Leita í fréttum mbl.is

Njósnir og hleranir og furðulegir hlutir

Eftirfarandi frétt fann ég inn á www.morgunhaninn.is  En það er þáttur Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu. Þessi þættir oft ágætir hjá honum. En hér kemur fréttin:

Forsetinn beittur þrýstingi?

30.október 2006 - kl. 10:24
Ritari Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Íslands, óskaði eftir því 1984 að ekkert yrði sagt frá móttöku á Bessastöðum sem forsetinn hélt friðarráðstefnugestum síðsumars það ár. Jafnframt var þess farið á leit að ekki yrðu birtar myndir frá móttökunni. - Þetta kom fram í viðtali Morgunhanans við Vigfús Geirdal, sagnfræðing, í morgun. Vigfús var á þessum tíma virkur herstöðvarandstæðingur og tók þátt í að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu frjálsra friðarhreyfinga hér á landi. Vigfús segir svo frá að á mánudagsmorgni, eftir að ráðstefnan var haldin, hafi forsetaritari hringt í sig og beðið sig um að hafa móttökuna í þagnargildi. Hið undarlega hefði gerst í miðju samtalinu, að inn á símalínuna hefði komið þriðji aðili, María Þorsteinsdóttir, sem þá var ábyrgðarmaður frétta frá Sovétríkjunum. Vigfús kveðst hvorki hafa skýringar á erindi og beiðni Halldórs Reynissonar, forsetaritara, né heldur hvers vegna samtalið rofnaði með áðurgreindum hætti. - Vigfús rifjaði jafnframt upp þau atvik þegar Jón Múli Árnason, Stefán Ögmundsson og fleiri fengu dóm og voru sviptir kjörgengi og kosningarétti eftir róstur á Austurvelli árið 1949 við inngönguna í NATO. Stuðningsmenn, sem vildu færa þeim borgaraleg réttindi sín aftur, söfnuðu 27 þúsund undirskriftum og afhentu stjórnvöldum. Vigfús telur víst að þessar undirskriftir hafi allar komist í hendur bandarískra stjórnvalda. Þar hefðu bæði móðir hans og móðursystir verið á skrá, sem báðar höfðu tekið þátt í undirskriftasöfnuninni, þótt ekki teldust þær vinstrimenn. Bróðir þeirra systra hefði nánast þurft að sverja af sér tengsl við þær þegar hann fór um þetta leyti erinda til Bandaríkjanna.
Á www.morgunhaninn.is er hægt að hlusta á viðtalið við Vigfús Geirdal í heild.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband