Leita í fréttum mbl.is

Það er ekki ávísun á gott, þegar sömu flokkar stjórna ríki og borg

Það skapar ávallt grunn að vafasömum viðskiptum þegar að sömu flokkar sitaja í bæði í stjórn Ríkisins og Borgarinnar. Þetta eru jafnvel sömum menn sem sitja báðum megin við borðið í samningum þar á milli. Þetta getur t.d. orðið til þess að plott um eitthvað sem almenningur vill ekki komist í gang. Dæmið sett upp þannig að við áttum okkur ekki á því hvað er að gerast fyrr en allt er afstaðið.

  • Nú er t.d. komið í ljós að ríkið fær nærri því að borga hlut borgainnar eftir mynni og verðið getur orðið langt undir raunvirði nú.
  • Um leið og ríkið eignaðist LV þá var rokið út í að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum.

Við vitum að á Íslandi eru mjög sterkir hópar fjárfesta sem hafa orðið ríkir á því að hafa fengið ríkisbankanna gefins. Annar hópurinn er tengdur við sjálfstæðisflokkinn og hinn S hópurinn er tengdur framsókn. Þessir hópar eru örugglega meira en til í að eignast fyrirtæki sem hefur nærri einokunaraðstöðu á rafmagni á landinu.


mbl.is Vilja að samningar um sölu Landsvirkjunar verði teknir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu komum við af stað með Bandaríkjamönnum

Við erum jú ein af þessum staðföstu þjóðum:

Frétt af mbl.is

  Heilbrigðisráðherra Íraks segir 150.000 óbreytta borgara hafa látið lífið
Erlent | mbl.is | 10.11.2006 | 12:12
Íraskir drengir leika sér á götu í Bagdad en öll umferð... Ali al-Shamari, heilbrigðisráðherra Íraks, segir að 150.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásum og átökum í landinu frá innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak en það er þrefalt hærri tala en yfirvöld í Írak hafa hingað til viljað staðfesta. Shamari, sem er ráðherra flokks sem er andvígur veru Bandaríkjahers í landinu, segir þessa tölu byggða á því að hundrað lík séu daglega flutt í líkhús landsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.


mbl.is Heilbrigðisráðherra Íraks segir 150.000 óbreytta borgara hafa látið lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissjóður ætlar að taka risalán

Bíddu var ekki verið að segja okkur að skuldi ríkisins væru lágar og það væri nauðsynlegt vegna aukinna skulda fyrirtækja. Svo er tilkynnt um þetta allt í einu í dag. Daginn eftir að ríkissjóður fær Lánsmat hjá Fitch Ratings. Takið sérstaklega eftir...

Þarna kom það!

Þetta sýnir hversu gjörsamlega Bandaríkin eru háð því að eiga fasta óvini. Eftirfarandi er haft eftir Rumsfeld í dag: Baráttan við öfgahyggju meðal múslima krefjist þolinmæði og úthalds, rétt eins og baráttan við kommúnismann í kalda stríðinu. Þannig að...

Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér?

Hef verið að fylgjast með fréttum í dag þar sem er kynntar hugmyndir nefndar um Ísland sem miðstöð alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Þar kemur fram ýmislegt sem mér finnst mótast nokkuð af því hver a.m.k. leiðir nefndina: Af ruv.is: . Meðal annars er lagt...

Af hverju er verið að sameina fyrirtækin?

Get ekki gert að því, að það læðist að mér óþægilegur beigur. Af hverju eru Rarik og Orkubú Vestfrjarða sameinuð Landsvirkjun nú strax og ríkið hefur eignast Landsvirkjun. Það er sagt að þau eigi að vera sjálfstæð dótturfélög, en mér finnst einhvern...

Það var lagið!

Það er ekki oft sem ég hrósa núverandi ríkistjórn hér á landi. EN nú geri ég það: ruv.is Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gazaströnd í gærmorgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að taka málið upp við...

Hversu lengi getur Decode tapað peningum?

Frétt af mbl.is   Tap deCODE yfir 4 milljarðar Viðskipti | Morgunblaðið | 9.11.2006 | 5:30 Tap deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 62,2 milljónum Bandaríkjadollara. Það svarar til um 4,2 milljarða íslenskra...

Björn Ingi farinn að skjóta á aðra. Bara að hann skjóti sig ekki í fótinn

Í færslu á bloggsíðu sinn er hann að skjóta á Róbert Marshall sem sagð eftir prófkjörið að næsta verkefni væri að fella ríkisstjórnina. Björn Ingi segir: Róbert er þannig enn að. Síðast þegar hann ætlaði að fella ríkisstjórnina var hann fréttamaður á...

Við hvern er Bush í stríði við í Írak?

Var að lesa þetta hér fyrir neðan á visir.is. Nú er ég að velta fyrir mér þegar að Saddam hefur verið steypt og ný stjórn komin á í Írak í samvinnu við Bandaríkin, við hvern er hann þá í stríði? Eru það Írakar? Hvaða stríð er hann að tala um? NFS, 08....

Þá farið þið bara.

Það gengur ekki að viðskiptaráð eða fyrirtæki séu að hóta okkur sífellt með að þurfa að fara úr landi út af þessu og hinu. Þeim væri sæmast að viðurkenna að þeir þyrftu að flytja ansi langt til að finna skattaumhverfi sem er eins hagstætt og það er hér...

Gleðileg þróun fyrir okkur - reykingafólkið

NFS, 08. Nóvember 2006 14:40 Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu "Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways....

Bíddu er þetta ekki rétt hjá manninum?

Ég er nú alls ekki að mæla neinu bót sem Hitler gerði. En er hægt að rökstyðja að þetta sem þessi þingmaður sagði er að hluta rétt. Ástandið var víst ansi slæmt í Þýskalandi fyrir tíma Hitlers fólk fór með peninga í pokum eða kerrum því það var svo mikil...

Viðhorfskönnun eða ekki?

Það hefur nokkrum sinnum verið vísað í kannanir sem þátturinn Reykjavík siðdegis stendur fyrir. Man að Björn Ingi vísaði í hana þegar að fylgið var sem slakast hjá framsókn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, því að þá syndi það aukið fylgi framsóknar....

Hvenær ætla Ísraelsmenn að taka sönsum?

Halda Ísrael menn að þetta sé besta leiðin til að tryggja sér friðsælt líf eða er eitthvað annað sem vakir fyrir þeim. Frétt af mbl.is   Abbas lýsir yfir þjóðarsorg í Palestínu Erlent | AP | 8.11.2006 | 8:41 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur lýst...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2006
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband