Leita í fréttum mbl.is

Þetta leit svakalega út en þegar ég skoðaði þetta var þetta ekki eins slæmt.

Fékk nú hland fyrir hjartað þegar ég heyrði þetta fyrst. En þegar að útskýringar á þessu urðu skýrari þá lagast þetta töluvert. Þannig er ekki tekið 47% af öllum launum þegar þau ná 500 þúsundum. Það er byrjað að taka 36 af þeim hluta launana sem eru undir 250 þúsund, síðan er tekð 41% af þeim hluta launana sem eru á milli 250 og 500 þúsund. Það er síðan bara sá hluti launana sem ná yfir 500 þúsund sem mundu fá 47%. Og miðað við að meðallaun eru milli 300 og 400 þúsund í heildarlaun þá er þetta 47% tekið af launum sem eru vel yfir meðallag. Hjá mér verða nú ekki mörg þúsund af heildarlaunum sem bera 47% skatt. En eitthvað þó stundum.

Sá þessa töflu á netinu sem skýrir þetta aðeins út. Þarna sést afgangur eftir skatt. Eftir sköttum eins og eru í dag og eins hvað verður útborgað eftir þessa nýju skatta. Þar sést að þeir sem eru með undir 300 þúsund fá meira útborgað eftir þessa breytingu. Og það er ekki fyrr en eftir 550 þúsund í heildarlaun sem útborguð laun minnka um meira en 10 þúsund.

Heildarlaun Útborgað (Núverandi) Útborgað (Nýja fyrirkomulag)

150

136.5

138

200

168

170

250

199.5

202

300

231

 231.5

350

262.5 

261

400

294

 290.5

450

325.5

320

500

357

 349.5

550

 388.5 

376

 

 

 

800

538

508.5

1000

648

 614.5


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta sýnir því miður að Ísland 2007 er bara áfram hjá hinu opinbera. Það verður ekki tekið hér á neinu. Spillingin og þykku lögin af ónýtum stjórnendum og sjálftökufólkið verður bara áfram í kerfinu. Allar vinkonur Ingibjargar, allir vinir Árna Páls, allir vinir Davíðs ( nema einn ), allir vinir Steingríms etc. Hinsvegar á að hækka skatta svo hægt sé að fjármagna bullið áfram.

Einar Guðjónsson, 9.11.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki að ná þessu hjá þér Einar. Þú kannski veist ekki að félags og trygginamálaráðuneytið er með 1/3 af öllum útgjöldum ríkisins. Og þar hefur nú lítið verið bruðlað. Samt hefur þar verið stíft aðhald síðustu ár. Þannig hefur starfsstöðin sem ég vinn á skorið niður starfsfólk um 15% síðan 2004. Starfsmaður sem hefur störf hjá mér um 20 ára hefur 170 þúsund byrjunarlaun. Einstaklingar sem ég veiti þjónustu hafa um 150 þúsund í örorkubætur.

Félags og trygginarráðuneytið + Heilbrigðisráðuneytið er með yfir helming af öllum útgjöldum ríkisins. Og með menntamálum þá eru komin um 70% af öllum útgjöldum ríkisins. Vilt þú skera niður á þessu sviðum umfram það sem verði er að gera? Á að reka fólk úr skólum, neita fólki um heilbrigðisþjónustu, skera meira niður hjá öryrkjum eða skerða þjónustu þeirra? Held stundum að fólk skoði ekki heildarmyndina. Þessi meinta þennsla hjá ríkinu er nú að stórum hluta vegna þess að laun ríkisins voru svo lág að það fékkst ekki fólk til að vinna. Nú hafa þau aðeins verið leiðrétt en grunlaun þeirra lægstu ná varla upp fyrir atvinnuleysisbætur. En samt var á undanförum árum bætt í lægstu launin og það mælis hátt í auknum kostnaði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég get ekki betur séð en að Einar hitti þarna naglann á höfuðið. Heldur þú, Magnús að tryggingamálaráðuneytið sé eitthvað heilagt fyrirbæri? Vafalaust gera menn margt gott þar á bæ en hissa yrði ég ef þar eru ekki, eins og annars staðar, þykk lög af "ónýtum stjórnendum og sjálftökufólki".

Búist var við miklu af þessari ríkisstjórn. Auðvitað varð ljóst að eitthvað yrði að hækka skatta á almenning. Að sama skapi var ljóst að taka þurfti fram niðurskurðarsveðju og taka til í ríkisrekstrinum svo um munaði. Enga sveðju hef ég séð, bara lítinn vasahníf, sem Steingrímur er ekki einu sinni búinn að opna. 

Hörður Þórðarson, 10.11.2009 kl. 04:12

4 Smámynd: Einar Karl

Sæll Magnús.

Þetta er ein af örfáum málefnanlegum bloggfærslum við þessa frétt. Taflan þín hjálpar heilmikið a ðskýra þessar hugmyndir. En hún sýnir líka að þessar hugmyndir skila ekkert svakalega miklu, sá sem er með milljón í laun borgar bara um 9.5% hærri skatta samkvæmt töflunni, 385 þús í stað 352 þús.

ÞEtta er því eins og þú segir langt í frá einhver geigvænleg skattahækkun, en hún skilar langt ´ifrá tugmilljörðum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu átti að hækka tekjuskatt á einstaklinga úr ca. 107 í 143 milljarða ef ég man rétt, eða um ca. 34%.

Sjá meira á patentlausn.blogspot.com

Einar Karl, 10.11.2009 kl. 08:48

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hörður! Hvað áttu við með sjálftökufólki í félags-og tryggiarmálaráðuneytinu. Stærsti hluti útgjalda þar eru málefni ellilífeyrisþega, öryrkja, atvinnulausra og fleiri þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. Í þessu ráðuneyti. Veit það af reynslu að í þessu ráðuneyti er ekki mikil yfirbygging og þeir sem þar vinna hafa nóg að gera. Samt sem áður er stefnt að því að skera þar niður um 5 til 7%. Enda hefur þú heyrt í samtökum öryrkja og Ellilífeyrisþega. Þau eru ekki glöð.

Ég starfa á einni starfstöð sem tilheyrir Félagsmálaráðuneytinu og ég veit að meira að segja á uppgangstímum hefur verið mikið aðhald í þessu ráðuneyti. Ég persónulega hef eins og ég hef sagt hér að ofan þurft að skera niður um 15% af starfsmannafjölda hjá mér á síðustu árum.

Eins get ég fullyrt að það eru ekki margir í undir þessu ráðuneyti sem eru með mikið yfir 500 þúsund í laun. Gæti trúað að það væru undir 10% af öllum starfmönnum þess ráðuneytis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 09:33

6 identicon

Magnús,

Takk fyrir góða samantekt á þessu máli.  Þetta sýnir að fyrirsagnir um þessa frétt er ekkert annað en æsifréttamennska og léleg blaðamennska á háu stigi.  Þeir með lægstu launin fá meira, þeir sem eru með hæstu launin greiða meira.  Er eitthvað ósanngjarnt við það?

Þá má vera að þetta skili ekki miklu nýjum pening í ríkisskassann, en ríkið þarf samt á öllu að halda ef við ætlum að forða þjóðargjaldþroti og koma þjóðinni upp úr okkar skuldasúpu.  Málið er mjög einfalt.

Birgir Gislason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:05

7 identicon

Sæll Magnús

Hvaðan kemur þessi tafla, ertu viss um að þetta sé rétt?

Ég held allavega að þetta virki ekki svona á norðurlöndunum.

Axel (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:37

8 Smámynd: Velvakandi

Magnús:

Skv. þessu munu hjón, sem bæði hafa 300 þús. kr í mánaðarlaun, eða 600 þús. kr. samtals, lækka í sköttum.

En hjón þar sem annað er atvinnulaust en hitt hefur 400 þús. kr. í mánaðarlaun, þ.e. 400 þús. kr. samtals, þau munu núna bera hærri skatta en fyrr.

Einmitt svona er núverandi 45% skattþrep útfært.  Er þetta sanngjarnt?

Velvakandi, 10.11.2009 kl. 10:47

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skv þessu Velvakandi mundu hjón þar sem annar aðilinn er með laun upp á 400 þúvsund hækka um 3.500 krónur það er rétt. En hjón þar sem bæði eru vinnandi með 200 þúsund á mánuði lækka í sköttum. Og eins þá kemur á móti að þessi viðkomandi hjón þar sem annar vinnu og hinn ef með 400 þúsund fá líka hærri vaxtabætur og aðra jaðarskatta. Það er ekki hægt að mæta þessu örðuvísi meða staðgreiðslusköttum. Enda ekki hægt að gera upp á milli fólks eftir því hvort það kýs eða getur unnið utan heimilis. Þannig sé ég nú að hjón þar sem annað getur unnið á heimilinu spar sér umtalsvert t.d. vegna dagvistunagjalda, gjalda fyrir dægradvöl í skóla og fleira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 11:10

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Axel ég er ekki búinn að reikna þetta sjálfur en þetta kemur heim og saman við það það sem var kynnt í gær. Þe.

  • Skattur er reiknaður fyrst á laun upp að 250 þúsundum og hann er 36%
  • Síðan er reiknað á þann hluta launa sem eru 250 til 500 þúsund og þau bera 41%
  • Loks er reiknaður skattur á þann hluta launa sem eru yfir 500 þúsund.

Ég fann þessa töflu einhverstaðar í gær man ekki hvar!

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 11:13

11 identicon

 Laun   Skatt%   SkatturÚtborgaðar tekjur  Hækkun
Núverandi250.00037,2%89280202.925 
Væntanlegt250.00041,1%98640193.5659360

Þetta er rangar forsendur sem þú gefur þér, skattbyrði eykst við 250.000 enda hækkar skattprósentan.   

Stefania (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:28

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég las þetta þannig að af launum undir 250 er tekin 36% skattur. Þegar þau fara yfir 250 þúsund eru tekin 41,1 af þeim hluta launana sem fara yfir 250 þúsund. Enda væri annað rugl því þá fengi sá sem er með 249 þúsund meira útborgað en sá sem er með 260 þúsund.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 11:37

13 identicon

Magnús sá sem hefur 400 þús í tekjur kemur svona út  (tekið tillit til "skattfrjálsra" lífeyrisgreiðsla og persónuafsláttar).  Þetta er hækkun upp á 3,744% bæði hjá þeim sem hefur 250 þús og 400 en 9,504% hjá þeim sem hafa hærri tekjur en 500 þús.

 LaunSkatt%SkatturÚtborgaðar tekjurHækkun
Núverandi400.00037,2%142848299.357 
Væntanlegt400.00041,1%157824284.38114976

Stefanía (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:43

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski skýrara að setja þett upp þannig:

Maður er með 550 þúsund í heildarlaun.

  • Af honum er dregin 36% skattur af tekjum upp að 250 þúsundum
  • Síðan borgar hann 41% af næstu 250 þúsundum
  • Loks eru það 50 þúsund sem bera 47% skatt.

Ef við miðum við þessa hugsun sem Stefnía er að viðra hér. Þá væri mundi allt launakerfi riðlast. Þ.e. ef að 41,1% skattur legðist á öll laun manns ef maður færi upp fyrir 250 þúsund. Og þá mundi það ske að starfsfólk fengi meira útborgað en yfirmenn. Það getur ekki gengið.

Þetta er t.d. svona í dag. Hátekjuskattur leggst bara á þá upphæð launa sem fara yfir 700 þúsund. Ekki alla upphæðina.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 11:43

15 identicon

Alveg rétt hjá þér, það er tekið hlutfallslega hærra, mín mistök (og gleymska)

Nú reikna ég aftur en það er ljóst að hlutfallsleg byrði er mest á lægstu launin - eins og alltaf.

Stefanía (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:47

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Því væri nýi skatturinn af 400. þúsundum  því:

Laun upp að  250.000 36%  skattur af því væri  90.000
resinn upp    150.000 41,1% skattur af því væri 61.650

Samtals   laun 400.00 skattur af þeim     151,650 kr

Svo drægist frá personuafsláttur og lifeyrir

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 11:50

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Stefanína skatturinn lækkar á lægstu laun þanni að þeir sem hafa 300 þúsudn eða minna fá lægri skatt en nú.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 11:51

18 identicon

Sæl.

Skemmtilegt þegar Blogg skapa málefnalegar "umræður".  Það er ekkert að því að borga skatta.  Þrátt fyrir þessar hækkanir erum við að greiða lægri skatta en Skandínavar.  Fyrst það er verið að bera okkur við Skandínavíu löndin þarf að bera saman aðra þætti líka milli þessara landa.

Það sem við erum að fá fyrir skattana okkar er ekki það sama og Skandínavar.  OG það sem meira er um vert að það sem við getum gert fyrir þann pening sem er eftir í launaumslaginu er ALLS EKKI NÁLÆGT því sama og hægt er að fá í Skandínavíu!  Og núna er ég að tala um ástandið eins og það var fyrir hrunið!  Núna er matvöruverð búið að hækka um sennilega yfir 30%.  Afborganir lána búnar að hækka um 15-100% eftir samsetningu lánanna.  Þegar hátekjuskatturinn var afnuminn fyrir 3-4 árum síðan var staðreyndin þessi:  65% launafólks var að greiða þennan skatt enda var viðmiðið 350þús. 

Ég held að allir geri sér grein fyrir því að 500þús teljast vart vera há laun miðað við hvernig allt hefur þróast. Að ég tali ekki um samanburð við Skandínavíu!  Margar stéttir hér á landi eru þannig settar í þessum samanburði í dag að hæstu laun þeirra ná ekki byrjunarlaunum í sömu stéttir í Skandínavíu!

Þegar verið er að bera okkur við löndin í kringum okkur verður að skoða heildarmyndina.  Það er rosalega flott að geta sagt að skattar á Íslandi verði samt lægri en í Skandínavíu og sleppa því að nefna annan samanburð sem hentar ekki ríkisstjórninni!!

Matti (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:12

19 identicon

Þú verður að byrja á að draga lífeyrissjóðsgreiðslur frá útreikningnum í byrjun, það verður eflaust þannig áfram, síðan persónuafslátt en annað skekkir myndina, reiknaði þín 400 þús aftur hér neðst en dró lífeyrisgreiðslur frá í byrjun í hægri dálki, það munar.

 Lægstu laun eru þegar skekkt, þau voru fryst 1.1.2008 en hækkun upp á 3x6.750 sett á lægstu 2-3 flokka en allt annað er óbreytt - skoðaðu td. taxta Eflingar

Lækkun skattsins á lægstu tekjur (240 þús) nemur 1,1%, heilar 2.534,4 kr. á mánuði eða  30.413 kr. á ári. 

Lækkun skattsins á 250 þús tekjur nemur 0,9% 2.260 kr. á mánuði eða 27.120 kr. á ári.

Laun upp að  250.000 36,1% skattur90.25086.640
150.000 41,1% skattur 61.65061.650
Samtals   151.900148.290
Lífeyrisgreiðslur-10.000 
Personuafsláttur-42.205-42.205
 99.695106.085

Stefanía (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:39

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg rétt takk. Flott að sjá þetta svona uppsett.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 12:52

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er svona aðeins minna en mín laun. Þannig að ég þarf að reikna með að spara svona c.a. 1 tank af bensíni á mánuði til að þurfa ekki að breyta neyslunni hjá mér að ráði. Og passa mig að versla ekki í 10-11 og ekki kaupa gos í sjoppum. Þá er ég á svipuðu róli varðandi lífsgæði og ég er í dag ef að þessir skattar verða raunin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 12:59

22 identicon

Fólk ætti ekki að borga neinn skatt upp að vissu marki en eftir það ættu allir sem færu yfir það mark,að borga flatan skatt. Það er einfaldast og líka (því sem margir hér eru að tala um) réttlátast. 

persóna (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:05

23 Smámynd: Maelstrom

Það er alltaf verið að bera skattprósentuna saman við Danmörku og Svíþjóð.  Það er því miður ekki hægt því við erum ekki að fá það sama fyrir peninginn.

Í Danmörku er styrkjakerfið svo útblásið að það hálfa væri nóg.  Menn lifa þar mjög góðu lífi á styrkjum en það er ekki hægt á Íslandi.  Hér verða menn að vinna ef þeir vilja lifa góðu lífi.  Ég vil ekki borga 55% í skatt til að sumir lifi góðu lífi á styrkjum.

Í Danmörku er ekkert tryggingargjald sem atvinnuveitendur borga.  Það er innifalið í sköttum.  Þar minnkar bilið milli Íslands og hinna.  Í Danmörku eru ekki Námslán.  Þar eru námsstyrkir.  Þar  eru komin 3,75% af heildarlaunum sem bætast við á Íslandi (hjá þeim sem skulda námslán).  Samanburður á prósentum verður verri og verri fyrir Ísland þegar menn byrja að skoða hvað er á bak við.

37-47% skattur á Íslandi fyrir þá þjónustu sem veitt er er ALLT OF MIKIÐ.  Og ég vil ekki meiri þjónustu frá hinu opinbera.  Danmörk og Svíþjóð eru komin langt yfir strikið. 

Maelstrom, 10.11.2009 kl. 13:21

24 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Persóna! Það er auðvelt að tala um svona en mjög erfitt í framkvæmd. Því að á ákveðnu millibili yrðu millitekjur þá mikð skattlagaðar og fólk gæti ekki lifað af þeim. Stig vaxandi skattur miðar að því að flestir sem hafa lágar og millitekju borgi ekki það mikið í skatt að þeir geti ekki lifað af því .  Málið er að eftir að fólk hefur náð 500 þúsundum og yfir það þá er auka skattur á þá upphæð sem er yfir ekki að vega svo þungt á lágmarks afkomu þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 13:24

25 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski rétt að minna á að ekkert er ákveðið. Rakst á þetta á www.pressan.is

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ekki hjá því komist að hækka skatta á almenning og fyrirtæki. Mikilvægt sé hins vegar að hækkanirnar komi sem minnst niður á láglauna- og meðaltekjufólki. Ekkert hefur verið ákveðið með þrepaskatt.

Fram kom í fréttum í gær að ríkisstjórnin íhugi að leggja 47 prósenta tekjuskatt á þá sem eru með yfir hálfa milljón króna í mánaðarlaun. Núverandi tekjuskattur er 37,2 prósent. Jóhanna segir þessa hugmynd ásamt fleirum enn á tillögustigi og ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum.

Hins vegar segir Jóhanna að ekki verði vikist undan því að hækka skatta. „Það er náttúrulega alveg ljóst að við þurfum að fara í töluverðar skattahækkanir, það verður ekki hjá því komist og við erum að tala um þar rúmlega 50 milljarða á næsta ári. En við erum auðvitað að reyna að vinna málið þannig að það verði dreift með sem sanngjörnustum hætti bæði á einstaklinga og fyrirtæki,“ segir hún í viðtali í hádegisfréttum RÚV.

Jóhanna segir jafnframt að matarskatti verði ekki breytt og verið sé að skoða hvort hægt sé að hækka persónuafslátt. Hins vegar sé ekki komist hjá því að skattleggja atvinnulífið. Tillögurnar verða kynntar á næstu dögum og vikum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 13:29

26 identicon

Hæ Magnús.

"Því að á ákveðnu millibili yrðu millitekjur þá mikð skattlagaðar og fólk gæti ekki lifað af þeim. Stig vaxandi skattur miðar að því að flestir sem hafa lágar og millitekju borgi ekki það mikið í skatt að þeir geti ekki lifað af því ."

Þetta fólk er að borga skatta í dag og geta lifað af afgangnum,þeir sem þéna meira ættu að borga sömu prósentu.

Það ætti hinsvegar að stoppa bruðl með peningana sem koma inn. Lausnin er ekki fólgin í  auknum sköttum heldur hvað er verið að gera við þá peninga sem koma inn.

Ég er alveg sammála  Maelstrom.

persóna (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:03

27 Smámynd: Velvakandi

Áfram um hjónin sem annars vegar höfðu 300+300=600 þkr. og lækkuðu, og svo hin sem höfðu 400+0 þkr. en hækkuðu í skatti.  Þú segir:

Rétt.  En... þá kemur á móti að þessi viðkomandi hjón þar sem annar vinnu og hinn ef með 400 þúsund fá líka hærri vaxtabætur og aðra jaðarskatta. Það er ekki hægt að mæta þessu örðuvísi meða staðgreiðslusköttum. Enda ekki hægt að gera upp á milli fólks eftir því hvort það kýs eða getur unnið utan heimilis. Þannig sé ég nú að hjón þar sem annað getur unnið á heimilinu spar sér umtalsvert t.d. vegna dagvistunagjalda, gjalda fyrir dægradvöl í skóla og fleira.

Fyrst ber að nefna að ekki eru allir á bótum, græða einhverja ótilgreinda "jaðarskatta" eða eiga ungabörn til þess að spara dagvistunargjöld með.

En auðvitað er hægt að mæta þessu misræmi með því að leggja skattana á sameiginlegan skattstofn, enda telji hjónin fram saman.  En menn hafa ekki valið að minnka mismununina með þessum hætti!

Velvakandi, 10.11.2009 kl. 14:11

28 identicon

Ég er algjörlega sammála persónu. Það á að vera bara ákveðinn persónuafsláttur til að mæta þeim verst stöddu og það er það sem velferðin á að snúast um. Millitekjufólk á ekki að þurfa á aðstoð að halda frá hátekjufólki og því ekki að skattleggja það sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að þegar við tölum um flatann skatt þá erum við að tala um ákveðið hlutfall af launum þannig að maður með 600 þús á mánuði borgar hvort sem er helmingi meira heldur en sá sem er með 300 þús og (reyndar meira í ljósi þess að persónuafslátturinn er hærra hlutfall af lágum launum heldur en háum launum). Það er algjört rugl og óréttlátt að bæta því ofan á að hátekjufólk borgi meira heldur en þetta.

Axel (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:18

29 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 22:04

30 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

OK varðandi flatan skatt fyrir alla þá hljóta menn að sjá að t.d. 40% skattur fyrir mann með 350 þúsund hefur mun meiri áhrif á lífsafkomu manns en 40% á laun yfir 800.000. hver þúsundkall er sá sem er með lægri laun missir færiri hann nær fátækramörkum.

En ég var hrifinn af tillögum sem voru hér fyrir nokkrum árum sem hljóðuðu upp á að allur skattur bæði á fyrirtæki, einkahlutafélög, fjármagstekjur og tekjuskattur yrðu jöfnuð út og yrðu 20%. Þá var einhver búin að reikna út að ríkið fengi meira að segja hærri skatta en eftir gömluleiðinni. Og það auðveldaði líka skattheimtu og fleira.  Minnir að BSRB hafi ætlað að senda öllum geisladisk/eða dvd með kynningu á þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 22:10

31 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Persóna auðvita er einhverstaðar verið að bruðla. EN ég held að menn geri of mikið úr því.  Það eru jú hægt að finna milljónir hér og milljónri þar sem að ég vona að fjárlaganefnd finni en 70% af útgjöldum ríkisins fer í heilbrigðis, félags og menntamál. Og þau verða dýrari því þjóðinni hefur fjölgað fólk lifir lengur. Ég mundi hugsanlega geta fundið í fjárlagafrumvarpi nokkra milljarða en það er ekki mikið meira en það áður en farið verður að skerða þjónustu eða láta fólk borga fyrir hana. Hækkun á útgjöldum hins opinbera er m.e. vegna þess að þar eins og á almennamarkaðnum hækkuðu laun enda var hið opinbera ekki samkeppnisfært. Sé það vel í málaflokki sem ég vinn en það er að aðstoða fatlaða.

Flott að smella sig áfram um fjárlögninn á hjá Datamarket þar má sjá kostnaðinn við hvert ráðuneyti og fletta í gegnum það með því að smella á súlunar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 22:19

32 identicon

Þú ert óþreytandi Magnús að verja gerðir þessarar stjórnar. Alveg sama hvað liðið þar innanborðs lætur sér detta í hug - aldrei svo mikið sem gagnrýnisuml. Svona eiga bændur að vera!Ég ætla rétt að vona að þú hljótir að launum eitthvað gott frá Brussel, jafnvel inngöngu í sæluríkið. En án djóks Magnús, þetta lítur enn svakalega út. Þetta hittir millistéttina verst fyrir en þar má finna t.d. flest allt háskólamenntað ungt fólk. Það fólk er líklegast til að hafa farið verst út úr lánavitleysunni allri og dinglar nú þegar hálfdautt í snöru velferðarstjórnarinnar. Þessar skattahækkanir verða náðarhöggið.

Soffía (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:41

33 identicon

Tökum dæmi þar sem flatur skattur er 40% og persónuaflsátturinn er 40 þús.

Maður með 300 þús í laun borgar 80 þús í skatt og fær 220 þús útborgað.
Hann borgar alls 26,7% af sínum launum í skatt.

Maður með 800 þús í laun borgar 280 þús í skatt og fær 520 þús útbogað
Hann borgar alls 35% af sínum launum í skatt.

Svona virkar flatur skattur með persónuafslætti. Að sjálfsögðu er erfiðara fyrir mann með lág laun að greiða skatt heldur en mann með há laun. Það er alveg ljóst að hærri laun ýta undir aukin lífsgæði og fólk hefur mishá laun og það er líka bara allt í lagi. Það að Jón Jónsson út í bæ hafi 10 milljónir á mánuði angrar mig ekki neitt og ætti ekki að angra neinn svo lengi sem hann greiðir sínar 4 milljónir í skatt (40%). Hinsvegar eigum við að passa upp á okkar verst stöddu og velferðarkerfið á fyrst og fremst að vera fyrir það fólk í neyð, til að allir hafi a.m.k. nóg til að lifa og búi við þau lámarks kjör sem við teljum vera mannsæmandi.

Axel (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:44

34 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Soffía tekjuskatturinn hittir nú millistéttina svo alvarlega að fólk með 600 þúsund á mánuði mundi borga 16 þúsundum meira í skatt. Bendi þér á að meðaltekjur á Íslandi er um eða undir 400 þúsundum og þar er litlar sem engar hækkanir. Kannski 3 til 5 þúsund á mánuði.

Ég spyr í alvöru þegar maður les svona athugasemd. Hverjir eiga þá að borga hærri skatta? Kannski flatt á alla öryrkja með um 150 þúsund. Ef að þeir sem eru með hærri tekjur eiga ekkert að borga hverjir þá?

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2009 kl. 22:49

35 identicon

Nei persónuafslátturinn sér um að hlífa örykrjum með 150 þús á mánuði. Miðað við sömu forsendur og áður þá mundir öryrki með 150 þús á mánuði borga alls 20 þús í skatt sem nemur 13% af laununum og fá 130 þús útborgað. (Má vel vera að persónuaflsáttur mætti vera hærri, ég er ekki að draga neina ályktun um það).

Við erum báðir sammála um það eins og flest vel gert fólk að það á að hjálpa þeim sem hafa minnst milli handanna svo þetta snýst ekkert um það og kemur því öryrkinn með 150 þús á mánuði ekki málinu við. 

Hins vegar finnst mér að millitekjufólk og hátekjufólk eigi að greiða jafna skatta.
Þú hlýtur að sjá það að þegar við erum með flata skatta og persónuaflsátt þá greiðir maður með milljón á mánuði miklu meira heldur en öryrkinn með 150 þús. Myndir þú segja að Jón Jónsson, sá sem ég tók dæmið um í fyrra innleggi mínu með 10 milljónir á mánuði, borgi ekkert í skatta?

Axel (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 00:54

36 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko verðum við ekki fyrst að vera sammála um að það kostar einstakling meira en 120 þúsund kr. bara að lifa af mánuðinn? Svona þegar maður getur reiknað með að leiga hjá þessum einstakling sé 80 þúsund fyrir 2 herbergja íbúð. Held að upp að 300 þúsundum séu tekjur þar sem fólk má ekki við neinni aukningu á sköttum. Eftir það er hægt að horfa í flatann skatt ef fólk svo kýs. Um leið finnst mér að gera eigi kröfu til allra einyrkja sem hafa breyt sér í einkahlutfélög að þeir gefi upp á sig raunveruleg laun og borgi af þeim eðlilega skatta. t.d. að tryggja að þeir séu ekki að láta félagið sitt sjá um innkaup fyrir heimilið sitt. Þarna er um tugþúsundir manna að ræða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.11.2009 kl. 01:40

37 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Aðeins aftur vegna orða Soffíu. Var að lesa þennan pistil inn á www.herdubreid.is og þar segir geinarhöfundur.

Yfir hvaða rauntölum í skattabreytingum skyldi meintur formaður Sjálfstæðisflokksins hafa trompast á þingi í gær?

Miðað við þær forsendur, sem kynntar voru í fréttum RÚV í fyrrakvöld (en eru ekki endanleg ákvörðun), eru þetta staðreyndir málsins:

Einstaklingur með 250 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 2.500 krónum minna í tekjuskatt á mánuði.

Einstaklingur með 400 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 3.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.

Einstaklingur með 550 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 12.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.

Einstaklingur með 800 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 29.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.

Einstaklingur með eina milljón króna í mánaðarlaun myndi greiða 33.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.

Það er eðlilegt að formaður Sjálfstæðisflokksins hneykslist, því skattbyrði eykst mest hjá þeim sem hæstar hafa tekjurnar, en beinlínis minnkar hjá þeim tekjulægstu.

Það er hugmynd sem er Sjálfstæðisflokknum fullkomlega framandi.

Og þarf vitaskuld galið fólk til að láta sér detta slíkt í hug.

Og svo Soffía. Varðandi lánamálin. Þá hefur fólk öll tök á því að lækka greiðslubirgði sína í dag niður í það sem var fyrir hrun. Ég fékk m.a. bréf frá Lýsingu þar sem þau voru að bjóða mér lækkun á greiðslum úr 32 í 19 þúsund. Síðan veist þú eins og aðrir að það veður gripið til frekari aðgerða ef að þetta dugar ekki til. Það hefur verið gert hingað til. Það hafa verið settar fram lausnir og síðan bætt við þær. Mér kæmi ekki á óvart að það væru bankarnir sjálfir sem ættu næstu skref.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.11.2009 kl. 01:45

38 identicon

Ég skil ekki af hverju þú þarft alltaf að snúa út úr fyrir mér.

Þetta snerist aldrei um neinar upphæðir, ég tók skýrt fram að ég væri ekki að álykta neitt um hvort persónuafslátturinn væri nógu hár eða ekki, dæmið sem ég tók var bara miðað við gefnar forsendur, 40% skatt og 40 þús í persónuafslátt, hvort mér fyndist þetta eðlilegustu kjörin sagði ég ekkert um. Ég var bara að nefna það að mér fyndist óréttlátt að hátekjufólk greiddi sérstakan skatt umfram meðaltekjufólk.

Sjálfur er ég í háskóla og bý í leiguhúsnæði (reyndar ekki einn) og lifi mánuðinn af bara á námslánunum, það þarf bara smá nægusemi.

Axel (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 04:05

39 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst finnst þetta als ekki fráleitar aðgerðir þegar liggur fyrir að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar samningabundið eiga lækka um 30-50% til framtíðar. Svo sjá  allir að 231.000 í því umhverfi sem ríkir hér mikið dreifbýli og bíll ómissandi að 231.000 í útborguð laun er lámark þess sem einstaklingur þarf að hafa milli handann til að vera ekki í sporum þræls.

Þetta ættu þeir að skilja best sem eru með útborguð laun hærri 693 þúsund.

IMF er það hlutverk að hjálpa til við að stilla gengi krónunnar miðað við gengi helstu lándrottna [erlendra fjárfesta] til að við getum greitt skuldir ábyrgðarlausa fjármálageirans sem veit ekki hvað jafnvægi í almennu bókhaldi stendur fyrir. Það er nauðsynleg forsenda varanlegs stöðuleika.

Til þess þarf að koma öllum launum niður um 30%-50% og lækka íbúðarkostnað í réttu hlutfalli um 30-50%. Þá getur gengið styrkst og lágvara EU lækkað í verði  þannig að kaupmáttur vex aftur.

Þá er nauðsynlegt að tryggja að meðallaun hækki ekki á meðan. Til dæmis er það samdóma álit allra súperlaunþega að þrepin verki vinni letjandi á þá sem er í lagi meðan atvinnuleysi er meira en 5%.

Þjónustu geirinn hér er um 72% og hann skilar ekki miklum gjaldeyri til að greiða skuldir við erlenda lándrottna hversu duglegur sem hann er að eigin mati.

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband