Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að treysta spám greiningardeilda bankana?

Var að hugsa þegar ég las fréttina sem er hér fyrir neðan að það er kannski rétt að hafa fyrirvara á spám greinngardeilda bankana. Sérstaklega þegar þær eru að spá fyrir um mál eins og fasteignamarkaðinn. Það er jú vitað mál að bankarnir eiga mikilla hagsmunda að gæta þar sem þeir eiga jú megnið af öllum nýbyggingum og óseldum íbúðum á landinu. Það vita jú allir að engin verktaki á sjálfur mikið í þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Því eru bankarnir eins og hálfgerðir heildsalar á húsnæði. Þeir geta stjórnað magni sem kemur á markað, verði og svo gætu þeir líka verið að reyna að hafa áhrif á fólk (kaupendur og væntanlega lántakendur) í gegnum greiningardeildir sínar.

 

Af visir.is

Markaðurinn, 27. nóv. 2006 18:27


Bati á fasteignamarkaði

Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar.

Deildin segir í Vegvísi sínum í dag að sé horft á veltu á höfuðborgarsvæðinu megi engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við. Ástæða er þó til að búast við að eitthvert bakslag komi í þessa þróun, því að sveiflur á fasteignamarkaðnum hafa verið miklar á síðustu misserum.

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40% í vikunni á undan. Fjöldi samninga jókst talsvert og eru það ákveðnar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný, að mati deildarinnar.

Þá segir greiningardeildin að 12 vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hafi farið vaxandi, sem renni stoðum undir að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband