Leita í fréttum mbl.is

Er eitthvað að marka þetta gengi?

Var að skoða gengi krónunnar hjá Evrópska Seðlabankanum og þar var ekki færðar neinar breytingar í dag og evran þar kosta um 290 krónur. En hér á hún að vera eitthvað um 190 krónur

En í framhaldi af því skoðaði ég línurit sem er þar meðfylgjandi og þar voru nokkur atrið sláandi.

16. maí 2000 kostaði ein evra um 63 krónur

16 maí 2001 kostaði ein evra um 88 krónur

16. maí 2002 kostaði ein evra um 83 krónur

16 maí 2003 kostaði ein evra um 84 krónur

18 maí 2004 kostaði ein evra um 88 krónur

18. maí 2005 kostað ein evra um 83 krónur

18. maí 2006 kostaði ein evra um 91 krónur

17. maí 2007 kostaði ein evra um 85 krónur

16. maí 2008 kostaði ein evra um 115 krónur

Fannst eiginlega að krónan hefði sveiflast miklu meira en þetta á þessum tíma. Má eiginlega segja að þetta samræmist illa því sem menn segja að krónan hafi verðið skráð allt of hátt lengi vegna innstreymis á gjaldeyri. Hvaða ástæður hefðu átt að vera fyrir hana að falla þegar hér voru keyrðar risaframkvæmdir.

Af þessu má sjá að krónan var nokkuð stöðug alveg frá 1999 og alla tíð var dúndrandi stýrivextir til að reyna að ná niður verðbólgu sem virkuðu víst aðallega seinustu ár í því að draga hingað fé bæði til að lána svo okkur á okurvöxtum sem og að draga hingað fjárfesta sem gerðu út á vaxtamun. Að lokum var þetta orðið svo gríðarlegt að það varð áhlaup á krónuna. 

Samt vekur athygli að krónan var enn sterkari gagnvart gegni Evru áður en hún var sett á flot í byrjun aldarinnar. En eftir það hefði hún væntanlega átt að sveiflast með árferði hér en gerir það ekki vegna stýrivaxta. 

 

gengi-kro.gif

 


mbl.is Krónan styrktist um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Jón Daníelsson hagfræðingur kom í Silfur Egils og það var reyndar ekkert að marka þessa styrkingu krónuna, einfaldlega vegna þess að krónan er ekki á floti, allt of lítil viðskipti höfðu verið með krónuna til að gera þetta markvert og svo að auðvitað vill Davíð reyna að þvingva krónuna upp til að róa almenning, og það hefur hann algerlega í sínu valdi í Seðlabankanum, spurningin er bara með hvað tilkostnaði.

Verð nú samt að viðurkenna að þó þetta sé varla hækkun sem geti talist eðlileg, þá er maður nú samt djöfulli ánægður að fá smá skammt af góðum efnahagsfréttum. Maður var farinn að halda að það væri enginn botn á þessari helvítis krónu.

Jón Gunnar Bjarkan, 7.12.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband