Leita í fréttum mbl.is

Og afhverju liggur þá svo á að gera þetta að hlutafélagi?

Hálf skrítið að daginn sem að Björn Ingi kemur fram ásamt Vilhjálmi og segir að það sé bráðnauðsynlegt fyrir Orkuveituna að verða að hlutafélgi, þá skuli vera tilkynnt um 8,2 milljarða hagnað á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Held að það sem ég hef sagt áður um þetta sé rétt og þessi frétt styðji það. Núverandi stjórnendur og fjárfestar bíða eftir því að geta platað þetta fyrirtæki úr höndum Reykvíkinga og stórhagnast á því. Það er eins og með Símann, bankana, væntanlega Ruv og fleiri fyrirtæki. Þau eru "Há effuð" og látin fjárfesta mikið þannig að hagnaður dregst saman og á því augnabliki eru þau seld á  undirvirði.

Sé enga ástæðu fyrir Borgina að breyta rekstri sem er að skila 8 milljarða hagnaði nema eitthvað búi undir.


mbl.is 8,2 milljarða króna hagnaður af rekstri Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er það svo að Orkuveitan er undir stjórn meirihluta Sjálfstæðis og framsóknar. Og þá þá kaus ég alls ekki!!!!!!!!!!!! Heyrist að fulltrúar míns flokks í Reykjavík hafi látið heldur betur í sér heyra í dag gegn þessu.  En ef að minnflokkur fer inn á þessa braut þá læt ég hann heyra það líka. Og svo minni ég á að það voru fyrrverandi Frjálslyndir sem komu í veg fyrir að Samfylking kæmist í borgarstjórn, því að þeir fóru i samningaviðræður við Vilhjálm og D listann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.8.2007 kl. 22:52

2 identicon

Þannig að fyrirtæki sem gengur vel á að sitja fast í sama farinu þangað til að það fer að halla undan fæti?

Annars töpuðum við litlu á því að bönkunum var "stolið frá okkur". Ekki þurfa þeir meðgjöf frá ríkinu lengur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 01:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu þetta er þjónustufyrirtæki við Reykvíkinga fyrst og fremst. Hefur nú ekki sýsnst að Orkuveitan siti í sama farinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.8.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband