Leita í fréttum mbl.is

Ekki það að vandræði Sjálfstæðismanna séu að trufla mig - En er ekki komin tími til að ræða önnur mál?

Nú eru 2 vikur til kosninga og fjölmiðlar eru að leyfa flokkum að komast upp með með múður og moldreyk en engar raunhæfar lausnir.

  • Enginn fjölmiðill hefur fengið fagfólk til að fara ofan í tollögur Framsóknar á hlutlausan hátt og kannað hvort og hve mikið þetta mundi kosta okkur.
  • Enginn fjölmiðill hefur gengið eftir því við flokkana hvernig þeir ætla að láta krónuna duga okkur næstu árin.  Þessi umræða er alltaf bara kæfð með að við sitjum uppi með krónuna og hún verði að duga. En hvernig á að koma á stöðugleika hér ef að krónan á eftir að sveiflast um tugi eða hundruð prósenta næstu árinn?
  • Af hverju er engin fjölmiðill farinn til þeirra landa sem hafa tekið upp nýjan gjaldmiðil einhliða og kannað stöðuna þar? Er þetta að ganga eða eru eins og ég hef lesið mikil vandræði hjá þessum löndum núna þegar t.d. olíuverð lækkar?
  • Flokkar tala um að ESB mundi fela í sér framsal á fullveldi og sumir segja Sjálfstæði. Hvernig væri að menn væru beðnir um að skýra það? Af hverju eru fjölmiðlar ekki búnir að fara um ESB lönd og kanna af hverju þau hafi gengið inn í ESB og hvernig þau eru sátt við  það?
  • Og af hverju eru bara við, Noregur og Sviss af Vestur-Evrópu sem kjósum að vera utan ESB?  
  • Hér er talað um að þurfi að loka fjárlagagati. Af hverju er ekki pressað á flokka eins og Sjálfstæðismenn um hvernig þeir raunverulega ætla að loka þessu gati? Getur verið að þeir hugsi sér gott til glóðarinnar að selja t.d. stórahluta heilbrigðiskerfissins? Eða eitthvað annað eins og auðlindir? Þeir eru minnstakosti að reyna að koma í veg fyrir að sameign okkar á þeim komist í stjórnarskrá.

Vissulega gott að fjalla um þessa styrki til Sjálfstæðismanna og fleiri en væri betra að fjölmiðlar færu nú að sýna smá viðleitni aðra en að velja sér hagfræðing til að tala við eftir því hvaða niðurstöðu þeir vilja í viðkomandi frétt.

Nú eru að koma kosningar. Flokkar farið nú að kynna ykkar hugmyndir að lausnum á vandamálum þjóðarinnar. Og fjölmiðlar kannað hvort að þær séu raunhæfar.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband