Leita í fréttum mbl.is

Óskaplega er hann Einar misheppnaður ráðherra

Nú er hann kominn til Wasington og viti menn:

www.ruv.is

Fyrst birt: 09.12.2006 19:04

Whole Food afþakkar fund með ráðherra

Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er kominn til Washington að kynna málstað Íslendinga í hvalveiðum. Hvort einhver hlustar er spurning því forráðamenn bandarísku hafrannsóknarstofnunarinnar og verslanakeðjunnar Whole Foods hafa afþakkað fundi með Einari.

Ekki er útilokað að sölu á íslenskum vörum verði hætt í Whole Foods. (leturbr. Maggi)


mbl.is Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiningardeild Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli.

Ég geri mér grein fyrir því að Davíð Oddsson notaði  sýslumannin á Keflavíkurflugvelli til að hýsa þessa greiningarnefnd. Keflavíkurflugvöllur heyrir jú undir utanríkisráðuneyti og þar vorum við í samstarfi við USA. Mér skilst að hún hafi aðallega verið nýtt til að safna upplýsingum um ástand erlendis m.a. í tengslum við lönd sem við vorum að senda friðargæsluliða til. Sjálfssagt nauðsynleg til að geta verið í samskiptum við erlendar greiningar og leynideildir. En ég tek undir með fólki sem hefur mótmælt að tilvist hennar hafi verið leynt. Og eins með öðrum sem tala um hverning kostnaður við deildina hefur hvergi komið fram. Eins hvað var að því að kynna okkur tilvist og tilgang hennar?

Það er líka umhugsunarvert fyrst að nú er komið fram að þarna hafi verið um 4 starfsmenn og síðan hafi verið 3 starfsmenn við greiningar/leyniþjónustu í Reykjavík á sínum tíma og engin vissi af. Bæði hvað er mikið af slíku í gangi sem við vitum ekki enn. Og líka hversvegna máttum við ekki vita um þetta.

Það má lesa meira um þetta á blogginu hjá Guðmundi Magnússyni , Pétri Gunnarssyni Davíð Loga Sigurðssyni og fleiri stöðum


Almennt viðurkennt í Bandaríkjunum, að George W. Bush sé versti forseti sögunnar.

Af www.jonas.is   09.12.2006 Arfavitlaust stríð Nýja íhaldið í Bandaríkjunum lauk því, sem Víetnamstríðið hóf. Bandaríska öldin byrjaði að hníga í Víetnam-stríðinu og hrundi endanlega í stríði Nýja íhaldsins gegn Írak. Síðari ósigurinn er verri en hinn...

Óhugnalegt

  www.visir.is Konan sem lést var 34 ára. Hún var krufin og niðurstaða krufningarinnar var sú hún hefði fengið hjartastopp. Jafnframt reyndist hún hafa neytt örvandi efna. Við krufninguna benti ekkert til þess að um voveiflegan atburð hefði verið að...

Þetta heitir: að segja eitt í dag- annað á þingi

Ekki það að ég sé að lasta þessar hugmyndir. En mér finnst það erfitt þegar að samgönguráðherra virðist skipta um skoðun svona um það bil dagleg: Fréttablaðið, 09. des. 2006 06:45 Vill þrjár akreinar sem fyrst Samgönguráðherra mun leggja til að hafinn...

Er þetta ásætanlegt á Íslandi einu ríkasta landi í heimi?

Skýrsla um fátækt barna unnin af nefnd á vegum forsætisráðuneytisins  Sjá skýrsluna í heild

Hverjir detta af þingi í vor?

Egill Helgason vitnar í blogg Einars Márs Þóðrarsonar stjórnmálafræðings í nýjustu færslu sinni á Silfri Egils. Þar eru útreikningar Einars um hverjir séu í mestri hættu að detta út af þingi og hverjir gætu hugsanlega komið nýjir inn samkvæmt nýjust...

Jónas Kristjánsson ekki hress með "Jónínudóminn"

www.jonas.is 08.12.2006 Ertu móðgaður Vitleysingarnir í héraðsdómi þurfa engan málflutning í persónumálum. Þeir geta bara spurt hinn móðgaða: "Hversu mikið ertu móðgaður?" Jónína svarar: "Svona í meðallagi". "Það verður hálf milljón", segir dómarinn og...

Ísafold og Steingrímur Sævarr í skotgröfunum

Steingrímur Sævarr Ólafsson og Ísaflold eru farin að skjóta föstum skotum. Þar er rætt um heimilda notkun og réttmæti fréttaskota. Þetta er nú bara skemmtilegt. Það nýjast er hér: www.blad.is 08.12.2006 Frumheimildir Steingríms Steingrímur Ólafsson á...

Hafði aðeins til saka unnið að vera ekki Framsóknarmaður

"Hræðilegur glæpur" - Var ekki í Framsókn Af www.morgunhaninn.is Hafði aðeins til saka unnið að vera ekki Framsóknarmaður 08.desember 2006 - kl. 11:46 Sigur Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra er mikill segir Jakob Möller lögfræðingur hans. Björn...

Þarf ekki að koma flýtimeðferð á þegar menn áfrýja svona málum

Það er náttúrulega sjálfssagt að menn sem eru óánægðir með dóm sinn geti áfrýjað dóminum. En þarf ekki að koma á einhverju ferli hér sem gengur út á að Hæstiréttur veiti slíkum málum forgang þannig að viðkomandi sé gert að sitja inni á meðan. Þannig gæti...

Finnst þetta líklegra en að Rússneska stjórnin eigi hlut. að málinu.

Ég held að Blair og Bush væri hollast að leysa þetta mál hið fyrsta. Því að þarna eru hriðjuverkamenn að fá hugmyndir að alvarlegum leiðum til að skaða. Stöð 2, 08. des. 2006 20:00 Ætlaði að kúga auðjöfra KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var...

Nú eru það "Sundagöng" - Takk fyrir!

Þetta fer nú að minna á farsa þessi skipulags og hönnunarmál í Reykjavík. Nú tekur við að gera umhvefismat aftur fyrir þennan kost og síðan hönnun. Þetta dýrasti kosturinn upp á 16 milljarða. Var ekki hætt við hábrú vegna kostnaðar. Ætli eftir 2 ár þegar...

Gjaldfrjáls grunnskóli?

Var að lesa frétt um bókun VG í Menntaráði í Reykjavík. En í frétt á www.visir.is stendur m.a. Fréttablaðið, 08. des. 2006 01:00 Skólagangan kostar 900 þúsund krónur „Ljóst er að gjaldfrelsi í grunnskólum borgarinnar var ekki eitt af stefnumálum...

Sturla búinn að finna gullnámu?

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lofar nú vegabótum hægri og vinstri. Það vekur furðu mína að nú allt í einu virðist allt í lagi að ráðast í allskonar framkvæmdir. Tvöfalda Suðurlandsveg Tvöfalda Vesturlandsveg upp í Borgarnes Jarðgöng í Héðinsfirði Og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2006
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband