Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað skrýtið að gerast í bönkunum síðustu daga.

Var að lesa póst sem Egill Helgason birtir á síðunni sinni. Þetta er mál sem þarf að skoða:

Frá bankamanni

Smá saga af því sem er að gerast innan bankanna þriggja núna - staðfest frá fyrstu hendi þar sem ég er einn af þeim sem þetta á við. Finnst siðferðisleg skylda mín að láta vita af þessu.

Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu - ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.

Hvaða sanngirni er þetta - ef losa á ákveðinn hóp undan skuldbindingum, afhverju á það ekki við alla. Þetta þarf að fá á hreint frá Björgvini G., formönnum skilanefnda og/eða núverandi bankastjórum.

Annað að fjölmargir framkvæmdastjórar seldu eitthvað að bréfum vikuna fyrir hrunið - FME hlýtur að rannsaka það og bakfæra slík viðskipti, við treystum þeim til þess (eða ekki!).

 


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þessi frétt er á DV

 Birna á að borga

Viðskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, með kaup á bréfum í Glitni 27. mars 2007 eru skráð í Kauphöll Íslands. Vilhjálmur Bjarnason segir að um leið og viðskipti hafi verið tilkynnt í Kauphöllinni taki menn á sig þær skuldbindingar sem fylgja. Birna hefur sagt frá því í fjölmiðlum að hlutur hennar í Glitni hafi horfið. Vilhjálmur segir þetta vera álíka tæknileg mistök og þjófnaður Árna Johnsen.

Birna hefur haldið því fram að mannleg mistök hafi leitt til þess að kaup hennar á bréfum í Glitni hafi ekki farið í gegn. Vilhjálmur segir að þegar viðskipti hafi verið tilkynnt í Kauphöll Íslands séu þau orðin raunveruleg og þá sé ekki hægt að bera við minnisleysi. Birna er núverandi bankastjóri Glitnis en hún keypti sjö milljón hluti í Glitni á genginu 26,4 fyrir samtals 184 milljónir króna. Engin sala á hlutum Birnu er skráð í Kauphöllinni. Vilhjálmur segir það alveg ljóst að bréfum Birnu hafi verið kippt út á bak við tjöldin. Það sé ekki hægt að bera við minnisleysi í svona málum.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að ef Kauphöllin finni að ákveðin mál geti gefið tilefni til þess að þau þarfnist frekari skoðunar sé haft samband við Fjármálaeftirlitið. „Innherja þarf að tilkynna og síðan, ef það er horfið frá kaupunum af einhverjum ástæðum, þarf að tilkynna að kaupin gangi til baka,“ segir hann.

Asgrímur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En skv. þessu bréfi eru þetta mun almennarra og menn hafa síðustu vikur verið að reyna að redda þessu starfsmönnum. Sem er brot á reglum að þeir fái einhver sér kjör á þessar reddingar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.10.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband