Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir brandarar í viðbót

 

Það var heitt í veðri og ljóskan var á rölti um bæinn þegar
hún sá gossjálfsala og ákvað að nota tækifærið og fá sér
ískalt gos. Hún gengur upp að sjálfsalanum og setur pening
í raufina.

Peningurinn rennur út aftur. Þetta gerist í hvert skipti
hjá henni þegar hún setur pening í raufina, en alltaf gerir
hún þetta aftur og aftur-pening í og hann rennur úr, pening
í og hann rennir út...

Þar sem það var mjög heitt í veðri og margir að hugsa það
sama og ljóskan, að fá sér kalt að drekka var komin röð
fyrir aftan hana. Einn ungur maður sem var orðin ferlega
þreyttur og þyrstur segir ljóskunni að fara drífa sig því
það séu fleiri sem þurfi að komast að.

“Ekki að ræða það,” segir ljóskan um hæl og bætir
við....”Ég er að vinna fullt af pening, sérðu það ekki?” 
 

*lol*-------------------------------------------------------------------*lol*
 
Lögreglumaður nokkur starfaði á Vestfjörðum við löggæslu að vetri til. Í brjáluðu veðri og blindsnjókomu var hann í eftirlitsferð um sveitina í mikilli ófærð.

Þegar lögreglumaðurinn var að nálgast einn sveitaveginn sér hann hvar gamall Land Rover jeppi er á kaf í skafli. Lögreglumaðurinn fer út og athugar með ökumanninn og sér jafnframt að hjólin á bílnum snúast á mikilli ferð. Lögreglumaðurinn áttar sig á hver sá gamli sé og bankar í gluggann.

Bóndanum bregður mjög en rennir gluggahleranum og segir við lögregluna, "Hva...þú hér...og ég sem er á 60." (60 km).
 

*lol*-------------------------------------------------------------------*lol*

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband