Leita í fréttum mbl.is

Saklausi almenningurinn sem hafði ekkert með hrunið að gera!

Var að glugga í gögn héðan og þaðan. M.a. skýrsla sem ég fann hjá Seðlabankanum. Þar er farið yfir þróun heildar skulda heimila frá janúar 2004 til apríl 2007. Og viti menn á þessu tímabili 3 árum rúmum þá hækkuðu skuldir heimila um tæpan helming. Fóru frá því að vera um 700 milljaðrar upp í tæpa 1300 milljarða. Svo segja allir að það hafi bara verið bankarnir. Fólk skildi athuga að bankarnir hafa væntanlega tekið um 700 milljarða að láni til að lána áfram til heimilana. Reynið svo að segja að þið hafið ekki tekið þátt. Lánastafsemi byggist á framboði og eftirspurn og eftirspurnin var svo mikil að lán heimilana jukust um helming á 3 árum.

heildalan heimila04ti07

mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er miklu þægilegra að vera fórnarlamb. Þjóðin harðneitar að horfa í eigin barm.

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Bankastjórinn sat og beið eftir kúnna, bara einhverjum til að lána. Þegar svo skúringakonan kom til að þrífa grátbað hann hana um að taka hjá sér lán. Man ekki hvort Spaugstofan eða Skaupið var með þetta atriði.

Það skildu allir djókið. Banki að reyna að fá þig til að taka lán.

Bankar geta stýrt framboði af lánsfé. Stóraukið framboð orsakaði hækkandi fasteignaverði og bólan byrjaði að stækka. Að "taka þátt" með því að kaupa flatskjá eða skreppa í sólina getur aldrei gert neinn jafn sekan og þann sem stýrir atburðarrásinni.

Haraldur Hansson, 30.5.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er ekki lánað nema að fólk sækist eftir því. Ég var líka að hugsa um það að fólk mátti vita að það kæmi verðbólga 2008. Það var kynnt þegar lög um Kárahnjúka voru samþykkt 2002 að 2008 mundi koma verðbólgu skot! Það má því segja að hluti af hækkun verðtryggingar hefur verið ljós frá því að Kárahnúkavirkjun var ákveðin.

Finnst það ódýrt Haraldur að fólk þurfi ekki að hugsa áður en það fjárfestir eða tekur lán. Heldur að treysta einkafyrirtækjum sem spá að lánin breystist svona og svona.  Fólk á náttúrulega ekki að taka lán bara af því þau bjóðast. Ef þú skoðar þróun lána heimila þá var hún nær lárétt í áratugi þ.e. að skuldir jukust lítið milli ára. En svo af því að það komu einkafyrirtæki á lánmarkað þá sleppti fólk sér bara. Meira að segja að þeir sem vildu ekki taka lán á húsin sín voru álitin skrýtin. Því allir áttu að skuldsetja sig og "Láta peningana vinna fyrir sig" Og auðvita var ekkert vit í að vera með verðtryggð lán því að þú gast grætt svo mikið á því að krónan styrktist og lánin hurfu nærri því. Þetta vara bara almenningur að gera í umvörpum. Ef að íbúðarverð hækkaði þá var aukið á veðlánin eins og hægt var. Það var álitið tapaður peningur ef að lítið veð var á húsinu. Maður horfði á fólk fleygja öllu út úr tiltölulega nýjum húsum og setja inn allt nýtt. Maður sá hjólhýsi, fellihýsi við annað hvort hús. 2 til 4 bíla á hverja fjölskyldu, sumarbústaði og hús á Spáni. Fyrirtæki sem seldu þessar vörur blómstruðu . Og allt var þetta á lánum. Og svo segir fólk "nei við gerðum ekkert" og "þetta er allt Jóni Ásgeiri að kenna"

Ég bara kaupi þetta ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég er hvorki að reyna að hvítþvo neinn né svartmála. Bara að benda á að sök manna er misþung. Sök þeirra sem stjórnuðu framboðinu er klárlega langmest. Svo spilar fleira að sjálfsögðu inní; pólitík, greiningardeildir og hugsanlega slök fjölmiðlun.

Það er ekki tilviljun að í kjölfar einkavæðingarinnar fóru útlán að aukast og tóku svo kipp þegar þeim var hleypt inn á íbúðalánamarkaðinn.

Hvaðan spratt annars hugmyndin "allir áttu að skuldsetja sig"? Venjulegt fólk í þúsundatali tók þátt í veislunni, án þess að átta sig á að þetta var of gott til að vera satt. Þrýstingur frá samfélaginu var líka til staðar.

Þó menn beri alltaf sjálfir ábyrgð á eigin lántökum eru þeir sem "tóku þátt" með því að taka kostaboðum bankanna ekki sekir gerendur, í þeim skilningi. Bankar hafa gegnum tíðina byggt tilveru sína á trausti en nú vitum við að þeir reyndust þess ekki verðir. Þú þekkir líka örugglega þessi dæmi þar sem hringt var í aldraða sparifjáreigendur og reynt að fá þá til að kaupa í sjóðum. Það segir sorglega sögu um framferði bankanna.

Haraldur Hansson, 30.5.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fólk var markvisst blekkt til lántöku og hvatt til að hafa lánin í erlendri mynt. Þjónustufulltrúar í bönkum fengu skipanir um að hafa samband við sitt fólk og "selja" því þessar hugmyndir. Ungt fólk sem kom í bankana að kaupa sitt fyrsta húsnæði var hvatt til ofurskuldsetningar, ekkert mátti vera útundan, fullbúin íbúð, nýr bíll, fellihýsi og allt á lánum sem bankinn taldi unga fólkinu trú um að væri ekkert mál að ráða við. Eldra fólki sem átti orðið talsverðan hlut í sínu var hvatt til að selja, fá sér stærra meðan allt væri í blússandi uppgangi og nýja húsnæðið myndi hækka umtalsvert. Fá sér nýjan bíl og endurnýja allt í húsinu, það væri nægt veðrými og svo bla bla.

Ráðandi stjórnmálaflokkar tóku svo undir söngin og dásömuðu útrásina sem vara myndi að eilífu. Þeir sem segðu annað væri sérviskupúkar og ættu að endurmennta sig. Var það von að almenningur tryði sínu fólki?

Kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 30.5.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: DanTh

Átti lánamarkaðurinn að vera spilavíti með lántakendur?  Haldið þið að nokkur hefði tekið bankalán ef fólk hefði vitað að markmiðið væri að spila með lífsafkomu fólks og helst að gera það að öreygum þegar yfir lyki?   

Þessi umræða er álíka gáfuleg og að segja að maður sem varð fyrir voðaskoti hefði ekki átt að standa þar sem hann stóð, hann geti sjálfum sér um kennt að hafa fengið skotið í sig.

Það er talið að yfir 90% lána hafi verið í skilum þegar bankahrunið varð.  Það voru því ekki látakendurnir né vanskil sem orsökuðu hrunið hér á landi heldur glæfraskapur og foráttuheimska eigenda bankanna.

Magnús, að nokkur skuli voga sér að draga lántöku heimilanna inn í þessa umræðu eins og þú gerir hér.  Sýnir einfaldlega lítinn skilning á þeirri svikastarfsemi sem fram fór innan fjármálakerfisins.   

Þér að segja, þá tjónuðu bankarnir allt samfélagið með því t.d. að eigendur þeirra stunduðu glæpsamlega útlánastefnu, þeir rændu einnig banka sína innanfrá eins og þeir væru þeirra eigin sparibaukur.  Er allt fjármagn bankanna var uppurið, þá hrundu bankarnir og tóku samfélagið allt með sér í fallinu.  Er þetta okkur að kenna sem urðum fyrir barðinu á þessum svikahröppum?  Nei ég er ekki sammála ykkur í þeim efnum. 

Ef þið finnið hjá ykkur sök í þessu hruni, þá eigið það með sjálfum ykkur en gerið ekki aðra samábyrga í þeim efnum.  

DanTh, 30.5.2009 kl. 18:04

7 identicon

Allt frá síðustu aldamótum hafa birst reglulegar viðvaranir varðandi síversnandi skuldastöðu íslenskra heimila.  Allt frá síðustu aldamótum!

Á Íslandi þótti ungu fólki fullkomlega eðlilegt - og sjálfsagt - að taka sín fyrstu skref í lífinu í voldugra húsnæði og með dýrari bifreið en foreldrarnir, sem þó höfðu yfirleitt stritað einhverja áratugi fyrir sínum eignum.

Það var einfaldlega engin hugsun í þessu - og að líkja þessu við voðaskot er í besta falli verulega ósmekklegt.

Sjálfsagt er að skammast í stjórnvöldum og kaupsýslumönnum, en því meira sem ég les af svívirðingum sem kastað er í allar áttar - því meira sakna ég heiðarlegrar umfjöllunar um þjóðina sem árum saman var vöruð við stórvarasamri skuldasöfnun.

Auðvitað tók ekki öll þjóðin þátt í brjálæðinu, það þarf ekki einu sinni að geta þess.

En brjálæðið var þarna engu að síður og nóg af þátttakendum - og ekki skorti viðvaranir.

Það eru ekki bara banka- og stjórnmálamenn sem þurfa að horfa í eigin barm.

Tek ofan fyrir Magnúsi.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband