Leita í fréttum mbl.is

Landsvirkjurn orðin að sjálfstæðu bákni óháð eigendum sínum.

Nú endanlega missum við stjórn á LV. Þegar Landsvirkjun er endanlega komin í eigu ríkissins taka þeir væntanlega til óspilltra málana að virkja alla staði sem þeir einhverntíma fyrir löngu fengu heimilidir til. Mér finnst það verkefni þingmanna eftir kosningar að koma einhverjum böndum á þetta fyrirtæki þannig að það vinni eftir vilja þjóðarinnar en ekki hugmyndum nokkura afdankaðara stjórnmálamanna eins og Friðrisk Sofus og Jóhannesar Geirs.

Athyglisvert margt í þessari frétt um brotthvarf Álfheiðar:

Ég hlaut því að víkja af fundi með eftirfarandi bókun:
„Ég tel óverjandi að Landsvirkjun semji um raforkuafhendingu til stóriðju án þess að upplýsa þjóðina, sem er eigandi fyrirtækisins, um hvaða verð og verðtryggingar er samið. Á stjórnarfundinum hafa þau rök ein verið færð fyrir þessari málsmeðferð að Alcan á Íslandi hf., áður Íslenska álfélagið hf., óski eftir leynd um þessi atriði. Ég er fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Landsvirkjunar og mótmæli ég því harðlega að því aðeins fái ég þessar upplýsingar í hendur að ég haldi þeim leyndum fyrir borgarbúum. Það brýtur í bága við opna og lýðræðislega stjórnsýslu. Ég afþakka því að taka við sem trúnaðarmáli upplýsingum um raforkuverð og verðtryggingar í nýjum og gömlum samningum um álverið í Straumsvík og undirstrika þá afstöðu mína með því að víkja af fundi

Og svo:

Við ríkjandi aðstæður tel ég brýnt að draga úr skuldsetningu Landsvirkjunar. Ég tel að fyrirtækið eigi fullt í fangi með að ljúka yfirstandandi framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og því beri að leggja áherslu á djúpborunarverkefnið og rannsóknir sem hafnar eru á háhitasvæðum fremur en að hefja virkjunarframkvæmdir á nýjum svæðum eins og fyrirhugað er í Neðri-Þjórsá.

Og loks:

Þá vek ég athygli á að meirihluti stjórnar Landsvirkjunar ákvað á síðasta fundi að halda áfram að veita fé til undirbúnings Norðlingaölduveitu þvert ofaní áform um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Því bendir margt til að samningurinn sem nú er verið að gera við Alcan leiði til þess að áformum um Norðlingaölduveitu verði hrint í framkvæmd. Slíkum áformum hef ég ítrekað mótmælt og lagt fram tillögur í stjórn Landsvirkjunar um að horfið verði endanlega frá þeim.

Raforkuverð er lykilatriði í arðsemismati virkjunarframkvæmda og sú fyrirætlan Landsvirkjunar að leyna samningi um raforkuverð til stækkunar álversins í Straumsvík sýnir að menn hafa lítið lært af deilum um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverðið til Alcoa var og er enn leyndarmál. Auk samnings um raforkusölu vegna stækkunarinnar er fyrirhugað að gera breytingar á gildandi raforkusamningi til álversins sem Alcan starfrækir nú í Straumsvík og leyna einnig þeim fjárhæðum sem þar eru tilgreindar. Hér er brotið í blað því raforkusamningurinn sem upphaflega var gerður við Alusuisse 1966 var opinber


mbl.is Tillaga í stjórn Landsvirkjunar um að aflétta leynd um verð á raforku felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður verður að muna að hrósa fyrir það sem vel er gert.

Ég finn mig knúinn til að hrósa mbl.is fyrir þetta bloggkerfi sitt www.blog.is. Þetta kerfi er alveg að svínvirka.

Það er alveg með ólíkindum hvað t.d. fréttir eru farnar að berast hratt eftir bloggleiðum,  um leið og maður sér álit annarra á því sem er að gerast í málunum sem eru í fréttum.

Þetta eykur umræður og fólk sem áður lá á skoðunum sínum er farið að tjá sig. Og aðrir sem voru að gera alla vitlausa með sínum skoðunum í öllum kaffitímum hafa nú vettvang til að setja þetta á netið í staðinn.

Síðan verð ég líka að hrósa því að mjög gott er að vinna í þessu blogg kerfi. Og einnig því að menn hafa lagt sig niður við það að íslenska það sem mest. Gaman t.d. að þegar maður er að  nota cut og paste þá kemur það á íslensku sem klippa og skeyta

Alveg frábært framtak.

Takk fyrir mig


Líf og fjör á Blaðinu - Sigurjóni kastað út í morgun.

Var að lesa bloggið hans Sigurjóns M. Egilssonar nú formlega fyrrverandi ritstjóra Blaðsins. Það var verið að reka hann á dyr í dag. Merkileg lesning . Ekki viss um að svona vinnubrögð séu fjölmiðlum til framdráttar. Merkilegur kafli a blogginu hans um...

Spákaupmennska er stórhættuleg.

Ég hef áður verið að velta fyrir mér þessari spákaupmennsku með olíu. Það er óþolandi fyrir heiminn að þurfa að lifa við það að misvitrir braskarar í Bandaríkjunum og Evrópu skuli ráða verði á olíu hjá okkur.  Staða á olíubirgðum í USA stjórnar verði á...

Þetta gæti kostað Sjálfstæðismenn nokkur atkvæði.

Miðað við að fylgi Sjálfstæðismanna hefur verið hátt hjá eldri borgurum þá gæti þetta kostað flokkinn sitt. Og það væri gott á þá fyrir að standa fast á því að skapa öryrkjum og ellileyrisþegum ekki möguleika á að ná sér upp úr fátækt. Flokkurinn...

Bandaríkin fara nú að minna mig meira og meira á Sovétríkin sálugu

Er þetta ekki einmitt hlutir sem við heyrðum frá Sovét í gamladaga sem og stundum frá Kína á árum áður. Ég man m.a. eftir því að hópur fólks sem ég vissi af langaði í námsferð fyrir c.a. 25 árum, til Kína til að kynna sér aðbúnað fólks með þroskahömlun,...

"Ég hygg að Friedman hefði flökrað við þessu,"

Rakst á þessa grein inn á www.morgunhanninn.is auk þess sem má hlusta á viðtalið við Stefán Ólafsson i heild þar. En þetta hefur einmitt verið að vefjast fyrir mér. Hvað drífi vöxtin hér? Hann virðist að  nokkru fenginn að láni. Geigvænleg skuldasöfnun...

Öryggismál í Kárahnjúkum í endurskoðun og hvar var Vinnueftirlitið okkar?

Er þetta ekki kannski full seint í rassinn gripið. En þetta gæti kannski leitt til þess að síðasta korterið verði slysa minna. Er þetta ekki bara merki um að mannslíf eru lítils metin hjá þessu Impreglio sem margir voru búnir að vara okkur við? Vísir,...

Eru stjórnmálamenn á Íslandi að verða síðferðislega gjaldþrota?

Ég hef áhyggjur af siðferði í íslenskum stjórnmálum. Mönnum finnst það allt í lagi að ráða nána flokkbræður sína í stöður eins og Björn Ingi hefur gert. Og skv. bloggum og fréttum í dag finnst mörgum þetta bara allt í lagi. því að Björn Ingi hafi spælt...

Mismunandi mat manna

En á ný verð ég að tala um Kastljós í gærkvöldi. Það er misjafnt hvernig menn meta þennan þátt. Björn Bjarnasons segir á sinni: Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét þá Helga Seljan, þáttarstjórnanda, eða Dag B. Eggertsson,...

Björn Bjarnason er stundum eins og í eigin heimi

Það er furðuleg skoðu sem Björn Bjarnason reyfa á síðu sinni www.bjorn.is í kvöld. Þar er hann að fara yfir umræðurnar í Kastljósi. Honum fannst Björn Ingi flottur í þættinum: M.a. segir Björn Bjarnason Þegar Björn Ingi sagði eðlilegt, að menn huguðu að...

Smá viðbót í kjölfar færstu um Björn Inga

Þetta á ekki við bara um Björn Inga heldur stjórnmálamenn almennt. Það að benda á fordæmi frá öðrum réttætir ekki ákvarðanir sem eru ekki siðferðislegaréttar. Borgarbúar eiga heimtingu á að það séu hæfustu aðilar fengnir að hverju verki. Það að benda á...

Mikið óskaplega hrapaði Björn Ingi í áliti hjá mér í kvöld

Var að horfa á Kastljós í kvöld. Ég hef bara aldrei heyrt annan eins málfluttning og hjá Birni Inga í kvöld. Honum fannst ekkert óeðlilegt að Óskar Bergsson væri með þessi rosa laun 390.000 á mánuði fyrir 60 tíma vinnu við að fylgjast með Myrargötu þar...

Klósettpappírinn loksins búinn.

Þegar lítið er í fréttum lít ég stunudum inn á www.ananova.com . Þar kíki ég á hlutan sem fjallar um skrítnar og skemmtilegar fréttir. Þar er t.d. núna verið að segja frá því að á Sænskri lögreglustöð var nú verið að panta WC pappír í fyrsta skipti í 20...

Mikilvægt að taka ekki fyrsta bitann

Ég veit að þetta er smá útúrsnúningur á þessari grein en þýðir þetta að þeir sem eiga við þessa fíkn að stríða verað bara að hætta að borða: Fréttablaðið, 13. des. 2006 01:00 Mikilvægt að taka ekki fyrsta bitann Jólin eru hættutími fyrir matarfíkla....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2006
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband