressa okkur yfir því að þessi auðlind er takmörkuð og lindirnar klárast á skömmum tíma. Þetta gerir engin önnur þjóð. Allar aðrar þjóðir skammta það sem má dæla af olíu til að þessar auðlindir endist sem lengst. Það er horft til þess að hámarka verð á hverja einingu af olíu og þar með að hafa af auðlindinni hámarks gróða.

sult_uti42En við erum nú þegar búin að virkja allt að 50 til 60% af vatnsorku okkar og binda það á smánar verði í 4 fyrirtækjum sem skaffa um 2000 manns störf en skila okkur litlu öðru. Og til þess að skapa orkuna erum við búin að grafa sundur og saman hálendið fyrir sunnan jökla. Og við reynum ekki einu sinni að fá almennilegt verð fyrir orkuna.

Nú erum við að heimila olíuleit á hafsvæðinu í kring um Ísland og ég óttast að við látum olíuna fyrir lítið.

Þetta finnst mér merki um hugsun hjá vanþróuðu ríki þar sem að ekkert er hugsað til framtíðar heldur skammtíma hagsmunir látnir ráða. Og þau sem erfa landið sita uppi með gerðir okkar


mbl.is Náttúruverndarsamtök skora á ríkisstjórnina að stöðva framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

ég segi líka: heyr! heyr!

María Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 10:38

2 identicon

Er þú á móti nýtingu náttúruauðlinda?

Hvar má t.d. virkja?

Það er náttúruverndarsjónarmið að taka afstöðu til þess hvar má virkja en það kemur náttúruverndarsjónarmiðum ekki við hvernig sú orka er nýtt og á hvað hún er seld. Slíkt telst til arðsemissjónarmiða sem í eðli sínu er nýtingarstefna og ef náttúrvernd hefur ekki  betri rök en arðsemisrök fyri því hvort virkjanir séu reistar eða ekki þá er málflutningur hennar veikur.

Það er nauðsynlegt að sýna skynsemi í því hvar er virkjað og hvernig auðlindir eru nýttar og tek ég undir að Landsvirkjun hefur í sumum tilfellum farið offari í því og nefni ég þá helst tilraunir til að virkja Eyjabakka og Þjórsárver.

Málflutningur Náttúruverndarsamtaka Íslands virðist hinsvegar vera á þann veg að hvergi megi virkja. Það er sama hvaða virkjanahugmyndir hafa komið upp á síðustu árum, samtökin hafa mótmælt þeim öllum. Ég fæ það á tilfinnguna að samtökin séu á móti allri auðlindanýtingu. Það get ég ekki stutt og held að svo sé með fleiri. 

Georg (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ég er ekki á móti nýtingu auðlinda okkar.

  • En ég krefst þess að það sé vandað til verka og með öllum ráðum reynt að hámarka þann hagnað sem við fáum að þeim.
  • Eins krefst ég þess að þetta sé unnið eftir áætlun sem að almenn sátt sé um.
  • Eins að búið sé að verðmeta landsvæði sem fórnað sé undir þessar framkvæmdir með hliðsjón af öllum nýtingarmöguleikum og eins þá möguleikanum að náttúruan sjálf sé verðmæt.
  • Þá vill ég líka að tekið sé tillit til þess hvort áætlanir bendi til þess að orkan verð verðmætari með því að bíða með að beisla hana. Það er jú spáð vaxandi þörf fyrir orku sem mengar andrúmsloftið minna en olía. Og þar af leiðandi eykst verðmætið væntanlega á næstu árum. En við gerum 40 til 50 ára samninga við álverin og því er þessi orka bundin og ekki nýtanleg í annað sem gæti gefið okkur mun meiri hagnað.
  • Eins þá vil ég að horft sé til þess að einstakt ósnortið land er orðið sjaldgæft í Evrópu og því er það hugsanlega mun arðbærara að virkja ekki heldur gera út á ferðamenn. Þeir skapa jú mun fleiri störf miðað við kosnað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2007 kl. 11:11

4 identicon

Hvernig stendur á því að í hvert sinn sem einhver segir eitthvað sem er ekki fylgjandi virkjunum og stóriðju þá er sá hinn sami altaf álitinn náttúruverndasinni og hippi og á ekki að hafa neinn áhuga á neinu nema stoppa allar framkvæmdir? Er fólk virkilega orðið svo ómálefnalegt? Ég hef alltaf talað gegn þessum stóriðjum eins og kárahnjúkum og nú neðri Þjórsárvirkunina en ég hef engu að síður ekki neitt á móti stóriðju. Ég hef hinsvegar mikið á móti álframleiðslu enda er hún einstaklega óhrein, minkandi eftirspurn er eftir áli og það er alls ekki ómögulegt að þessi álver okkar verði ónýt eftir nokkur ár eða áratugi og hvað gera menn þá? Svo get ég ekki skilið þessi rök að selja raforkuna okkar á útsölu. Ef við værum að fá eðlilegt verð fyrir orkuna "okkar" þá væri þetta mál ekki eins fáránlegt. Það sem myndi friða flesta íslendinga varðandi þessi mál væri að stjórnvöld myndu hætta að sýna þennan asa og vinna málefnalega að framkvæmdum og leyfa ferlinu að gerast. Hversvegna má ferlið taka áratugi í vegaframkvæmdum, og vísa ég þar til gatnamóta kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, þar sem mörg líf eru í húfi en stóriðjan verður að gerast sem allra allra fyrst og þar er þaðbara lítill aur semkemur í ríkiskassann sem er í húfi. Dæmið gengur ekki upp og það er það sem fær flesta á móti framkvæmdum að mínu mati. Ég held að það séu mun færri náttúruverndarsinnar hér á landi en stóriðjusinnar virðast halda, þeir bara neita að sjá hina hliðina á málinu og gleipa það sem stjórnmálamenn og stjórn Landsvirkjunar segja með húð og hári og neita að ræða hlutina á málefnalegum grunni þar sem þeir þyrftu hugsanlega að skipta um skoðun.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:58

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er málefnalegasta færsla sem ég hef lesið í langan tíma. Ég skora á þá sem eru á móti að vera jafn málefnalegir eða þegja annars.

Villi Asgeirsson, 30.5.2007 kl. 21:09

6 identicon

Sigurður, ég er sammála því að ekki eru allir á móti virkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða. Kæmi mér ekki á óvart að þeir séu í raun færri en þeir sem eru að huga að tekjum af auðlindunum. Menn geta líka verið náttúrverndarsinnar án þess að vera hippar.

Hinsvegar er þessi blogg þráður sprottinn upp úr frétt um mótmæli Náttúruvendarsamtaka Íslands og skrifin draga því dám af því.

Georg (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband