Leita í fréttum mbl.is

Þetta er náttúrulega farið að verða neyðarlegt!

Er það tryggt að okkar færustu sérfræðingar séu að vinna að lausnum fyrir okkur? Manni finnst að stjórnvöld hér ættu að vera meðvituð um stöðu mála. Meira að segja Svíar vilja bíða eftir IMF.

Er þetta ekki svakalegt að stjórnvöld standi vörð um Seðlabanka sem hefur komið okkur í þessi vandræði. Og að Seðlabankastjórar sjái sæng sína ekki útbreidda.

  • Halda þessir menn ennþá að þeir séu heppilegastir til að leiða okkur út úr þessari krísu.
  • Menn sem virðast hafa vitað um áraraðir að bankarnir voru vaxnir okkur yfir höfuð. Samt gerðu þeir ekkert áþreifanlegt til að koma skikki á bankana.
    • Þeir tóku ekki upp bindiskyldu,
    • þeir þvinguðu ekki bankana til að draga úr umfangi. Þeim hefði verið það í lófa lagið með því að neita þeim um þjónustu nema að bankarnir drægju saman seglin.
    • Þeir stóðu á móti því að bankarnir gerðu upp í evrum sem hefði sparað okkur almenning rosalega því þá hefðu þeir ekki tekið stöðu gagnvart krónunni.
    • Þeir héldu uppi háum vöxtum sem drógu að okkur allskonar lið sem fjárfesti í krónu og jöklabréfum, en virkuðu ekkert á verðbólguna sem þeir áttu að gera.
    • Þetta hélt líka upp háu gegni á krónunni sem skapaði þenslu hér.
    • Þeir gerðu ekkert fyrr en allt of seint í að skapa okkur gjaldeyrisforða sem duggði til að verja okkur fyrir svona áföllum. Í fyrra var nær engin gjaldeyrir í varaforða hjá þeim.

Þarna fer líka í forsvari maður sem mótaði þetta fjármálakerfi hér sem virðist hafa gegnið á lánum síðan um árið 2000. Gaf bankana flokksgæðingum og gaf þeim fullkomið frelsi.

Það er kannski ekki skrýtið að engin treysti okkur lengur ef við höfum ekki einu sinni dug til að láta neinn sæta ábyrgð.


mbl.is Svíar sögðu nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband