Leita í fréttum mbl.is

Bullið það lekur út úr Evrópu andstæðingum þessa dagana

Nú eru menn að hengja sig í í að við höfum ekkert við ESB að tala vegna þess að stækkunarstjórinn Ole Rehn hafi sagt að við fengjum engar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB.

  • Til að byrja með hvað halda menn eiginlega að fulltrúi aðila sem yrði samningsaðili gegn okkur mundi segja? Halda menn kannski að hann gæti sagt. Jú þið fáið allar undanþágur sem þið viljið ? Nei auðvita ekki. Það eu samningaviðræður við ESB um inngöngu. Og í þeim samningum er samið um þessi atriði. Sumt gætum við fengið í gegn, annað ekki. Enginn aðildarsamningur er eins.
  • Eins hefur verið bent á að fyrir utan að erlendir fjárfestar gætu fjárfest í Sjávarútvegsfyrirtækjum og að við yrðum að fá samþykki fyrir hámarksaflaheimildum frá Sjávarútvegsráði ESB þar sem við ættum fulltrúa. þá breytist ekki neitt.
  • Við gætum sett reglur um að þeir sem veiða verði að hafa búsetu á Íslandi
  • Við gætum sett reglur um að afla sé landað hér á landi.
  • Þetta eru reglur sem aðildar ríki ESB eru með í dag ef þær svo kjósa

Engin þjóð fengi veiðirétt hjá okkur þar sem þær hafa ekki veiðireynslu.
Engin þjóð inna ESB hefur orðið fyrir því að aðrar auðlyndir hafi verið teknar frá þeim.

Allar þjóðir sem hafa lent í einhverskonar kreppu í Evrópu hafa sem hluti af lausninni gengið í ESB og m.a. Norðmenn fóru í samningaviðræður við ESB eftir hrun bankana þar. En þjóðin feldi síðan samninginn.

Vitna aftur í finnska sérfræðinginn Mytty 

Mytty segir að innganga í ESB, og síðar Myntbandalag Evrópu, hafi verið rökrétt skref í því að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og binda það við hagkerfi Evrópu. Í ljós hafi komið

  • sú ákvörðun hafi verið rétt og aukið á stöðugleika og trúverðugleika Finnlands.
  • Vextir séu nú lægri, matvælaverð lækkaði umtalsvert og kaupmáttur jókst.  
  • Mikilvægasta atriðið sé þó að upptaka evru hafi aukið erlenda fjárfestingu og samkeppni varð virkari.
  • Þá hafi vinnumarkaðurinn svarað kalli um aukinn sveigjanleika.

En við hlustum náttúrulega ekkert á þá sem hafa reynslu frekar enn fyrri daginn. Við vitum allt betur! Meira að segja hvernig útkoma úr samningi sem er ekki en ákveðið að fara í.! Held að við ættum þá bara að hætta að semja við aðrar þjóðir þvi við fáum auðsjáanlega ekkert út úr samingingum? Því hinir ráða!


mbl.is Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu þér til um umsóknarferlið á netinu. Þú getur t.d notað europa.eu eða Wkipedia. Það er til nóg af upplýsingum og þær eru ekki leyndarmál sem menn fá ekki að sjá á þess að sækja um fyrst.

Aðildarsamningar eru sömuleiðis aðgengilegir á netinu.

Reyndu svo að finna þann hluta ferilsins þar sem samið er um aðildarskilmálana (aðildarviðræðurnar snúast um það hvenær og hvernig löggjöf er innleidd + sérþarfareglugerðir sem eru ekki bindandi) og einnig dæmi um undanþáguákvæði.

Mig grunar að þú verðir nokkuð lengi að leita. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já og það ekkert lítil undanþáguatriði. T.d. landbúnaða á norlægum slóðum sem Svíar og Finnar fengur þar sem þeir fá að veita aukna styrki í lanbúnað. Það er síðan spurning hvort við þurfum svo miklar undaþágur? Nema kannski til að hraða upptöku evru. Á þeim forsendum að hagkerfið okkar er það lítið að það mundi vart mælast á evru svæðinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég ansa þessu ekki með samningana! Heldu þú að það taka 2 ár að semja um upptöku laga ESB. Það er samnið um allt og hver samningur er einstakur og hefur sama gildi og viðbót við stofnsamninga ESB enda þarf að samþykkja þá í öllum löndum ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 12:41

4 identicon

Undanþágur fyrir landbúnað kalla ekki á undanþágur frá stofnsáttmála heldur sérþarfareglugerðir. Finnar og Svíar eru samt sem áður ekki undanþegnir valdi ESB í landbúnaðarmálum og við yrðum það ekki í fiskveiði eða orkumálum.

Það er inngöngusamningurinn sem er einstakur en í honum er fjallað um það hvernig og hvenær reglugerðir eru teknar upp. Þar er um að ræða gríðarlegt magn af efni og ferlið tekur langan tíma Aðildarsamningurinn er ekki einstakur. Hérna er samningur Búlgaríu og Rúmeníu (ath. gildir fyrir tvö lönd). Hann er 27 bls og flestar lagðar undir undirskriftir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:06

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég bendi þér á síðu fastanefndar ESB fyrir noreg og Ísland þar sem má finna m.a frá 22 apríl þessa frétt

"Joe Borg svarar spurningu fréttamanns um Ísland og sjávarútvegsstefnu ESB
Á blaðamannafundi 22. apríl þar sem grænbók framkvæmdastjórnarinnar um sjávarútvegsstefnu ESB var kynnt, var Joe Borg, sjávarútvegsstjóri ESB spurður útí hugsanlega aðildarumsókn Íslands og samninga um sjávarútvegsmál. Borg svaraði því til að ef Ísland sækti um, myndi það hitta fyrir samstarfsaðila í framkvæmdastjórninni sem væri tilbúinn að ræða á jákvæðan hátt lausnir sem gætu tryggt íslenskum sjávarútvegi sömu aðstæður í framtíðinni eins og nú, innan ramma sameiginlegrar stefnu. Myndband af svari Borg má finna hér undir "EC press conference Borg". "

Svo segir þú að það sé ekkert samið nema um dagsetningar

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 13:37

6 identicon

Nei ég sagði að það væri líka samið um sérþarfareglugerðir.

Hvað þú ekki skilja?

Íslendingar geta hinsvegar ekki fengið neinar tryggingar fyrir því að nýtingar- eða yfirráðréttur haldist í íslenskum höndum til framtíðar því að reglugerðir eru bara reglugerðir.

Skilyrðunum sem t.d eru sett fram hérna er ekki hægt að mæta. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:49

7 identicon

Held að við verðum að kynna okkur þetta miklu betur og ekki bara trúa því sem

Joe Borg segir og það sem ég hef lesið hér þá finnst mér Magnús Helgi ætti að 

vera aðeins meira gagnríninn og ekki halda a hann hafi þetta svona allt á tæru.

Persona (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband