Leita í fréttum mbl.is

Bara svona að velta fyrir mér!

Ef maður les fjölmiðla og net nú um stundir gæti manni skilist að hér á landi væri einskonar Sovét. Það eru allir að bíða eftir því að ríkið komi með lausnir á öllum vandamálum ! Nú kemur fram í þessari frétt að 70% af fyrirtækjum séu með erlend lán og allir séu að missa móðinn! Nú spyr ég svona í framhjáhlaupi: Eru fyrirtæki í verslun og þjónustu kannski of mörg? Minni á allar þær gríðarlegu byggingar sem hafa sprottið upp hér um allt höfuðborgarsvæðið síðustu ár. Það hafa margir vellt því fyrir sér hvað öll þessi fyrirtæki eru að gera. Hvað hafa þau að gera við alla þessa milljónir fermetra sem fara undir skrifstofur og verslun þegar við erum bara um 300 þúsund. Og hversvegna eru þau að eyða milljónum og milljörðum í rándýrt húsnæði sem er miklu stærra en þau þurfa og taka svo allt að láni?

Hvernig væri nú að fyrirtæki og fólk reyndi nú líka að bjarga sér sjálf. Það þarf jú að styrkja gegnið það vita allir en hér liggja ekki peningar á lausu til að gera það og eins þá er holt fyrir þessa menn að muna að ríkið er ekki eitthvað fyrirtæki sem einhverjir aðrir eiga. Við erum ríkið og allar tekjur þess eru frá okkur komin bæði beint og óbeint. Fyrirtækin flest byggja á tekjum frá okkur fólkinu, við borgum vörunar og þjónustuna þannig að allir skattar eru frá okkur komnir.

Og menn ættu að vita að vegna brjálæðislegra fjárfestinga fyrirtækja sem fengu óábyrg lán frá bönkum.


mbl.is Uppgjöf meðal atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Á dauða mínum átti ég fyrr von á en að við værum sammála.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 12:10

2 identicon

Hvernig Getur Andrés fullyrt að bankarnir séu að vinna á faglegan hátt þegar þeir vilja ekki einu sinni gefa upp hvaða reglur þeir notast við þegar þeir afskrifa skuldir fyrirtækja. Ég hef haft samband við 2 banka, Landsbankanna og Glitni, og í hvorugu tilfellinu eru þessar reglur opinberar.

Ragnar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:13

3 identicon

Það er ekkert annað eftir en að óska þessum fyrirtækjum til hamingju með heimskuna. Að taka lán í erlendum gjaldmiðli og vera svo standandi hissa þegar gengið fellur er ekkert annað en heimska og/eða sjúkleg græðgi. Það er eðilegt að þessi fyrirtæki skipti um eigendur. Ef ríkið á að koma að þessu - í gegnum bankana - þá á almenningur að eignast eignarhlut í þessum fyrirækjum sem nemur því sem annars hefði verið fellt niður.

Ragnar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband