Leita í fréttum mbl.is

Hvernig skýra menn þetta?

Bíddu skv. bloggurum eru hér fleiri tugir þúsunda manna gjörsamlega ekki að ráða við lánin sín og á leið í gjaldþrot og Stöð 2 og Lóa Pind kynda undir þetta. Og allt er það ríkisstjórninni að kenna. En viti menn:

 

"Samkvæmt nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika er greitt með eðlilegum hætti af 85-90% allra fasgteignalána " 

Fólk hefur keppst við að tala hér um að ekkert sé að gerast og ríkisstjórnin ekki að standa sig! Hér séu tugþúsund fjölskyldna séu komnar í gjaldþrot og hér verði skriður af gjaldþrotum á næstu mánuðum. Reyndar byrjuðu menn á þessu sl. vor. Þá áttu þetta að skella hér á með haustinnu.

Þetta sýnir bara hysteriuna hér á landi. Það hefur verið svo að ríkisstjórnin hefur verið að koma með fullt af lausnum á skömmum tíma og nú hyllir undir varanlegri lausnir.

Hér voru menn líka síðasta vetur að spá 15 til 20% atvinnuleysi á þessu ári en hver er svo reyndin það er um 7,5% atvinnuleysi. Held að fólk ætti nú kannski að fara að sýna stjórnvöldum meiri samstarfsvilja til að flýta því að við komumst á fæturna aftur. Og sér í lagi þeir sem kreppan hefur hitt verst fyrir.


mbl.is Greitt með eðlilegum hætti af meginþorra íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús Helgi, skýrðu út fyrir mér hvernig fær maður 85-90 þegar maður dregur 5 + 7 + 9 frá 100?  Ég fæ 79, en þú?  20% allra heimila er um 16.000 og bak við þau geta verið allt að 32.000 lántakendur.  Þannig að þetta stendst allt.  Bara reikna.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2009 kl. 17:09

2 identicon

Ekki veit ég nú hvaða "fullt af lausnum" þetta eru sem þú nefnir að ríkisstjórnin hafi komið með?  Ég tel t.d. ESB umsókn ekki neina lausn! En skýringin sem þú aulýsir eftir kemur a.m.k. að hluta til fram í skrifum Marinó sem skrifar hér athugasemd á undan þér.  

assa (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef 85-90% er greitt með eðlilegum hætti þýðir það að svo er ekki með 10-15%. Svo sýnist mér að lán í frystingu og greiðslujöfnun séu talin með lánum sem eru í lagi.

Athugaðu líka að hér er verið að tala um lán í krónum. Neðar í fréttinni er talað um gengistryggð lán, sem 9% heimila eru með og um fimmtungur þeirra er í vanskilum.

Ef allt er saman tekið, hvað eru þá margir þegar komnir í vanda? Hversu margir stefna í vanda? Óþarfi að tala um "fleiri tugi þúsunda" sem er ekki nákvæmt í neinum skilningi. Væri fróðlegt að fá bara réttar tölur.

Haraldur Hansson, 26.10.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svo gleymdi ég einu, Magnús.  Þetta eru fasteignalán í krónum.  Sambærilegar tölur fyrir gengistryggð lán eru 20% í greiðslujöfnun, 15% í frystingu og 20% vanskilum, þar af eru 10% í alvarlegum vanskilum.  Hér kemur í ljós að af 55% lána er ekki greitt af með eðlilegum hætti.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2009 kl. 17:19

5 identicon

Þess má einnig geta að hátt í 40 þús. einstaklingar hafa verið að taka út allt að 1 m.kr. út úr séreignasparnaðinum sínum til að standa í skilum.

Það segir sig sjálft að fjárhagsörðugleikar þeirra eiga bara eftir að versna.

Karl (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 19:14

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

<span class=""><span class="">blank</span>_<span class="">page</span></span>

En ágætu athugasemdar menn. Frysting, greiðslujöfnun og annað sem fólk hefur nýtt sér eru aðgerðir samt sem áður. Þetta hefur valdið því að fólk hefur ekki lent í vanskilum og nú koma ný úrræði. Veit að gengistryggðu lánin eru algert ógeð sem þarf að gera meira við. Enda eru bankar nú hver um annan þveran að finna lausnir á því. M.a. afskriftir og breyting í lán í íslenskum krónum. Og þarf væntanlega að gera betur þó ég hafi heyrt í Guðmundi Ólafssyni um daginn segja að lægri gengistryggð lán verði aftur hagstæðari eftir 6 ár en verðtryggð lán miðað við 5% verðbólgu. Því að fólk sem getur greitt af gengistryggðu láni sínu er sífellt að greiða inn á höfuðstólinn

Það sem ég er að benda á að árið 2006 voru um 16 þúsund í vanskilum þ.e. á vanskilaskrá og í dag eru það 19 þúsund.  Því er það að fólk hefur getað með einhverju ráðum greitt af eða samið um einhver úrræði. En skv. umræðunni sl. vor sá maður fyrir sér 20% atvinnuleysi, fullt af gjaldþrotum og fólk í hópum á götunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband