Leita í fréttum mbl.is

Hvernig samning vill fólk þá í staðinn?

Ég er bara ekki að skilja þessa umræðu í dag.

Indefence hópurinn er búinn að breyta málflutningi sínum frá  því að ekki eigi að semja og fara með málið fyrir dóm. Nú er það að: "auðvita stöndum við við skuldbindingar okkar" en bara ekki þennan samning. Nú spyr maður hvað vilja þeir sjá í staðinn? Þeir nefna vexti. Hvað vexti vilja þeir? Ef að málið er að lækka vexti - hvað á að lækka þá mikið? Um 0,5% er þeir þá sáttir?  Er það ekki lækkun um kannski nokkra milljarða? Hverju þarf að breyta? Eða eru þeir aðeins að vinna með Sigmundi Davíð vini sínum að reyna að koma höggi á stjórnina? Og eins væri gaman að vita hvaða sérfræðingar það eru sem eru að reikna þetta út fyrir þá sem eru svona miklu klárari en sérfræðingar sem unnu með samninganefndinni um icesave sem hefur nú verið upplýst að voru bæði innilendir og erlendir. Sem og virt ensk lögfræðistofa.

Nú og nú er fólk að heimta að forsetinn skrif ekki undir samninginn. Og hvað heldur að fólk að taki við ef við synjum að veita ríkisábyrgð? Þá væri spurning hvort að samninganefnd okkar hefði nokkuð umboð til að semja um nokkuð þar sem búið er að synja ríkisábyrgð. Þeir sem semja við okkur geta þá ekki treyst því að þeir sem skrifi undir nýja samning fyrir okkur hafi nokkuð umboð og líkur á því að næsti samningur yrði líka feldur.

Síðan skil ég ekki hvað verið er að tala um að báðir aðilar eigi að bera ábyrgð á þessu. En eru Hollendingar og Bretar beinir að taka ábyrgð á öllum lánunum og eru að rukka okkur um okkar hluta á þessu sem þeir eru þegar búnir að borga út. Og eins þá tóku þeir væntanlega lán til að borga innistæðueigendum. Þeir væntanlega tóku styttir lán sem bera lægri vexti en við erum að fá lán hjá þeim til 15 ára sem er eðlilegt að beri hærri vexti.


mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hippastelpa

Mér finnst þessi umræða að mestu snúast um reiði og ósátt. Fólk getur ekki horfst í augu við stöðuna án þess að verða reitt, brjálað (ég er ein af þeim). Ég tel að handtökur, frystingar á eigum, sannfæring um að menn verði sóttir til saka og fé náð til baka myndi laga mikið ástandið hér. Þ.e. reiðina. Við höfum ekki trú á því að það verði neitt réttlæti og því getur fólk ekki horft raunsæum augum á stöðuna. Það sér bara að það sé verið að klína þessu öllu á almenning og enginn að sæta ábyrgð.

Hinsvegar tel ég að það sé ekki verið að gefa ríkisstjórninni tækifæri né tíma til þess að sanna sig. Það er tveir mánuðir liðnir frá kosningum, ætlaðist einhver tll þess að þau myndu taka til á tveim mánuðum?

Ég hef sjálf látið það útúr mér ýmsa miður gáfulega hluti í sambandi við allt þetta mál og mér finnst verið að níðast á okkur með þessum samningi. Hinsvegar get ég alveg trúað því að við séum í þannig stöðu að við eigum engra kosta völ ef við ætlum að eiga séns á að rísa upp úr þessu volæði.

En sátt þjóðrinnar verður ekki til nema menn verði látnir sæta ábyrð. Okkur líður öllum eins og fórnarlömbum i dag og á meðan svo er mun tortryggni og vantraust ráða ríkjum í öllum málum, og auðvelt að stýra umræðinni í allskonar misgáfulegar áttir.

Hippastelpa, 30.6.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband