Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarslit núna óráð!

Hef hér í færslum hér í gær og fyrradag efast um stórnarskipti núna og sér í lagi vegna hugmynda Vg um ýmis brýn mál. Og ég sé að Ingibjörg hefur efasemdir um það samstarf líka sbr.

Ingibjörg segir það koma til greina að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum sem Framsóknarflokkurinn verji falli. Hins vegar þurfi allir að gera sér grein fyrir þeim vandamálum sem við er að eiga.

„Það kemur allt til greina ef þeir átta sig á því að stjórnvalda bíða erfiðar ákvarðanir við að koma skútunni á réttan kjöl aftur. Mér hefur sýnst skorta mikið upp á það.“

Og svo ég vitni í fyrri færslu mína:

  • Vg þingmenn t.d. Atli Gísla og fleiri vilja að við rjúfum samninga við Breta og fleiri um IceSave og við neitum að borga þá
  • Samfylking stóð að því að semja um þá til að við yrðum ekki áfram í herkví og fengjum gjaldeyri til landsins og gætum samið við IMF

 

  • Vg vilja ekki að við fáum lán frá IMF
  • Samfylking stóð að því þar sem flestir sérfræðingar töldu það nauðsynlegt til að fá fyrirgreiðslu frá öðrum þjóðum

 

  • Vg vildi að við færum til Noregs og bæðum þá um fyrirgreiðslu í stað IMF og samninga við Breta og co
  • Samfylking taldi þá leið ófæra og fullreynda

 

  • Vg vill ekki að við göngum í ESB og tökum upp evru.
  • En það er stefna Samfylkingar.

Og hugmynd sem ég les nú frá Steingrími um að fresta að taka á þessum málum fram yfir kosningar lýst mér ekki á.

Bendi líka á blogg Guðríðar Arnardóttur oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi þar sem hún lýsir sömu skoðun. 


mbl.is Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband