Leita í fréttum mbl.is

Finnst nú þetta merkilegra

Held að menn sem hafa verið að vitna íDr. M. Elvira Mendéz Pinedo um það að hún telji að við þurfum ekki að borga þetta en skv. því sem hún sagði í dag þá eru ekki þeirra skoðunar en hún segir:

 

Þegar slíkur ágreiningur sé til staðar eins og núna um ríkisábyrgð, þá sé ekki nóg að horfa aðeins á tilskipunina heldur verði að horfa á málið í víðu samhengi.

Elvira sagðist sammála um leysa þurfi deiluna og að það þurfi að borga lágmarkið. Sagðist Elvira hafa áhyggjur af því að það yrði ekki til innri markaður ef þessi deila leysist ekki milli Íslendinga, Holllendinga og Breta því þá komi allir til með að hata ESB.

 

Og svo kemur hér tilvitun í fréttina þar sem segir af ummælum Peter Dyrberg, forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar HR og ráðgjafi Ice-save samninganefndarinna. Vek athygli manna sem hafa verið að deila á að samninganefndin hafi ekki notið aðstoðar sérfræðinga

 

Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.

Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.

Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést

 


mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ætli lögfræðikostnaður íslensku samninganefndarinnar sé? Það er ekki skrýtið þó á okkur halli í samningnum, ef bretar lemja á félaga Svavari með tveggja milljarða lögfræðingum!

Offi (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Hef heyrt töluna 20 milljónir sem lögfræðikostnað íslensku samninganefndarinnar. Þessir tveir milljarðar eru aðeins kostnaður vegna Breta. Þurfum líka að borga fyrir Hollendinga, sem er líklegast annað eins.

Sigurður E. Vilhelmsson, 23.7.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Offi ef þú skoðar t.d. hvað lögfræðingar og aðrir hafa fengið fyrir veru í skilanefndum bankana þá er þetta ekki há upphæð.

Var kosnaður við skilanefndirnar ekki um 250 milljónir frá október til áramóta.

Samninganefndin hefur verð með erlendar lögfræðiskrifstofur í vinnu meira og minna allan tíman. Eins er þetta með Breta. Og þessi upphæð er því fljót að koma til.

Bendi þér t.d. á þennan lista þar eru álit og skýrslur upp á tugi eða hundruð milljóna

Lögfræðiálit

14. Innanhússlögfræðiálit unnin fyrir utanríkisráðuneytið af Schjödt lögmannsstofunni í Brussel um skuldbindingar íslenska ríkisins á grundvelli tilskipunar um innstæðutryggingar og álitaefni um mismunun frá byrjun október 2008

15. Lögfræðiálit Logos í Bretlandi á réttarstöðu íslenska ríkisins dags. 20. október 2008, varðandi ábyrgð íslenska ríkisins á innlánum í Icesave

16. Lögfræðiálit Lovells varðandi tilskipun um innstæðutryggingar, endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á tilskipuninni og álitaefnum um mismunun í október 2008

17. Minnisblað þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins vegna ákvörðunar um bindandi gerðardómsmeðferð varðandi ábyrgð íslenska ríkisins vegna innlánsreikninga, dags. 4. nóvember 2008

18. Minnisblað þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins vegna hugmyndar um öflun lögfræðilegs álits varðandi lagalegar skuldbindingar íslenska ríkisins vegna innlánsreikninga í íslenskum bönkum erlendis o.fl., dags. 6. nóvember 2008

19. Lögfræðiálit Stefáns Geirs Þórissonar hrl. dags. 8. nóvember 2008, varðandi ábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi

20. Minnisblað frá ríkislögmanni til forsætisráðuneytisins um höfuðun hugsanlegs dómsmáls í Englandi í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar breskra stjórnvalda, dags. 22. desember 2008
a. Memo um hugsanlega málsókn gegn Bretlandi vegna frystingar fjármuna Landsbankans 28. nóvember 2008
b. Memo um hugsanlega málsókn gegn Bretlandi fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna frystingar fjármuna Landsbankans 1. desember 2008
c. Álitsgerð Michaels Wood 24. desember 2008

21. Memorandum íslenskra stjórnvalda til ESB í desember 2008– overview of legislative framework in respect of restructuring of the Icelandic banking system

22. Minnisblað LOGOS lögmannsþjónustu til forsætisráðuneytisins um mögulega skaðabótaábyrgð stofnana EB, dags. 11. febrúar 2009

23. Minnisblað Jakobs R. Möller, hrl., til utanríkisráðuneytisins vegna samninganefndar Íslands í deilu við Stóra-Bretland og Holland um svokalla Icesave reikninga, dags. 23. júní 2009

24. Lögfræðiálit bresku lögmannsstofunnar Ashurst dags. 25. júní 2009 varðandi TIF og Review of UK & Dutch Loan Agreements

Efst á síðu

Skýrslur

25. Skýrsla Kaarlo Jännäri – Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland, past, present and future, dags. 30. mars 2009

26. Comments from Iceland on the proposals concerning financial supervision made in the Larosiére report published on 25 February and in the Commission Communication of 4 March 2009, dated 8 April 2009

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður þessi tala þín er ekki rétt. Það getur ekki staðist. Hér hafa verið í vinnu fyrir saminganefndina lögfræðistofur sem mög dýrar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 17:04

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og það hefur engin séð þetta minnisblað þannig að ég hefði nú haldið að þarf væri um heildarkosnað við þetta mál að ræða. Því ég reikna með að Breta hafi svo góðum lögfræðingum á að skipa í ráðuneytum að þeir þurfi ekki að ráða marga utan að komandi.

Annars var búið að tala um þetta fyrir nokkurm mánuðum og þetta er vegna útlagðs kostnaðar við endurgreiðslu breta vegan útborgunar á icesave innistæðum sbr.

Þessi kafli um forsendur er nokkuð ítarlegri í lánssamningum við Bretland en samningarnir tveir eru efnislega mjög samhljóða.

"Í forsendunum segir að það hafi orðið að samkomulagi milli aðila að íslenski sjóðurinn endurgreiði breska sjóðnum útgjöld hans vegna greiðslna til handa innstæðueigendum Landsbankans í Bretlandi. Einnig mun íslenski sjóðurinn endurgreiða að hluta útlagðan kostnað sem breski sjóðurinn hefur þurft að bera vegna vinnu í tengslum við greiðslur til handa innstæðueigendum."

Held að Ragnar Hall sé að rugla þessu saman.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband