Leita í fréttum mbl.is

Ekki er íslenska ríkið að okra við söluna á þessum íbúðum

Ég er nú ekki viss um að þetta þróunarfélag sem sá um þessa sölu sé að standa sig. Eða eru þeir kannski að að stunda hina gömlu góðu íslensku iðju að einkavinavæða þessar eignir. Mér skilst að m.a. hafi þessir fjárfestar keypt 1600 íbúðir reyndar minnir mig að þeir hafi fengið einhverjar fleiri eignir með. Flest þessi hús sem þeir keyptu eru byggð á síðustu 20 árum og tiltölulega í góðu ástandi auk þess sem þegar eru búið að gera þau upp að hluta. Eins skilst mér að þær séu allar stórar eða yfir 100 fm. Ef við til að einfalda málin segjum að þeir hafi bara keypt þessar íbúðir Þ.e. 1600 íbúðir.

Þá fáum við út:
14.000.000.000 kr./1600 íbúðir = 8.750.000 fyrir hverja íbúð.
Það er ekki mikið.


mbl.is Unnið faglega á Keflavíkurflugvelli eftir settum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Eigum við ekki bara að hætta þessu rugli uppi á miðnes heiði? Fá bara einhvern her til að koma þangað og setjast að?

8,7 millur á íbúð. íbúð sem þarf að skipta um allt í og gera upp. kostnaðurinn leggst ofan á og þá eru þetta engir smá peningar. Kannski þú hefðir frekar vilja sjá að íbúðirnar yrðu boðnar út á opnum markaði?  

Fannar frá Rifi, 23.11.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér skilst reyndar að það sé aðeins rafmagnstöflur sem þurfi að skipta um. Annað hefur verið endurnýjað. Og eins skilst mér að þetta sé þegar búið í einhverjum hluta húsana á vegum þróunarfélagins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.11.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

já það hefð átt að setja þetta allt beint á opin markað. sleppa öllu tali eða hugmyndum einhvern háskóla eða stúdenta garða. það er bara vitleysa. miklu betra hefði verið ef fasteigna verð hefði fallið 50% á suðvesturhorni landsins með tilheyrandi tapi fyrir heimilin sem eru þá með 40 milljónkróna lán fyrir 20 milljónakróna heimili. 

Fannar frá Rifi, 1.12.2007 kl. 15:23

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Segi það ekki. Hefði kannski verið skynsamlegt að skammta þetta út í smærri einingum. Ríkð hefði geymt verðmæti í þessum húseignum. Sé ekki að það að selja Þorgils Óttari og co þetta í einulagi á 40% af markaðsvirði íbúða sé skynsamleg pólitík.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband