Leita í fréttum mbl.is

Nú væri kannski gott að eiga eitthvað af orkunni sem við erum búin að binda í álverum

Ég geri ráðfyrir að orka verði sífellt verðmætari og að það komi að því að hægt væri að flytja rafmagn á hagkvæman hátt eftir sæstrengjum. Því væri nú gott að eiga þessa orku sem við erum búinn að binda í álverunm. Sú orka gæti nýst sem vermæt söluvara til landa sem sífellt þurfa meiri orku en hafa takmarkaðar orkuöflunarleiðir.

Held að eitt álver noti orku ávið venjulega stórborg.

Frétt af mbl.is

  Bresku kjarnorkuverum lokað í dag
Erlent | AP | 31.12.2006 | 13:02
Á myndinni sést kjarnorkuverið í Kent. Byrjað var í dag að slökkva á ofnum kjarnorkuveranna í Dungeness í Kent og Sizewell í Suffolk en þetta eru tvö elstu kjarnorkuver á Bretlandseyjum. Verin hafa verið í notkun í 40 ár en ríkisfyrirtækið, sem rekur þau, segir að nú verði slökkt á kjarnaofnunum í samræmi við áætlun um að leggja niður öll núverandi kjarnorkuver landsins nema eitt á næstu 16 árum.


mbl.is Bresku kjarnorkuverum lokað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara smá athugasemd,, kynntu þér málin betur áður en þú birtir hugrenninga þína... þessir hér að ofan eru mjög auðhrekjanlegir en það væri samt gaman ef það væri satt

ehud (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 15:47

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ehud það var fyrir nokkrum árum kannað af fullri alvöru hvort að við ættum möguleika á að selja rafmagn í gegnum sæstreng. Það voru til leiðir til þess en ekki talið svara kosnaði þá. Reykjvík og höfuðborgarsvæðið notar aðeins um 30 til 50 megawött en Kárahnjúkavirkjun framleiðir um 700 megawött. Því sé ekkert sem mælir á móti þvi að ef að þróun verður í raforkuflutningi þá væri það fýsilegt að selja orku erlendis nú þegar olíubyrgðir eru að klárast og kol eru ekki umhverfisvæn nema hugsanlega í framtíðinni með miklum kosnaði. Ég sé ekki hvað væri slæmt við að selja orku erlendis eins og að selja hana í álver. Því að hráefnið er flutt hingað af álverum og héðan aftur án þess að það sé nýtt nokkuð af okkur. Því erum við aðeins að selja þeim orku og nokkurhundruð sem fá vinnu við álver. Hvað er þá að því ef þetta væri hægt að selja umhverfisvæna orku til útlanda beint í stað þess að nota hana til að umbreyta súráli hér í annað form af áli og senda það aftur út. Hægt að fá meira fyrir rafmagnið ef við seljum það í annað en nokkrar stóriðjur

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2006 kl. 17:02

3 identicon

ég vill tölur verð , stofnkostnað , öryggi eru til kaupendur, hvað kostar orkan á samkeppnismarkaði. Eru samlegðaráhrifin sem álver skapar inni í útreikningunum.....rökstuðningur í þessu málið verður að vera með tölum      humor me

ehud (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ehud ég hef náttúrulega ekki möguleika á að reikna það út.  Og ekki víst að þetta borgi sig strax. En ef við erum búin að binda alla orkur til næstu 50 ára í Álver þá eigum við ekkert umfram til að nota í slíkt. Það er vitað að álver greiða alveg ótrúlega lágt verð miðað við hvað orka kostar annarstaðar. Það er rætt um að leyndin á raforkuverði til þeirra sé þessvegna. Því það er Landsvirkjun sem fer fram á leyndina. Annarstaðar er verðið upp á borðunum svo að menn geti keppst um að kaupa hana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2007 kl. 14:38

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ehud sem dæmi fann ég þetta hjá Landsvirkjun:

Athugun á lagningu sæstrengs

Miðvikudagur 9. október 2002

Nýlega var undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og norsku fyrirtækjanna Statoil og Statnett um gerð hagkvæmniathugunar á lagningu rafstrengs milli Íslands og Noregs sem lokið skal á um hálfu ári.

Samningur þessi felur ekki í sér neinar skuldbindingar af hálfu Landsvirkjunar um að ráðast í gerð virkjana og sæstrengs með þessum aðilum.

Um er að ræða frumkvæði Norðmanna sem hafa áhuga á að kaupa endurnýjanlega raforku frá Íslandi. Nokkur fundahöld hafa átt sér stað hér á landi og í Noregi vegna þessa máls.

Samstarfssamningurinn felur í sér að fyrirtækin þrjú kanni þann möguleika að framleiða rafmagn með endurnýjanlegri orku á Íslandi til útflutnings um sæstreng til Noregs, orkuvinnslusvæði í Norðursjó eða Bretlands. Könnunin mun skoða markaðsmöguleika græns rafmagns, framleiðslu og flutningskostnað og skýra hvað þarf að gera til að orðið geti af verkefninu.

Statoil hefur birt upplýsingar um þetta mál á heimasíðu sinni og í norskum fjölmiðlum með villandi hætti. Meðal annars hefur upplýsingafulltrúi Statoil greint frá því í fréttum RÚV að í skoðun sé bygging einnar 600 MW jarðgufuvirkjunar hér. Svo er ekki. Hið rétta er að verið er að kanna möguleika á að útvega endurnýjanlega orku.

Verkaskipting við hagkvæmnikönninuna er að Statoil kannar hagkvæmni, Statnett flutning orkunnar en Landsvirkjun aflar upplýsinga um nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi.
Landsvirkjun lítur á þetta verkefni sem tækifæri til þess að fylgjast með þróun í tækni og markaðsmálum rafmagns í Evrópu.

Líta þarf á þetta sem mögulegt framtíðarverkefni sem gæti orðið að veruleika eftir tíu ár eða jafnvel síðar. Landsvirkjun hefur áður kannað möguleika á sæstreng og þá komist að þeirri niðurstöðu að flytja mætti að hámarki um 600 megavött milli landa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband