Leita í fréttum mbl.is

Held að Ólafur hafi eitthvað misskilið embætti borgarstjóra

Það getur vel verið að Ólafur hafi ráðið hæfan mann til að halda utan um málefni miðbæjarins hvað varðar umgegni. Að minnstakosti hefur hún batnað.

En maður minn ég horfði á Kastljós í kvöld og þar kom Ólafur upp um sig á margan hátt.

  • Maðurinn lítur á embætti borgarstjóra sem eitthvað sem gerir menn einvalda. Ekki að hann leiði hóp sem myndar lýðræðislegan meirihluta.
  • Maðurinn lítur á að fréttamenn eigi að sýna honum virðingu og ekki ræða neitt af því sem er í umræðunni heldur bara þau "góðu verk" sem hann hefur komið í verk.
  • Maðurinn lítur á einhverjar hugmyndir um laugaveg 4 til 6 sem eitthvað stórvirki.
  • Maðurinn skilur ekkert í því að fólk sé að velta fyrir sér afhverju hann skiptir um fulltrúa í kring um sig hægri og vinstri.  Og finnst að borgarbúum komi það bara ekki við. Þetta sé allt spurning um að hans skoðun sé ráðandi án gagnrýni.

Skoðið viðtalið hér

Skoðið síðan næsta atriði í Kastljósi þar sem hann sést strunsa út og segja eitthvað við Helga Seljan um leið.

Hér eru viðbrögð Ólafs F á www.visir.is

,,Pólitísk misnotkun Kastljósins er ekki ný fyrir mér. Mér er ekki bara misboðið fyrir mína hönd heldur einnig borgarbúa því Helgi sýndi borgarastjóraembættinu stæka óvirðingu," segir Ólafur sem var gestur Helga Seljans, þáttastjórnanda, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrr í kvöld og voru borgarmálin efst á baugi. Ólafur er ekki sáttur við framkomu Helga.

Hann má nú ekki gleyma því að hann er bara tímabundið sem borgarstjóri. Og furðulegt að maður með litla samskiptahæfileika skuli geta orðið borgarstjóri.


mbl.is „Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er ekki hægt að vinna eða rökræða við sumt fólk Ólafur er greinilega í þeim hópi. Það þarf að koma honum út áður en hann veldur borgarsjóði en meiri kostnaði og skaða.

Skattborgari, 31.7.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband