Leita í fréttum mbl.is

Geta Vg og Samfylking starfað saman?

Hef verið að velta þessu fyrir mér. Tökum stóru málin:

IceSave:

  • Vg þingmenn t.d. Atli Gísla og fleiri vilja að við rjúfum samninga við Breta og fleiri um IceSave og við neitum að borga þá
  • Samfylking stóð að því að semja um þá til að við yrðum ekki áfram í herkví og fengjum gjaldeyri til landsins og gætum samið við IMF

 

  • Vg vilja ekki að við fáum lán frá IMF
  • Samfylking stóð að því þar sem flestir sérfræðingar töldu það nauðsynlegt til að fá fyrirgreiðslu frá öðrum þjóðum

 

  • Vg vildi að við færum til Noregs og bæðum þá um fyrirgreiðslu í stað IMF og samninga við Breta og co
  • Samfylking taldi þá leið ófæra og fullreynda

 

  • Vg vill ekki að við göngum í ESB og tökum upp evru.
  • En það er stefna Samfylkingar.

 

  • Vg vill draga úr niðurskurði með tilheyrandi auknum halla á ríkisútgjöldum
  • Samfylking stóð að þessum niðurskurði

 

  •  Vg vill að við göngum úr Nató
  • Samfylking vill það ekki

Þó að báðir flokkar séu flokkar jafnaðar þá eru samt mörg atrið sem standa út af. Og ég held að Samfylkingin verði að standa fast á því að hennar sjónarmið í þessari tímabundnu stjórn verð skýr og augljós. Engan undirlægju hátt. Þessir flokkar og framsókn unnu saman í R -listanum og gekk sæmilega nema þegar að Framsókn og Vg reyndu að kúga Samfylkingu í málum eins og með Þórólf Árna.

Held að flokkarnir ættu að gefa sér tíma í að skoða þetta vel. Mætti t.d. skoða tillögu sem ég heyrði hjá Agli Helga að flokkarnir skipuðu í ráðuneytin fólk sem ekki væri á þingi. T.d. Þorvald Gylfa og fleiri. Þetta yrði starfsstjórn sem starfaði í umboði flokkana.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

við erum enn nánast í herkví með hryðjuverkalöginn ennþá gild. þannig að ekkert hefur ennþá unnist með því að segja já við Icesave.

Fannar frá Rifi, 22.1.2009 kl. 18:28

2 identicon

Gott blogg
Þetta eru vissulega punktar sem þessir flokkar verða að skoða og ræða.  Mikið er ég feginn að lesa blogg þar sem eitthvað meira en reiði býr á bakvið.

Joseph (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband