Leita í fréttum mbl.is

Bíddu út á hvað gengur þessi kirkja!

Ég kynnti mér ekki þetta mál Gunnars þarna á Selfossi og ætla því ekki að fjalla um það beint. En það sem ég er að velta fyrir mér er hlutverk og staða presta. Er það virkilega svo að prestar álíta að þeir eigi stöður sínar vísar. Og það sé óháð vilja safnaðarins. Hélt að Prestar væru skilgreindir sem menn og konur sem hefðu fengið köllun til að þjóna Guði. Og það væri síðan söfnuðir sem veldu sér úr þeirra hóp menn til að leiða safnaðar starfið. Og í framhaldi af því þá væri sjálf hætt fyrir prest sem söfnuðurinn gæti sameinast um.

En eins og þetta og fleiri mál þá virðist þetta snúast um stöðu þeirra sem opinberir starfsmenn og þeirra hagur vera æðri vilja annarra á staðnum. Nú er kosin eða valin safnaðarstjórn sem hlýtur að að endurspegla vilja safnaðarins. Og ef hún heldur að söfnuðinn geti ekki sameinaðast um viðkomandi prest þá hefði maður haldið að það væri þeirra að ákveða það. Ekki prestsins, ekki biskups og ekki ráðherra.

Sem minnir mig á að það á að vera búið fyrir löngu að aðskilja ríki og kirkju. Og að hver söfnuður ætti í raun að reka sína kirkju og borga fyrir með safnaðargjöldum.

Þetta minnir mig aftur á að ég hef ætlaða að segja mig úr þjóðkirkjunni en gleymi því alltaf nema þegar ég les svona.


mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

SÆLL MAGNÚS

KIRKJAN ER BARA FÉ ÞÚFA BISKUPS OG HANS UNDIRTYLLUR ÞAÐ ER KIRKJAN Í DAG

Jón Sveinsson, 16.10.2009 kl. 23:04

2 identicon

Prentaðu bara út þetta eyðublað og fylltu í: http://www.thjodskra.is/media/eydublod/trufelag.pdf

Það má faxa þetta til þjóðskrár, senda með sniglapósti eða afhenda á skrifstofunni.

KTHX (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk KTHX hélt að maður þyrfti að mæta þarna en þetta er náttúrulega ekkert mál og ég ætla að drífa í þessu

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst sem fyrrverandi starfsmanni hjá Þjóðkirkjunni (kirkjuvörður) að verið sé að senda þau skilaboð að starfsfólk kirkjunnar sé að vissu marki hafið yfir gagnrýni og að siðferðisstuðull þess sé annar en hins almenna þegns.

Þetta er að mínu mati, hörmuleg og kolröng skilaboð. Fólk sem vinnur með börnum og unglingum á ekki undir neinum kringum stæðum að njóta vafans þegar svona mál koma upp. Vafinn á að vera á hinn veginn.

Nú mun Þjóðkirkjan trúlega fá aukna úrsagnir,

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband