Leita í fréttum mbl.is

Alltaf þegar veittar eru orður og viðurkenningar byrjar ballið

Fólk heldur víst oft að þetta fólk sé handvalið af forseta en það er ekki. Um orðuveitngar gilda sér reglur og það er orðunefnd sem velur fólk sem það gerir tillögur um að hljóti orðu. Sjá eftirfarandi:

Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd, orðunefnd, fjallar um tilnefningar til orðunnar og gerir tillögur til forseta um hverja skuli sæma henni. Nánari upplýsingar um starfsemi orðunefndar veitir orðuritari og hann veitir einnig viðtöku tillögum um orðuveitingar. Orðuritari er nú ávallt starfandi forsetaritari.
Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um 80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur.
Tilnefningar sendast orðunefnd:

Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík

 

Orðunefnd skipa eftirfarandi:

Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar
Jón Helgason, fyrrv. ráðherra
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Örnólfur Thorsson, orðuritari

Þetta er tekið af http://forseti.is/Forsida/Falkaordan/.

Svo ef fólk finnst að einhvern vanti á listann þá er um að gera að senda inn tilnefningar til orðunefndar. EKki að rjúka hér á bloggið og kenna forsetanum um.


mbl.is Ellefu sæmdir heiðursmerkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Orðunefnd heyrir undir forseta enda veit ég ekki betur en að hann sé stórmeistari orðunefndar miðað við forsetabréf nr. 144/2005.

Spurning er kannski hvort það þurfi ekki að breyta starfsháttum orðunefndar til þess að draga úr tilefnislausum orðuveitingum og gera vægi þeirra meira.

Óttarr Makuch, 1.1.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú ég get verið sammála því hjá þér. Það eru alltaf eins og þú hefur sagt embættismenn sem virðast bara vera að fá orðu fyrir að vinna vinnuna sína. Fór einmitt inn á http://forseti.is/Forsida/Falkaordan/ og þar til hliðar er eru listar síðust ára  og þetta er mikill fjöldi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég hef til gamans tekið saman lista yfir þá sem líklega hafa fengið tilefnislausar orður á árunum 2000-2007, þetta eru 66 einstaklingar.

Listan má sjá hér http://otti.blog.is/blog/otti/entry/404351/

Óttarr Makuch, 2.1.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Sælir piltar, takk fyrir athugasemdir ykkar á síðunni minn. Ekki ætla ég að bera sakir á forsetann í þessum orðuveitingum. Það mætti nú endurnýja í þessari orðunefnd. Eða bara leggja þetta allt niður. Er þetta ekki orðið úrelt? Ég skoðaði listann frá Óttari, og datt strax um nafn Sturlu. Þetta er nú bara brandari.

Steinunn Þórisdóttir, 2.1.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband