Leita í fréttum mbl.is

Og hvernig fengu þeir þessa tölu?

Af hverju spyr engin hvernig greiningardeildirnar fá út þessa tölu 7200 stig og 30% hækkun. Held að þetta séu nú hæpin vísindi. Ætla þessir menn að halda því fram að þeir hafi einhver haldbær rök fyrir þessari spá? Held að þeir geti ekki bent á neitt nema óskhyggju sína. Maður hefði skilið að þeir hefðu sagt að líkur væri á að vísatalan hlutabréfa hækkaði seinni hluta árs vegna þessa eða hins. En með því að nefna svona tölu finnst mér þeir klúðra málum. Minni á þessar greiningardeildir voru í október að spá því að hlutabréfavísitala ársins 2007 mundi hækka um 30% . Ekki beint hægt að segja þetta sé trúverðugt.
mbl.is Spá 30% hækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var sama greiningadeildin/óskhyggjudeildin sem í haust spáði 45% hækkun úrvalsvísutölunnar 2007. En þetta er glæsileg spá, nú get ég bjargað fjármálunum með því að taka lán og fjárfesta í hlutabréfum eins og Hannes, Dögg og Kristinn Björnsson gerðu...

Þar sem ég er ekki viðskiptamenntaður, þá skil ég ekki alveg hvernig vísitalan á að hækka um 30% þegar bestu fyrirtækin Bakkavör og Teymi muni leiða hækkanir með rúmlega 20% hækkun! 

Enn síður skil ég af hverju fjárfestar eiga að "halda" bréfum sem munu að sögn sérfræðinganna hækka um 4% á árinu þegar það er hægt að fá 14% vexti af hlaupareikningi.

Kunna þessir menn ekki að reikna? Eru greiningar þeirra gerðar í einhverjum annarlegum tilgangi? 

Garðar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg sammál þessu hjá þér. Hef bent á áður að við þurfum hér óháða greiningardeild. Svona eins og Þjóðhagsstofnun var. Einhver háskólana gæti t.d. rekið hana. Kannski ekki HR því þar hafa þessir fjárfestar of mikil tengsl.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.1.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Adda bloggar

innlitskvitt og góða helgi.kv adda

Adda bloggar, 18.1.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband