Leita í fréttum mbl.is

FL Group tilkynnir 67 milljarða tap og hækkar sama dag um meira en 4% á hlutabréfamarkaði.

Hvernig má það það vera að menn séu tilbúnir að kaupa á hærra verði en verið hefur í fyrirtæki sem er að skila 67 milljarða tapi. Eru þessir spákaupsmenn haldnir sjálfseyðingarhvöt. Því ég get ekki séð að það sé kauptækifæri í fyrirtæki akkúrat þegar það er að tilkynna um eitt stærsta tap fyrirtækis á ári í Íslandssögunni. Maður hefði kannski skilið þetta ef viðskiptin hefðu verið lítil en í dag voru viðskipti upp á 800 milljónir
mbl.is 67,3 milljarða tap á FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er skrítið - í sömu "púllíu" eru peningar úr  "tryggingasjóð" TM komnir inn til þeirra líka  - þess vegna er lausafjárstaðan  "slakfær" hjá þeim í dag......en hversu lengi það verður........er erfitt að segja til um

Jón Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:17

2 identicon

uppgjör var birt eftir lokun markaðar.

gardar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:18

3 identicon

Eins of kemur fram í fréttinni er tilkynningin sett fram eftir lok markadar og hefur tar af leidandi ekkert med hækkun eda lækkun ad gera á mörkudum i dag. Kæmi reyndar alls ekki á óvart ad gengi bréfa í FL myndu lækka á morgun.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Johnny Bravo

Reiknuðu með verri ársreikningum audda.

Johnny Bravo, 13.2.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skil ekki að fjárfestar sem eru að kaupa hlutabréf í fyrirtæki fyrir um 800 milljónir séu ekki búnir að kanna þetta betur. Gætu þetta verið fjárfestar sem eru að höndla með annarra manna fé eins og hlutabréfasjóðir og þessháttar og séu í spámennsku á kostnað annarra.

Eins gæti komið í ljós að raunveruleg staða sé enn verri minni t.d. á að fyrirtæki eins og Straumur Burðarás eru farin að tiltaka viðskiptavild upp á gríðarlegar upphæðir eins þessi tilvitnun í Eyjuna bendir á:

Eitt af því sem vefst fyrir mönnum er hvaða skýring sé á hinni gríðarlegu auknu viðskiptavild sem fram kemur í bókum Straums-Burðaráss milli ára. Í upphafi ársins 2007 var viðskiptavild bankans rúmlega 182 milljón evrur, eða um 17 milljarðar króna, en í upphafi þessa árs er verðmæti viðskiptavildarinnar (goodwill) orðið 493 milljónir evra, eða um 47,5 milljarðar króna.

Og úr ársreikning Exista má lesa eftirfarndi:

Viðskiptavild samstæðunnar var metin á um 469 milljónir evra í lok árs 2007. Hún er tilkomin vegna kaupa á vátrygginga- og eignaleigustarfsemi félagsins árið 2006. Viðskiptavild samstæðunnar nemur innan við 6% af eignum.

 

Manniskilst að þetta sé ansi rúmt áætlað hjá þessum fyrirtækjum

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.2.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband