Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur svona segir ráðherra ekki

Ef að Ögmundur er þessarar skoðunar þá neitar hann að taka sæti í ríkisstjórn sem ætlar að halda áfram samstarfi við AGS. Eða að hann bendir okkur á leiðir til að afþakka aðstoð AGS.

Ef að hann gerir sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar orð hans geta valdið þá á hann ekki að vera ráðherra.

Er hann að ýja að því að við hefðum ekki þurft að gera upp við þá sem við skuldum erlendis eða semja við þá? Er hann að halda því fram að þjóðir sem skilyrtu aðstoð sína við aðkomu AGS sé að þvinga okkur til að greiða meira en við hefðum þurft?

Er Ögmundur að halda því fram að önnur leið hefði verið betri? Hvaða leið var það? Þ.e. önnur leið en að loka hér landinu og lifa aðeins á því sem við gætum framleitt?

Ég fordæmi svona yfirlýsingu í ástandi sem er mjög eldfimt. Ástanda þar sem að þjóðin er að taka á sig miklar birgðar næstu árin og svo kemur einn af ráðherrum stjórnarinnar og segir berum orðum að við eigum von á enn verri tíð næstu árinn eða áratugi.  Og spyr aftur ætlar Ögmundiur að vera í stjórn sem stefnir að áframhaldandi samstarfi við AGS?


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svona útspil fellur í kramið í augnablikinu sem og bræðiskast Össurrar gagnvart Bretum.

Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

kom það ekki í ljós strax að Brown var bara að bulla. Fulltrúi AGS kom fram í morgun og sagði að engar viðræður væru á milli þeirra og Breta varðandi Íslendinga.

Snýst málið ekki annars um inneign einhvers spítala sem var ekki einu sinni í viðskiptum við Icesave heldur Kaupthing S og F? Sem er undir lögsugu breska fjármálaráðuneytisins... held að ég hafi skilið þetta rétt...

Björn Benedikt Guðnason, 8.5.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: doddý

hæ maggi

þetta er maðurinn sem ætlar að éta gras og þæfa vettlinga sér til viðurværis. til að bæta rós í hnappagatið sitt ætlar hann að byggja spítala fyrir peninga sem sparast af því að rýra þjónustu til þeirra sem helst þurfa á heilbriðgisþjónustu að halda - láttu mig vitaða, heilbrigðiskerfið er farið til helvítis!! kv d

doddý, 8.5.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Maggi, það er ekkert að því að ráðherra segi satt. AGS eru og hafa verið erindrekar peningaaflanna og hafa séð til þess þar sem þeir hafa komið innað ,,hlutirnir séu gerðir rétt". Margar þjóðir hafa þurft að þjást vegna þess og hefðu kannski betur valið aðrar leiðir. Hins vegar erum við í samstarfi við AGS og kannski óþarfi hjá ráðherra að bölsótast opinberlega. En satt segir hann. 

En það er með ólíkindum að sjá skrif þín doddý, því Ögmundi er manna best treystandi til að passa upp á grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, enda hefur hann sýnt það.

Það var Guðlaugur Þór sem rýrði þjónustu til þeirra sem helst þurftu á henni að halda og ætlaði að láta vini sína í Keflavík hafa dótið fyrir lítið. Heilbrigðiskerfið er ekki farið til heljar, en hefði gert það ef Guðlaugur Þór og þú hefðuð fengið að ráða. Sem betur fer tókst Ögmundi að stoppa ferlið, eins og t.d. var planað hér fyrir vestan, enda er Ömmi í sambandi við starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu, öfugt við Guðlaug.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 8.5.2009 kl. 15:17

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gústaf maður sem er ráðherra og kemur til með að standa í blóðugum niðurskurði kemur ekki fram og segir fólki einhverjar óljósar fréttir um að einhver stofnun út í heimi ætli að pína okkur til að greiða eitthvað meira en rætt hefur verið um. Hann gleymir því að hann er að skera niður í heilbrigðiskerfinu og vill fá fólk með sér með það að leiðarljósi væntanlega að það sé tímabundið en ef hann hefur rétt fyrir sér þá er þetta varanlegt næstu áratugina.

Hann gleymir t.d. að við erum ein af stofnendum AGS. Og sem maður sem vill verða ráðherra áfram þá er hann kominn í skrýtna stöðu þar sem að ríkisstjórnin ætlar að halda samstarfi áfram við "Heimslögregla kapítalismans " eins og hann segir. Hefði haldið að menn sem væru á móti svona stóru atrið tækju ekki þátt i því að halda þvi áfram.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Gústaf - oft má satt kyrrt liggja (og oft má saltkjöt liggja)

Ólafur Björnsson, 8.5.2009 kl. 15:31

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. og Gústaf út af því sem Doddý skrifaði þá er hún held ég starfandi í heilbrigðiskerfinu og er eins og aðrir þar að verða fyrir miklum niðurskurði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2009 kl. 15:32

8 identicon

Sæll nafni, ég sé ekki alveg hvað er að þessum viðbrögðum Ögmunds...þ.e. ef við gerum ráð fyrir því að Gordon Brown segi satt.

Magnús (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:47

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ögmundur er að skapa hræðslu hjá fólki varðandi AGS. Þ.e. þegar hann segir:

hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að herða þumalskrúfurnar á íslensku þjóðinni og sjá til þess að hún borgi eins og lánardrottnar geri kröfu um. Sjóðurinn sé heimslögregla kapítalismans.

Og eins

Sjóðurinn hefði verið fenginn af  lánardrottnum Íslands til að herða þumalskrúfurnar á þjóðinni.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi það hlutverk að sjá til þess að við borgum eins og lánardrottnar okkar geri kröfu um. Hann sé heimslögregla kapítalismans.

Eina sem þetta gerir að að skapa hræðslu hjá fólki. Ef þetta væri svona slæmt er skrýtið að hann tæki þá í að reka þessa stefnu sem ráðherra.

Bjössi þetta er alveg eins og ég skil þetta. Þetta er náttúrulega bara kjaftæði í Brown og hann virðist vera farin að nota okkur sem stuðpúða þega hann lendir í vandamálum í Bretlandi þá kennir hann okkur um.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2009 kl. 18:55

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Æi blessður étt'ann þennan. Það er IMF sem á að hafa áhyggjur af því að það er svona sem ummæli Gordon Browns láta sjóðinn líta út fyrir að vera. Ef satt reynist opinberast þarna (betur en áður) eðli sjóðsins eins og það er orðið. Hann var ekki stofnaður með þennan tilgang í huga, en ýmislegt hefur breyst og hafði breyst þegar á áttunda áratugnum.

Ömmi rokkar bara í þessu viðtali. Það þarf að láta menn vita að tekið sé eftir þessu. Það er Gordon Brown og IMF sem þurfa að gæta orða sinna. Það er svo augljóst að hann er að beina athyglinni frá sjálfum sér og er þar á mjög þunnum ís, að það er ekki nema von að hrikti í. Einmitt þessvegna eiga Íslendingar að nota sannleikann og hreinskiptni. Fyrri ríkisstjórnir hafa þegar leikið leikinn með Bretum, Bandaríkjamönnum og því liði öllu saman og svo fór sem fór.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.5.2009 kl. 21:03

11 identicon

AGS gerir ekki flugu mein. Ekki Bretar heldur. Þetta eru hálfgerð líknarfélög, alltaf að hugsa um náungann. AGS hefur sýnt það í störfum sínum í Indónesíu, Afríku og Suður Ameríku. Þeir eru að reyna hjálpa. Við að einkavæða vatnsveiturnar, rafveiturnar, spara í velferðarkerfunum, efla sparnað með háum vöxtum. Hjálpa til við að greiða skuldirnar.

Gordon Brown mundi aldrei halla orði að Íslendingum, hefðum við ekki brugðist trausti hans.

Ögmundur, hins vegar, algerlega óábyrgur.

Doddi D (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:58

12 identicon

Strákar skoðið þið bara slóð AGS.Þá er hægt að sjá í hverra nafni hann starfar.Þetta er alveg rétt hjá Ögmundi burtséð frá því hvort hann er ráðherra eða ekki.Og hvaða skuldir eigum VIÐ að borga,er það komið á hreint?

magnús steinar (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:12

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Endanlega þegar sannleikurinn er sagður koma ymsir með kvartanir yfir því. Var það ekki lýgi, fals og fréttaleysi sem okkur líkaði illa. Hvað vill fólk? hvernig vill það leysa þetta sjálft? það er auðvelt að benda á aðra og þurfa ekki að leysa þennan stóra vanda sjálft. Hvenig væri málefnanleg umræða um lausnir ef einhver er náðasamlegast svo auðugur af hafa þær á hreinu? Megum við hin vita líka? Mér líkar best þegar er töluð almennileg íslenska og þetta sýnir að Ögmundur hefur ekki látið heilaþvo sig. Verð að segja að mér líður bara strax betur. Verð að segja að ég treysti Ögmyndi betur en hryðjuverka-Brún.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 14:56

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Anna ef AGS er svona hræðilegur og ætlar skv. Ögmundi að kúga okkur fyrir kröfuhafa, þá geta menn sem hafa þessa skoðun ekki verið í ríkisstjórn og haldið áfram að eiga viðskipti við AGS. Ef Ögmundur heldur að þetta sé rétt þá á hann að láta breyta stefnu okkar eða koma með aðrar leiðir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2009 kl. 16:49

15 Smámynd: doddý

til gústafs : rétt hjá magga, ég veit nákvæmlega um hvað ég er að tala og finn á eigin skinni og minna sjúklinga hverslags þjónustu fólk fær. ekki bulla um það sem þú þekkir ekki. kv d

doddý, 10.5.2009 kl. 10:50

16 Smámynd: Bumba

" ......guðaveigar lífgar sálaryl......."  Svo þetta er ríkisstjórnin, jæja ég held ég fari að halla mér, Með beztu kveðju.

Bumba, 10.5.2009 kl. 15:49

17 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Þú telur þig vita, það er ekki það sama og að vita. Varðandi bull veit ég upp á hár og þekki á eigin skinni hvað Guðlaugur Þór var að framkvæma og Ögmundur bjargaði.

Málflutningur sem byggir á því segja aðra bulla sem ekki eru á sömu skoðun, er vart svara verður.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 11.5.2009 kl. 09:29

18 Smámynd: doddý

til gústafs: þú áttar þig ekki á því að því sem var bjargað af ögmundi fer aftur í vaskinn þegar peninga vantar fyrir nýrri höll í reykjavík...... og ekki bulla. kv d

doddý, 11.5.2009 kl. 19:24

19 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er nú meira þvælu- og rangfærslubloggið. Stappað hér saman staf við staf.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.5.2009 kl. 18:55

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rúnar veit ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu. Ef ég ætti fyrirtæki þar sem einn stjórnandin segði að hann væri ekki sáttur við hvaða leið væri farin og lýsti því yfir opinberlega að þetta væri slæmt fyrir fyrirtækð og það mundi gera ástandið verra. Þá mundi ég rukka hann um aðrar leiðir en ef hann hefði þær ekki þá mundi ég ekki treysta honum til að reka fyrirtækið þannig að það gengi vel.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.5.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband