Leita í fréttum mbl.is

Þetta verður að laga hið fyrsta! Viðbótarlífeyrir fer nær allur til ríkisins.

Nú um árabil hefur ríkið hvatt fólk til að spara með svokölluðum viðbótarlífeyrissparnaði. Nú í dag er ástandið þannig að ef fólk býður með að taka hann út þar til það verður 67 ára þá koma umtalsverðar skerðingar á hann + að tekinn er fullur skattu af honum. Á námskeiðum fyrir fólk sem er að nálgast ellilífeyrisaldur er þeim ráðlagt að fara strax og taka þennan pening út því annars þá verði hann að engu. Þetta dæmi hér fyrir neðan er af ruv.is

Lífeyrir: 400.000 verða 9.000

9.000 standa eftir af 400.000 króna lífeyrissparnaði konu sem hugðist nýta peningana eftir að hún varð öryrki. Afganginn tekur skatturinn og svo skerðir Tryggingastofnun lífeyrissgreiðslur, bæði konunnar og eiginmanns hennar.

Bára Pálmarsdóttir var greind öryrki fyrir ári síðan eftir að hún veiktist af krabbameini. Þegar hún og maðurinn hennar, sem er ellilífeyrisþegi, þurftu að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir á húsinu sínu hugðust þau nýta sér viðbótarlífeyrissparnaðinn í stað þess að taka lán. Bára tók út tæpar 400.000 krónur. Skatturinn tók tæplega 147.000 af þeirri upphæð og síðan kom í ljós að Tryggingastofnun skerti bætur hennar og eiginmanns hennar, þannig að eftir stóðu 9.000 krónur

 


Nú er alveg augljóst að það eru að koma kosningavor!!!!

Ef maður skoðar eftirfarandi frétt sem tekin er af visir.is er augljóst að það er hafin kosningabarátta. Nú er öllu lofað sem hægt er. Byrjað er á því að fresta framkvæmdum í Reykjavík (Sundabraut)þar sem fylgi Sjálfstæðismanna er nokkuð tryggt. En framkvæmdum lofað um allt vestur og norðurland + smá á suðurland til að vega upp á móti Árna Johnsen:

NFS, 22. nóv. 2006 19:07


Ráðherra segir stórátak hafið í vegamálum

Stórátak er hafið í vegamálum og það mun sjást rækilega á næstu árum, segir samgönguráðherra. Hann boðar tvöföldun hringvegarins út frá Reykjavík, bæði norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti, og næstu jarðgöng verði milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og í Oddsskarði. Samtök verslunar og þjónustu kölluðu eftir stórfelldri uppbyggingu vegakerfisins á fundi í morgun þar sem ráðherrann var ræðumaður. Hann svaraði því í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að stórátak væri þegar hafið með símapeningum. Það myndi sjást rækilega á næstu árum og nefndi sem dæmi að eftir tvö ár yrði unnt að aka milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á bundnu slitlagi. Hann boðaði einnig tvöföldun þjóðvegarins frá Reykjavík norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti og taldi unnt að ná stórum áföngum á næstu átta árum. Og þegar spurt var um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum nefndi ráðherrann göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og ný göng undir Oddsskarð.


Skrítið hvaða fólk velst sem aðstoðarmenn ráðherra

Maður hefði einhvernveginn haldið að ráðherra réðu sér menn sem væru með einhverja þekkingu á þeim málaflokkur sem þeir hafa á sinni könnu: af mbl.is Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður...

Kópavogur sífellt að fá á sig dóma eða aðfinnslur fyrir lóðaúthlutanir

Það er varla sú lóðaúthlutun í Kópavogi sem að annað hvort er úrskurðuð ólögmæt af félagsmálaráuðneyti eða hjá dómstólum. Það að úthluta lóðum á ekki að fara eftir flokksskirteinum eða vinskap og greiðasemi. Frétt af mbl.is   Úthlutun á lóðum í Kópavogi...

Hversvegna er einkavæðingin og samkeppnin ekki að skila okkur betra verði.

Var ekki söngurinn þegar Síminn var seldur að það mundi skila sér til okkar í lægra verði og betri þjónustu? Á Alþingi í dag kom fram að þjónusta Símans út á landi hefur dregist mikið saman og er sumstaðar komin á það stig að það jaðrar við að vera undir...

Heldur Gísli að 100 milljónir dugi til að hanna Sundabraut

Þetta er bara kjaftæði. Það kostar mun meira  en 100 milljónir að undirbúa þessar framkvæmdir. Ég vona að fólk sé ekki að trúa þessu. Það sem er verið er að gera er að fresta framkvæmdum um 1 ár. Það var jú sagt að veita ætti 1,5 milljörðum  af...

Er Villa bara alveg sama? Eða er það flokkshollustan sem er að koma í ljós?

Þetta hlýtur að styrkja Reykvíkinga í  að vilja skipta um Ríkisstjórn. Það gengur ekki að sömu flokkar stjórni bæði ríki og borg. Því þar skapast augljóslega hagsmunaárekstrar þar sem Borgin verður að líða og bíða. Frétt af mbl.is   Frestun Sundabrautar...

Hvurslags er þetta þarf að spyrja USA Navy hvort einhver fái að sjá hlerunar gögn

Þetta var alveg makalaus frétt á visir.is NFS, 21. nóv. 2006 19:37 Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra...

Ísraelsmenn hafa vondan málstað að verja!!!

visir.is Fréttir  » NFS, 21. nóv. 2006 12:45 40% landnemabyggða Ísraela á einkalandi Palestínumanna Rúmlega 40% landnámsbyggða gyðinga í Palestínu eru á einkalandi Palestínumanna, sem oft hefur verið lýst ríkisland með vafasömum aðferðum. Þetta eru...

Anskotans rugl

Frétt af mbl.is Ég var reyndar búinn að heyra þetta áður. Hverskonar rugl er þetta. Halda menn að maður gleypi við öllu. Það er auðsjáanlega eitthvað að. Bendi á blogg Steingrims Sævarrs um þetta mál. Frétt af mbl.is   Nafni Avion Group breytt í HF...

Furðuleg frétt

Var virkilega ekki búið að kanna hvort maðurinn væri heima? Frétt af mbl.is   Leitað að manni sem fannst síðar á heimili sínu Innlent | mbl.is | 21.11.2006 | 12:09 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituðu í morgun að...

Afhverju er alltaf verið að tala um lestarslys í fjölmiðlum hér á landi?

Heldur fólk að svona frétt kæmi ef 6 manns hefði slasast í bílslysi í Hollandi? Er verið að reyna að gera fólk hrætt við að fara í lestir? Miðað við ekna kílómetra eru lestir líklegast öruggasti faramáti. En hér er ávallt getið um öll lestarslys þó að...

Sundabraut í salt

Jæja til að draga úr þennslunni borum við Héðinsgöng en frestum Sundabraut: af visir.is   NFS, 21. nóv. 2006 10:46 Fjármunir af söluandvirði Símans fluttir milli ára Fjármunum af söluandvirði Landssímans sem verja átti til gerðar Sundabrautar seinkar að...

Eitt af mörgu sem ríkisstjórnin hefur á sinni ábyrgð

Nú er komin formleg skýring á því afhverju að Ísland nýtti sér ekki möguleikan á að fresta frjálsu flæði vinnuafls frá 9 ríkjunum sem gengu í ESB. Eins og margt annað þá var það sérstaklega hagsmunir atvinnurekanda sem réði þar: af ruv.is Fyrst birt:...

Er þjóðin tilbúin að binda alla sína orku til frambúðar?

Á ruv.is fann ég eftirfarandi upplýsingar hafðar eftir orkumálastjóra: Almennt er álitið að orkukostir Íslendinga nemi um 50 teravattstundum . Þá er bæði átt við nýtta og ónýtta virkjunarkosti og bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Þorkell Helgason...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2006
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband