Leita í fréttum mbl.is

Tryggvi! Hvað eigum við þá að gera til loka þessum 20 milljarða halla?

Finnst að það sé ódýrt gaspur hjá stjórnarandstöðu að reikna þetta út í hækkun á neysluvísitölu og beinar hækkanir neysluvísitölu og þar með hækkun lána fólks.  Þeir vita jafn vel og allir að verðbólga fer minnkandi, þannig að það gæti komið upp sú staða að þrátt fyrir þessar hækkun skatta þá gæti neysluvísitala lækkað eða staðið í stað. Það hafa allir talað um að það þurfi að skera niður og auka tekjur til að mæta þessum 170 milljarða halla sem við okkur blasir.

Svo ég spyr hvar á að ná í peninga upp í þessa 20 milljarða sem þarf. Ég er ríkisstarfsmaður og vinn með fötluðum. Ég veit að í þeim geira sem ég vinn í hefur í gegn um tíðina verið stöðugt að spara og sá sparnaður oft erfiður. Nú er verið að fara í gang hjá okkur enn ein sparnaðartörnin. Og við hræðumst mjög að hún gæti leitt til þess að öryggi þeirra sem við veitum þjónustu verði minnkað sem og starfsmanna. 

Held að fólki væri holt að gera sér grein fyrir að við þurfum að loka gati upp á 170 milljarða nú á næstu árum. Öll þjónusta við fatlaða í Reykjavík kostar kannski um 3070 milljónir. Þannig að hallinn sem ríkið þarf að eyða á næstu 3 árum nemur sem svarar kostnaði við þjónustu við fatlaða í Reykjavík í 60 ár. Eða þá að við getum sagt að hallinn svari til allra útgjalda til málefna fatlaðra á Íslandi í 17 ár. Eins er hægt að segja að hallinn sé 50 milljörðum meir enn öll útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi í 1 ár. Og nærri öllum útgjöldum okkar til menntamála í 2 ár.

Svo hvernig ætlar stjórnarandstaðan að loka þessu gati. Og ekki byrja með að þessu verði bara reddað með því að koma bönkunum í gang og atvinnulífið skaffi þessar tekjur. Því að við vitum að þetta mundi ekki gerast svona einn, tveir og þrír. Kannski nokkur misseri sem mundu líða þar til einhverjar tekjur að ráði kæmu inn. Svo stjórnarandstaða segið okkur hvar eigi að spara, hvar eigi að ná í tekjur ef ekki með svona sköttum.?

Og ekki getum við vellt þessu fjárlagahalla á erlenda kröfuhafa? Þó mér detti í hug að einhverjir haldi það!


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allavegana ekki á heimilin í landinu.  Var ekki skjaldborg lofað um þau.

svikarar 

jonas (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu Jónss hverjir eiga þá að ná niður hallanum? Allir Íslendingar eiga heimili og hverjir eiga þá að taka þennan halla á sig?

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry þetta átti að sjálfsögðu að vera Jónas en ekki Jónss

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2009 kl. 00:07

4 identicon

Góður pistill og svo hjartanlega sammála þér.  Auðvitað vill enginn hækka skatta eða skera niður þjónustu.  En þegar ekki er til peningur fyrir hlutunum þá verður að gera eitthvað og það eru bara tvær leiðir, auka tekjur eða lækka kostnað.  Hvorugt dugar eitt og sér þ.a. leita verður leiða til að gera bæði.  Því eins og þú bendir réttilega á þá erum við ekkert að tala um neina vasapeninga hérna heldur alvöru (geigvænlegar) upphæðir.

Það verður að ætlast til þess að þeir sem á móti því sem verið að gera komi með raunhæfar tillögur um aðrar leiðir.  En verum ekki að blekkja okkur sjálf.  Því eins og þú bendir réttilega á, þá eru það náttúrulega við (heimilin í landinu) sem þurfum að borga brúsann.  Ríkið er við, enginn annar. 

ASE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:19

5 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Hefði ekki verið heiðarlegra og skilvirkara að taka bara þessa 8 milljarða beint af heimilunum, þau missa hvort eð er þessa 8 milljarða. Betra að þeir fari í ríkissjóðinn heldur en til fjármagnaeigenda sem fitna á bitanum. Ríkið fær skitna 2,7 milljarða.

Í raun væri ennþá betra að taka bara beint með einskiptis skattlagningu á skuldug heimili 10,7 milljarða (8+2,7). Þá ertu búinn að loka gatinu til helmings. Munar engu fyrir heimilin.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 29.5.2009 kl. 01:07

6 identicon

vonandi verða minni skammtar af kokkteilum í veislum og móttökum hjá þessu nýja útrásarvíkingum sem sestir eru í stólana á alþingi-eða er það ekki stærsta málið að komast í evrópuútrás.hvílíkir hrokagikkir og draumóramenn....af hverju ekki frekar að leita ráða til að hjálpa heimilinum í landinu,heldur að henda sköttum framan í þjóð sem stefnir í gjaldþrot?

zappa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:08

7 identicon

Þorsteinn hefur lög að mæla. Lausnin er niðurskurður fremur en auknar álögur. Sorrí strákar en það þarf bara að hakka niður helling af mennta, heilbrigðis og félagsmála kerfum og einnig  ýmsan rekstur svosem utanríkisþjónustu og allt sem kostar eitthvað. Það mun enginn árangur nást með svona bulli eins og þessum nýjustu vísitöluhækkunaraðgerðum, heldur þvert á móti mun allt þjóðfélagið sogast niður og vandamálin   

m a r g f a l d a s t .

Voff (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 03:05

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Voff!

Þú gleymir því að við það að skera niður t.d. á sviði félagsmálaráðuneytis þá skapast ný vandamál í staðinn. Þannig má nefna:

  • Barnaverndar mál þar sem að börn gætu lent í vanrækslu, vannæringu og almennt slæmum málum vegna fátæktar
  • Fólk með fatlanir eru algjörlega háð því að fá nauðsynlega aðstoð
  • Aldraðir gætu lent í algjörum hörmungum
  • Tjónið vegna þessa gæti verið óbærilegt fyrir þjóðina.

Finnar eru enn að ná sér eftir það sem þeir lentu í einmitt vegna þessa.

Það má spara víðar. T.d. í Utanríkisráðuneytinu. Ég er alveg sammála því en

Utanríkisráðuneytið í heild er hefur ekki nema 11.856,7 milljónir á þessu ári þannig að það er ekki af miklu að taka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2009 kl. 08:35

9 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Barnavernd á Íslandi er brandari svo það hálfa væri nóg svo það má alveg skera niður hjá þeim til að gefa þeim gott tilefni til að fara að hagræða hjá sér fyrirkomulaginu og hýfa sig uppfyrir brandarann .. auknir fjármunir þar er ekki lausnin heldur þarf að taka allt kerfið í gegn.

 Hvað Félagslega kerfið varðar þá er það brandari líka og það er einsog gatasigti hvað varðar peninga,  endalaust verið að ausa peningum í fíkla til að styrkja þá í að vera edrú bara til að sjá þá aftur og aftur og aftur detta í það og gera að engu þá fjármuni sem var ausið í þá og kremið ofaná kökuna er að peningum er ausið aftur í sömu helvítis fíklana aftur.

Jóhannes H. Laxdal, 29.5.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband