Leita í fréttum mbl.is

Það eru nú fleiri staðir en sjúkrahús og hjúkrunarstofnanir sem glíma við þetta.

Frétt af mbl.is

  Íslendingar sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á sjúkrastofnunum
Innlent | mbl.is | 25.10.2006 | 13:30
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Þetta kom fram í ræðu Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, við setningu 41. þings BSRB í dag. Segir hann það rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. „Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum."

Þetta á líka við í skólum og leikskólum. Þar gengur illa að ráða inn fólk vegna launa og vinnuálags. Þannig að annaðhvort sættum við okkur við að börnum og sjúkum sé sinnt af fólki sem ekki skilur þau og öfugt eða við grípum til aðgerða.

Eitt ráð væri til dæmis  að ráða inn á sjúkrahúsin og  í skóla meira af fagmenntuðu fólki sem vel getur sinn þeim störfum sem illa gegnur að ráða í. => Mun betri þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda.


mbl.is Íslendingar sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á sjúkrastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi getur verið böl en bara ef menn leyfa því að vera það!

Alveg er makalaust hversu gjörsamlega sumir eru dómgreindarlausir. Það þýðir ekki að kenna áfenginu um:

Frétt af mbl.is

  Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Innlent | mbl.is | 25.10.2006 | 12:06
Tæplega fertugur karlmaður var tekinn fyrir ölvunarakstur um miðjan dag í gær í austurborg Reykjavíkur. Áður hafði hann ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi. Með góðri liðveislu ónefnds borgara tókst að ná manninum sem var ekki einn á ferð. Sonur mannsins, sem er 11 ára, sat í framsæti bifreiðarinnar í ökuferðinni.
Lesa meira
Auk þess var hann á ótryggðum bíl og ökuleyfislaus.

mbl.is Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur vopnaframleiðenda

Það hefur alltaf verið mín bjargfasta trú að vopnaframleiðendur séu þeir sem komi af stað stríðum, sérstaklega í þróunalöndum. Þeir hafi þar vopnasölumenn og sendisveina sem greiði glæpamönnum til að koma af stað og viðhalda stríðum milli manna,...

Svona hjálpum við bönkunum að hagnast

Markaðurinn, 24. Október 2006 11:36 Skuldir heimilanna aukast Skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum. Greiningardeild Glitnis...

Verður Keflavíkurflugvallarsvæðið einkavinavætt?

Frétt af mbl.is   Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins stofnað Innlent | mbl.is | 24.10.2006 | 15:19 Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn í Reykjanesbæ í dag, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september...

Djölfuls ómenni eru þetta

Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið Innlent | mbl.is | 24.10.2006 | 19:23 Átján ára stúlku var nauðgað af tveimur karlmönnum fyrir utan Þjóðleikhúsið aðfararnótt laugardag Mikið hljóta svona menn að vera kexruglaðir og gjörsamlega...

Þetta eru bankarnir sem geta varla borgað vexti á innlánin ykkar

NFS, 24. Október 2006 16:28 Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og...

Eins gott að hún þurfi ekki að tala á ensku!!!

Í framhaldi af Alherjaþinginu og ávarpi hennar þar sem fáir skildu, þá er víst eins gott að hún getur talað norsku ágætlega.  Sem síðan er hægt að þýða fyrir hina yfir á ensku.

Ojbarasta!!!!

1450 farþegar án salernis í þrjá sólarhringa Veröld/Fólk | mbl.is | 24.10.2006 | 10:45 Ástandið um borð í breska skemmtiferðaskipinu Destiny hefur verið frekar bágborið undanfarna sólarhringa því salernin um borð hafa ekki virkað sökum stíflu í...

Bíddu við er þetta þá keppni

Frétt af mbl.is   Enginn að sigra í Írak samkvæmt nýrri bandarískri könnun Erlent | mbl.is | 24.10.2006 | 8:52 Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum er þeirrar skoðunar að Bandaríkin séu að vinna sigur í Írak ef marka má niðurstöður skoðunarkönnunar....

Á að halda Kristni frá 1 sæti

Í fréttini hér fyrir neðan kemur fram að kjörstjórn hafi bætt 2 við þá 6 sem höfðu boðið sig fram í prófkjörinu. Það vakti upp tækifæri til að koma með samsæriskenningar: Þessi 2 sem kjörstjórn bætti við eru bæði frá Vestfjörðum eins og Kristinn. Aðrir á...

Allt er nú til!!!!!!!

Lögreglumenn geta lent í ótrúlegustu aðstæðum og verða ávallt að vera við öllu búnir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um umferðaróhapp í austurbænum um helgina þar sem bíll hafði farið út af veginum og hafnað á vegg....

Bíddu var ekki verið að segja að það væri þegar búið að selja kjötið?

Sendiherra Japans á Íslandi segir ólíklegt að Japanir muni kaupa hvalkjöt af Íslendingum, þar sem nóg væri til af slíku kjöti í Japan eftir vísindaveiðar þar. Illa gengi að selja það kjöt. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, sagði að kanna yrði hvort...

Þessi jarðgöng eru sjálfsagt hið mesta þarfa þing - EN þau þurfa að bíða!!!

Nú er kominn tími til að við sem búum á SV horni landsins berjum í borðið og neitum að það séu hafnar frekar framkvæmdir við stör verk eins og jarðgöng á meðan að við 70% þjóðarinar búum við þau umferðarskilyrði sem við búum við í dag. Það á ekki að...

Furðuleg stefna Ísraelsmanna

Þett er nú nógu alvarleg frétt en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki seinnipart hennar. Ísraelar skjóta sjö Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu Ísraelskir skutu til bana sjö Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag, þ.á m. þrjá bræður og tvo frændur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Okt. 2006
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband