Leita í fréttum mbl.is

Er það þetta sem fólk vill?

Held að það eigi nú eftir að spretta upp nokkrar svona hreyfingar. Skipaðar fólki eins og Ástþóri, Sturlu bílstjóra og fleiri "góðum". Og því miður á þessi athygli sem þessir menn kefjast eftir að dreifa umræðunni og koma í veg fyrir að hér verði almennileg umbót. Maður sér fyrir sér umræður fyrir kosningar þar sem Ástþór mætir með tómatsósu og sprautar yfir sig eða myndavélar, Sturla mæti með hópinn sinn góða nokkra brúsa af gasi. Þetta er svona dæmigerðar hreyfingar sem tala um að það þurfi að lækka t.d. Olíu en hugsa ekkert um hvaða áhrif það hefur um allt ríkiskerfið. Það er sjá ekki heildarmyndina.

Nú eru  t.d. talað um að breyta kosningum af fólki í þessu hreyfingum. Talað um að kjósa einstaklinga án flokkaskipunar. Hafa þessir menn hugsað t.d. hvernig þingið mundi virka með 63 einstaklinga sem hefðu hver sínar skoðanir og markmið. Halda menn virkilega að menn mundu ekki hópa sig strax saman í hópa til að vinna sínum málum framgöngu? Og þar yrðu þá menn að laga sig að þeim flokki og við hefðum ekkert um það að segja. Þarna gætu myndast hættulegir meirihlutar sem gætu komið okkur í veruleg vandræði. T.d. bæði öfgahópar til hægri og vinstri sem mundu taka ákvarðanir t.d. um að stofna her, stofna til milliríkja deilna við aðrar þjóðir, stofna til mismununar þegna t.d. varðandi skatta og réttinda. Nær allar þjóðir í heiminum sem hafa kosningar bjóða upp á kosningar milli flokka. Það er vissulega hægt að hafa kjörið þannig að kosið í eins þingmanns kjördæmum en þá verður að kjósa milli flokka þar.

En eins og ég sagði er verst að þessir flokkar skemma fyrir alvöru umbótum hér. Það er allt í lagi að bjóða upp á nýja flokka sem standa fyrir umbótum, en plís eitthvað alvöru fólk í þetta sem treystandi er að hafa fullmótaða hugsun um þetta. Ekki svona menn sem eru líklegir til að framkvæma fyrst og hugsa svo.


mbl.is Lýðræðishreyfingin fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég held ég getið tekið undir að þetta er ekki "það sem fólkið vill", það kemur ekki fram fyrr en í kosningum. Smáframboð hafa komið og farið og gera það áfram. Þau verða kannski fleiri núna í kreppunni. Hver veit nema það komi fram eitt gott.

En um að kjósa fólk en ekki flokk. Þó það væru einmenningskjördæmi stæðu samt flokkar á bakvið, eins og í Bretlandi. Ekki sundurlaus hópur. Ef breyta þarf stjórnarskrá þarf að samþykkja það á tveimur þingum og ekki líklegt að tillaga komi fram um það á þessu þingi.

Jafnvel þó kosið yrði í vor - og að því gefnu að næstu tvær stjórnir sitji heilt kjörtímabil - yrði ekki kosið samkvæmt nýjum reglum fyrr en 2017.  

Haraldur Hansson, 29.11.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband