Leita í fréttum mbl.is

Ágæta Unga Framsóknarfólk! Smá skýring

Ég verð að segja að mér finnst þetta furðuleg yfirlýsing frá Ungum framsóknarmönnum á Akureyri. Og þetta lýsir ekki góðu siðferði.

  • Einstaklingar og fyrirtæki gefa í kosningasjóði. Þeir eru að styrkja flokk til að koma sínum málefnum og frambjóðendum á framfæri til kjósenda.
  • Hingað til hafa menn ekki litið svo á að persónulegur fatnaður eins og sokkar og þessháttar sé beint það sem kosningasjóðir eigi að ganga í. Og aðrir frambjóðendur hafa ekki þennan aðgang að kosningasjóði hvorki hjá Framsókn né öðrum.
  • Og það að þessir 3 menn  þ.e. Björn, Óskar og kosningastjóri  hafi gengið í fé gefnu að góðum hug til að fata sig upp nær að mínu viti ekki nokkurri átt.
  • Þetta lyktar illa og bíður upp á að frambjóðendur/flokkar verði kostaðir af ákveðnum fyrirtækjum og skuldbundnir þeim fyrir.
  • Og þetta ímyndartal bendir til þess að flokkurinn haf þá ekki miklar hugsjónir eða góð mál til að leggja fyrir kjósendur ef það kostar 5 jakkaföt nokkra tugi skyrtna, sokka, leðurjakka, gallabuxur, boli og fleira og keypt í einni dýrustu búð landsins.
Held að málið sé að Björn og fleir eru í pólitík upp á persónulegan hag og  frama, fremur en fyrir hugsjónir. Og það að hann segir af sér í dag fyrsta daginn í minnihluta í Borginni segir sína sögu. Þ.e. hann hefur ekki áhuga lengur.
mbl.is Undrandi á fjölmiðlaumræðu um fatakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór

Amen

Eyþór, 24.1.2008 kl. 10:29

2 identicon

Sæll Magnús

Ég er formaður ungra framsóknarmanna á Austurlandi.

Eins og þú segir hér að ofan þá er kosningarsjóður til þess að koma frambjóðendum á framfæri. Til þess að tekið sé eftir frambjóðendum þurfa þeir að koma vel fyrir bæði í orði og á borði.

Kosningasjóðir í sveitastjórnarkosningum sem þessum, víðsvegar um landið  eru eins og þú segir styrktir af einstaklingum og fyrirtækjum, þeir peningar sem inn koma í sjóðinn eru ekki eyrnamerktir frímerkjum og prentkostnaði. Nei það er ákvörðun hvers framboðs í hverju sveitarfélagi hvernig það ætlar að haga sinni baráttu. 

Ég persónulega sýni því fullan skilning að Björn Ingi segi sig frá sínum störfum í borginni eins og málin standa. Það hefur verið vegið að honum sem persónu og það á ekki nokkur maður að þurfa að sitja undir því. 

Til leiðréttingar þá er dagurinn í dag ekki fyrsti dagur Framsóknarflokksins í minnihluta í borginni, við vorum í minnihluta fyrir 100 dögum.

Ein spurning; hvað áttu við þegar þú segir " Og aðrir frambjóðendur hafa ekki þennan aðgang að kosningasjóði hvorki hjá Framsókn né öðrum." Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu, hvaða aðrir frambjóðendur??

með bestu kveðju

Þórey Birna 

Þórey Birna (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry hann var í meirihluta með sjálfstæðismönnum fyrir 100 dögum. Ég er að tala um frambjóðendur í t.d. 3, 4 sæti listans í Reykjavík. Ég er líka að velta fyrir mér hverju 19 pör af sokkum sem og gallabuxum skili í ímyndarvinnu. Ég held því fram að kosningastjóri sem átt síðan að fá gott starf í REI og kauprétt á hlutabréfum hafi gengið allt of langt í að hleypa frambjóðendum á spena Herrabúðin eða Herragarðinum. Og kaupa þar 5 jakkaföt gallabuxur 20 og eitthvað skyrtur, 20 og eitthvað bindi úti jakka og fleira.

ég væri ekki tilbúinn að starfa sem sjálfboðaliði í baráttu þar sem að útgjöld eða allt að 10% kostnaðar við framboð væri fatnaður fyrir einn eða 2 frambjóðendur og kosningastjóra.

Þetta er alveg óháð Birni Inga sjálfum það er þessi hugsun sem ég er á móti. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2008 kl. 12:50

4 identicon

Nei það hef ég heldur ekki gert þar sem starfa á fyrir unga á Austurlandi en ekki á landsbyggðinni í Rvk.

Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að þetta á við Framsóknarfélagið í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum en ekki Framsóknarflokkinn.

Hvort að föt skili ímyndarvinnu fer eftir því hvernig hver og einn metur ímynd.

kv. Þórey Birna

Þórey Birna (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Viss um að þetta er allt í lagi hjá ykkur fyrir austan. En í Reykjavík tala þeir um að þetta séu vinnuföt þeirra og finnst eðlilegt að þeim séu sköffuð þau. Finnst það ekki góð stefna að líta á framboð sem vinnu. Hélt að fólk færi í framboð til að vinna að sínum hugsjónum og flokksins. Og að frambjóðendur væru bara fulltrúar hóps fólks sem flestir er að vinna þetta af hugsjón ekki á launum. Ef að frambjóðendur fara að líta á sig sem einhverja sem eiga að hafa sér réttindi í kosningabaráttu hætta aðrir að vilja vinn launalaust með þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband