Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur! Vaxandi hreyfing hér á landi sem vill bara alls ekki standa saman!

Mér er svo gjörsamlega nóg boðið! Ég hélt að Íslenska þjóðin væri einmitt sú sem hún er vegna þess að hér hefur fólk þjappað sér saman þegar að á reynir!

Maður getur nefnt t.d. náttúruhamfarir, Þjóðarsátt og hin ýmsu áföll sem við höfum orðið fyrir. Á slíkum stundum hefur þjóðin þjappað sér saman um að styðja stjórnvöld í að leita að leiðum til að koma okkur út úr þessu. Við höfum treyst mönnum og vitað menn hafa leitað lausna sem gagnaðist okkur best. En nú eru í raun 3 stjórnir búnar að vera hér við völd frá því í hruninu en samt er hér ákveðinn hópur sem heldur því stöðugt fram að hér séu stjórnvöld ekkert að hugsa um fólkið í landinu heldur bruggi fólki launráð.

Þessi sami hópur er á því að það sé bara stjórninni að kenna að hér sé kreppa. Fólk sér ekki að hér er í gangi alheimskreppa sem við sökum óvandaðra vinnubragða lentum algjörlega á kafi í.

Svo er fólk á því að hér sé kjörið tækifæri á að afskrifa lán á línuna og bara láta erlenda kröfuhafa borga. Eins og það sé bara ekkert mál. Enginn hefur hugsað út í af hverju engin vestræn þjóð hefur gert það áður. Benda á Argentínu sem gerði þetta 2001 en gleyma því að Argentína er sökum fátætar nærri sjálfbjarga. Og framleiða flest sem þau þurfa þannig að þegar þeir neituðu að borga þá snert það almenning þar lítið. Og eins þá gerðu þeir þetta þegar lánamarkaður var á uppleið og í raun að springa af peningum sem þurfti að koma í verð.

Svo er bara að neita að borga IceSave. Og fara með þetta dómstólaleiðina. Jafn vel þó að skýrslur sýni að t.d. í Bretlandi :

Hins vegar veitir ensk löggjöf stjórnvöldum mikið svigrúm og væri mjög erfitt að fá ákvörðun breskra yfirvalda hnekkt fyrir breskum dómstól. Gildir þá einu hvort íslenska ríkið, eða aðrir sem hagsmuna eiga að gæta, höfða slíkt mál.

(úr skýrslu Lovells LLP, Sem leitað var til vegna hugsanlegrar málhöfðunar vegna kyrrsetningar eigna Landsbankans)

Þetta gerir sér ekki grein fyrir því að það að neita að borga getur skaða viðskiptahagmuni okkar til lengri tíma. Nú þegar eru kröfuhafar erlendis búnir að tapa allt að 10.000 milljörðum og jafnvel meira á lánum til Íslands. Ef svo að við neitum að borga okkar hluta Icesave ábyrgða þá verðum við fræg fyrir að vera þjóð sem borgar ekki skuldir sínar til frambúðar.

Og svo til að bæta á þetta þá eru uppi kröfur um að afskrifa skuldir hér um 20%

Hingað til þegar þjóðin hefur lenti í hörmungum hefur þjóðin einbeitt sér að því að koma þvi fólki sem orðið hefur fyrir mesta tjóninu til hjálpar. Og tryggt að allir hafi þak yfir höfuðið og eitthvað að borða. Við höfum safnað fyrir þeim sem þurftu rauverulega hjálp.

En nú er þetta orðið þannig að fólk segir: Hrunið er ekki mér að kenna" , ´"Ég tók há lán í góðri trú" "Ég ætla ekki að borga skuldir óreiðumanna". "Fólki er alveg sama þó flatur niðurskurður á alla kosti ríkið kannski 900 milljarða því að Sigmundur Davíð og Tryggvin Þór segja að það sé hægt að láta það lenda á erlendum kröfuhöfum. Ég spyr hefur Tryggvin hingað til sem t.d. yfirmaður hagfræðistofnunar haft rétt fyrir sér. Eða Sigmundur Davíð sem hefur varla starfað sem hagfræðingur og einbeitt sér að borgarskipulagi. En fólk vill sökum hrunsins að allir fái hjálp bæði þeir sem þurfa og þeir sem gætu auðveldlega komist í gegnum þetta án aðstoðar.

 En ég bendi fólki á að við berum öll ábyrgð á því að halda Íslandi gangandi til framtíðar. Og ef við eigum engin skipti við útlönd og ef engin vill leggja neitt á sig þá verður Íslandi ekki bjargað.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvold; Magnús Helgi !

Þig skal ekki undra; Gullbringusýslumaður góður, að samstaðan sé rofin, líkast til; endanlega.

Ætli; þar beri ekki meginábyrgðina, frjálshyggjuflokkarnir 3 / B - D og S listar, Magnús Helgi.

Og; heldur vex þykkja mín, til þeirra hvítflibba- og blúndukerlinga, hver Alþingi sitja, í dag - hvað þá; samþykki meirihluti þeirra, undirgefnina, við þá Breta og Hollendinga.

Og; síðast í gær, síðdegis;; flaug af landi brott, ein systurdóttur dóttir mín, suður í ríki Eydana (Danmerkur), ásamt sinni 5 manna fjölskyldu.

Verði ekki; grundvallarbreyting, á stjórnarháttum hér - og liðsmenn okkar þjóðernissinna taki hér völd, mun þröng mikil, fyrir durum verða, Magnús Helgi.

Svo virðist í stefna; að óbreyttu. 

Með; hinum sæmilegustu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús ef þér finnst samstöðuleysið vera lítið núna, skulum við skoða dæmið þegar líða fer á haustið. Það á eftir að versna umtalsvert! Það á eftir að segja upp talsverðum fjölda opinberra starfsmanna. Það á eftir að hækka skatta og álögur. Það á eftir að skerða bætur. Atvinnuleysi á eftir að öllum líkindum að ná hæðum sem Ísland hefur aldrei þekkt áður, og þá getum við verið vissir um að þessi ríkisstjórn verður orðin ein sú óvinsælasta sem hér hefur ríkt. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu svona vont fólk, eða vilji ekki gera sig besta. Vandinn er bara svo stór. Í svona ástandi myndast óánægja og þá er mjög auðvelt að búa til æsing, eins og fram kom í búsáhaldabyltingunni. Sérstaklega þegar stjórnvöld bregðast með að gefa upplýsingar.

Þetta er ástæðan fyrir því að margir vildu fá þjóðstjórn, strax í haust, en þá var ekki hlustað. Aftur í vor komu hugmyndir um þjóðstjórn, og síðan eftir kosningar. Við þurftum á samstöðu að halda, en í svona ástandi sé ég ekki hvernig hún næst nema með því að kalla alla að borðinu.

 Fyrningaleiðin hjá Sigmundi Davíð , sem síðar fékk stuðning m.a. hjá Tryggva Herbertssyni og Lilju Mósesdóttur hefur ekki fengið þá skoðun sem eðlilegt er. Þessi leið fékk síðar stuðning frá Umboðsmanni neytanda og ég hef ekki orðið var við að þar færi neinn kjáni. Samstaða krefst þess að við séum tilbúin að skoða launsir með virðingu, en ekki afskrifa þær með hroka.

Sigurður Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður ég hef trú á talsmanni neytenda. Hann reyndar talar um gerðadóm sem ákveði niðurfellingar eftir þvi hvenær lánin voru tekin og fleira. En því miður Sigurður þá hef ég ekki trú á því að svona flatur niðurskurður sé mögulegur án þess að á ríkið falli enn meiri kostnaður. Og ég er næsta viss um að það væri sama hvaða stjórn væri hér við völd að niðurstaðan yrði sú sama.  Engin flokkur talaði um svona niðurfærslur nema Borgarahreyfingin og Framsókn. Sjálfstæðismenn fóru að tala um einhverja lagfæringu á höfðustól.

Ég leyfi mér að efast um að þjóðstjórn ráði eitthvað frekar við þetta. Minni á að þessir aðilar eru ekki sammála í dag á þingi og held það yrði eins. Nú eru hinsvegar allir aðilar að borðinu ef við hugsum Verkalýðshreyfingu, fulltrúa atvinnlífsins og Stjórnvöld sem nokkurn vegin þá sem þarf til að mynda Samstöðusamning.

Óskar Helgi hvernig mundu þið þjóðernissinnar bjarga málum???? Með því að segja okkru úr EES og hætta samningum og samstarfi við önnur lönd? Minni þig á að það eru önnur lönd, AGS og fleiri sem halda okkur sennilega á floti næstu misseri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2009 kl. 22:39

4 identicon

Icesave skuldbindingarnar eru einfaldlega ekki raunverulegar, það er engin lagaskylda til sem þvingar íslenska ríkið að staanda við þær. Auðvitað á Ísland að borga skuldir sem sannarlega eiga rétt á sér, en Icesave skuldirnar gera það ekki. Það er huggulegt að tilheyra "samfélagi þjóðanna" en ef það kostar örbigð fyrir Íslendinga næsta áratuginn þá getur þetta "samfélag þjóðanna" hoppað upp í rassgatið á sér.

Bjarki (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sjálfstæðismenn eiga að borga þetta,þetta er allt þeim að kenna.Glæframenn í fjármálum.

Árni Björn Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 22:49

6 identicon

Sælir; á ný !

Magnús Helgi !

Já; fortakslaust, yrði uppsögn EES skandalans, ásamt Schengen fylgiskjals, meðal fyrstu verka.

Síðan; yrðu tekin upp aukin samskipti, við ríki Norður- Mið- og Suður Ameríku, ásamt Rússlandi - Japan og Kína, auk Indlands og Eyjaálfu.

Gnægð tækifæaranna bíða; handan við hornið - þá Íslendingar átta sig á, að við þurfum ekkert, að vera komnir upp á náð gömlu nýlenduveldanna, suður í Evrópu - hver; eru hvort eð er, á hverfanda hveli, hvar óbilgirni þeirra, við Rússland, í ýmsum efnum, til dæmis, á eftir að koma þeim illilega í koll, Magnús Helgi.

AGS; er pappírstígur gamalkunnur - sem kúgunartól heimsvalda sinnanna vestrænu, sem kunnugt er. Því; skyldi koma erindrekum þeirra, hið fyrsta, héðan frá Fróni, Kópavogsbúi góður. 

Með ágætum kveðjum; á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:50

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ágætur og öfgalaus pistill hjá þér Magnús.  Næstu mánuðina og árin eru þetta einmitt tvö lykilatriði þess sem við þurfum að tileinka okkar; samstaða og æðruleysi (öfgaleysi).  Það mun koma okkur út úr þessum öldudal.

Hvað ICESAVE varðar er gríðarlega mikilvægt að koma öllum upplýsingum og forsendum upp á borðið.  Þjóðin þarf að fá að vita hvað lá til grundvallar þeim ákvörðunum sem voru teknar.  Það er gríðarlega mikilvægt til að skapa traust, bæði á samningnum og þeim sem hann gerðu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.6.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: AK-72

Ég verð nú að segja að mér finnst þessi pistill bera vott um ákveðið skilningsleysi á aðstæðum og hroka í garð þeirra sem eru að missa allt sitt og má jafnvel lesa á milli línanna að það geti bara haldið kjafti og borgað fyrir alla óráðsíuna frá bankamönnum og auðmönnum sem fjármögnuðu nær því alla stjórnmálaflokkana. Ég vona því að Samfylkingargleraugun séu bara að blinda þig þarna því þessi fyrirlitning í garð fólks sem er í sárum vandræðum og telur úrræði ríkistjórnarinnar gagnist lítt, minnir mann alltof mikið og er nánast samhljóða áróðri Sjálfstæðisflokksins í haust um að"þetta fólk geti bara sjálfu sér um kennt." Þetta fólk keyrði ekki landið í kaf, þetta fólk tók lán í góðri trú og var sannfært um að þetta væri allt í lagi. Þetta fólk vissi ekki að það yrði atvinnulasut og þetta fólk vissi ekki að bankarnir myndu hrynja.

Gott og vel, ég ætla að snúa mér að því sem mér finnst líka skilningsleysi hjá þer. Þú lætur eins og að þetta sé bara normal ástand og fólk geti komið sér saman bara sísvona um sátt og samlyndi líkt og um náttúruhamfarir væri að ræða.

Gleymdu því, það næst ekki nema með róttækum aðgerðum af hálfu stjórnvalda því þjóðin hefur verið svívirt, svikin og er með risastórt opið sár sem er hrækt í reglulega með IceSalave, að heimilin geit sjálfum sér um kennt o.sv.frv.Sundrungin og siðrofið er svo gífurlegt, reiðin svo mikil og vantraustið svo gríðarlegt að ef ríkistjórnin byrjar ekki að hlusta á fólk að einhverju leyti, þá er ég hræddur um að það verði hreinlega blóðbað með haustinu.

Fólki finnst nefnilega ekkert vera að gerast, það er lítið að slá á það, hvort sem það eru aðgerðir, auðmýkt, gagnsæi eða nokkuð annað til að byggja upp traust á nýjan leik. Það hjálapr heldur ekkert til við hlutina að eigur auðmannana hafa ekkert verið frystar né bankamannana. Sama liðið vinnur í bönkunum og ætlar sér að fjármagna afskriftir auðmannana sem eiga eignir út um allt og eru enn að, með því að ganga að heimilum landsins. Þetta er bara hreinilega olía á eldinn og IceSlave er ekki til að hjálpa að slökkva hann, heldur kyndir undir hann. Ballið er því miður bara rétt að byrja því höggið er ekki komið, það verður næsta ár sem er skelflingin ein.

Og hvernig ætlarðu að ná þessari sundrungu í sameinaða heild? Hvernig ætlarðu að sannfæra fólk sem finnst því hafa verið nauðgað um að það sé í lagi að treysta aftur? Hvernig ætlarðu að láta samfélagið ná saman á ný? Þú getur það ekki í gegnum verkalýðsfélögin, þú getur það ekki í gegnum SA og þú getur það ekki í gegnum þing sem ber lítilð traust.

Hvað er þá í stöðunni? Ég sé einu lausnirnar þær að hlusta á fólk og reyna að grípa til aðgerða á borð við þessar:

  • Einhverskonar afskriftir(niðurfellingu/leiðréttingu á skuldum heimilanna. Það þýðir ekkert að segja við fólk að það eigi að vera skuldaþrælar um aldur og ævi vegna útrásarvíkinga né að það eigi að vera sett sem einhverskonar þrælar á eigin heimili, niðurlægt með vökulum augum tilsjónarmanns. Þetta mun kosta en það mun kosta einnig að keyra heimilin í þrot og hafa allt í uppnámi hér.
  • Frysta eignir auðmanna og bankamanna. Sýna fólki að þeir fái ekki lengur aðgang að bönkunum, þeir séu úti um aldur og ævi. Gera samkomluag við Breta um að þeir verði eltir uppi eins og um hryðjuverkamenn séu að ræða.
  • Hreinsa til í bönkunum og reka þá sem bera ábyrgð á IceSave, þeim sem gengu hart fram í að koma landinu í þrot og þeim sem eru hvað verstir í því að hundsa tilmæli stjórnvalda og eru aðgangsharðir gagnvart heimilum landsins.
  • Banna starfsemi Intrum og annara slíkra fyrirtækja. Breyta lögum um vanskilaskrá þannig að ekki sé hægt að halda lifandi um aldur og ævi. Bankarnir eru nefnielga að notfæra sér ástandið og sögur segja að fólk sem fer í greiðslufrystingu, greiðsluaðlögun og greiðslujöfnun sé sett á vanskilaskrá jafnvel þó það sé í skilum.
  • Stjórnlagaþing
  • Hreint og tært gagnsæi. Setja allt upp á borð því á meðan fólki er haldið í óvissu þá er verra að sannfæra það um að sameinast.
  • SA og Viðskiptaráð þarf svo að hreinsa í burtu alla óreiðumennina sem hafa áhrif þar og starfa í toppstöðum. Annars verður aldrei nein sátt við atvinnulífið.
Örugglega má týna eitthvað fleira til en stjórnvöld, þurfa að horfast í augun við það, að þau eru ekki að sannfæra fólk né fá það til að fá trú. Mundu, þetta eru ekki náttúruhamfarir, nokkuð sem Íslenidngar myndu allir bíta á jaxlinn með, heldur varð hér algjört kerfishrun og algjört siðrof. Það þarf að bæta og það vinnst ekki með því að láta fólki finnast sem það eitt eigi að bera skaðann, það eitt eigi að þjást fyrir óréttlætið og að almenningi einum sé sagt að hann geti bara sjálfum sér um kennt.

AK-72, 8.6.2009 kl. 00:52

9 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Agnar Kristján Þorsteinsson ! Þú ert; sjálfsagður leiðtogi endurreisnar hreyfingar íslenzkrar.

Magnús Helgi; sem aðrir, nær og fjær, verða að lesa þessa skörulegu orðræðu AK-72, skrumlausa og hnitmiðaða, og hyggja að þeirri gnótt raunverulegs sannleika, hvern Agnar setur fram, svo stórkostlega, að mætti í öllum dagblöðum - sem héraðsfrétta blöðum landsins birtast.

Heyr; fyrir þér Agnar Kristján !

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 01:04

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr AK-72 ég er honum sammála. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2009 kl. 02:11

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Magnús, þjóðstjórn vinnur þanneigin að menn sitja við borðið og finna lausnir saman eins og stjórn, en í núverandi stjórnkerfi, sem nota bene er handónýtt, er það þanneigin að það sem kemur frá "hinum" er vont.

Annars er engu að bæta við það sem að ofan er komið, nema að það er vont þegar fólk eins og Árni Björn ganga um með slíkar ranghugmyndir og Sigurður Viktot veit ekki að það er allt uppi á borði, borðið finnst bara ekki, en honum þykir nóg að fá að vita hvað lá að baki samninganna við viljum fá að vita hvað liggur að baki þeirra áður en þeir verða samþykktir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.6.2009 kl. 11:55

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Högni eins og á að gera á Alþingi. Sé það nú ekki ganga!

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2009 kl. 12:11

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þjóðin sínir samstöðu þrátt fyrir að leiðtogar okkar reyni að rjúfa hana og sína frekar samstöðu með erlendu auðvaldi en eigin fólki. Það er þeirra val sem þeir verða að taka afleiðingunum af. Verði þessi samningur samþykktur á þingi verður friðurinn úti á Íslandi og þá geta kröfuhafar verið nokkuð vissir um að fá ekki neitt. Leiðtogar okkar eru því að selja þjóð sína í álög án þess að erlendir herrar þeirra fái neitt fyrir snúð sinn þegar uppi er staðið.

Það væri betra fyrir alla ef stjórnin mannaði sig upp og segði erlendu kröfuhöfum okkar heiðarlega frá stöðu okkar og getuleysi okkar til að greiða þessar skuldir útrásarvíkinganna.

Héðinn Björnsson, 8.6.2009 kl. 13:01

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

P.S. Er ekki mótsögn í því að það sé vaxandi hreyfing sem ekki vilji sína samstöðu. Hún væri varla hreyfing ef hún væri ekki að sýna samstöðu. Hið rétta er að segja að vaxandi hreyfing neitar að fórna samstöðu sinni fyrir samstöðu með þeim yfirvöldum sem ekkert vilja með okkur hafa.

Héðinn Björnsson, 8.6.2009 kl. 13:10

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég held að það sé hægt Magnús, þetta er fullorðið fólk þarna allt sem þarf að gera er að ýta ESB umræðunni aftar í forgangsröðinni og ræða það mál næsta vetur og einhenta sér í vandamálin.

Hættum svo að kjósa flokka í svona fámenni kjósum fólk, eða öllu heldur sendum fólk á þing þ.e. allir í framboði nema annað sé tekið Fram.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.6.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband