Leita í fréttum mbl.is

Ágúst Ólafur gefur tækifæri á endurnýjun!

Ágúst Ólafur gerir þarna hárrétt. Hann er ungur maður og slær 2 flugur í einu höggi. Hann sem lauk á sama tíma bæði prófi í  viðskiptafræði og lögfræði minnir mig er náttúrulega maður sem á að mennta sig meira. Um leggur hann sitt á vogarskálarnar til að koma á móts við óskir um endurnýjun í flokkunum í næstu kosningum.

Enda finnst manni að honum hafi ekki liðið allt of vel í þeirri stöðu sem hann var í. Hann getur svo bara komið aftur í slaginn ef honum sýnist svo síðar.

Gangi honum vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Rétt hjá honum að pólitík eigi ekki að vera allt. Og engin eigi að vera þar of lengi.

[Smá viðbót vegna misskilnings hjá lesendum. Ég er á því að Ágúst hefð vel getað haldið áfram. Hann hefur veirð heiðarlegur þingmaður og kappsfullur. En er lentur í erfiðri stöðu þar sem aðrir hafa verið teknir fram fyrir hann. Bíða bara spenntur eftir að hann komi aftur]


mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Byltingarforinginn

Hann hefur auðvitað verið niðurlægður af Ingibjörgu og Össuri um langt skeið. Hann situr heima og yddar blýanta meðan þau fara á fundi og sinna málum sem flokksforystan á að sinna. Hann hefur greinilega ekki verið hluti af henni.

Hann kom verulega illa út í kastljósinu í gær og það er bara að koma berlega í ljós hvers konar hentistefnuflokkur Samfylkingin er.

Byltingarforinginn, 27.1.2009 kl. 10:21

2 identicon

Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan góða dreng, Ágúst Ólaf. Það er svo greinilegt að hann fékk ekki það sem hann átti skilið sem varaformaður Samfylkingarinnar - athugið: varaformaður!!!!! Hvaða varaformaður í stjórnmálaflokki hefur verið jafnhundsaður og hann?

Góður piltur sem Ingibjörg hefur ekki verið sanngjörn við ... virkilega slæmt að missa hann úr stjórnmálunum ... aðrir hefðu mátt hverfa!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband