Leita í fréttum mbl.is

Þessi frétt er nú dálítið slitin úr samhengi við sjálft viðtalið í Mogganum

Ég las þetta viðtal við Guðrúnu Ögmunds í Mogganum í dag. Hún fer þar nokkuð yfir sviðið en er mjög jákvæð í heildina sem mætti ekki ætla við lestur þessarar frétta hér á mbl.is

EN vissulega er það rétt hjá henni að talsmannakerfið er eitthvað sem ekki hefði átt að detta út nema eitthvða kæmi í staðinn. Ég geri ráð fyrir að þingmenn sem ekki voru í talsmannahlutverki fyrir flokkinn hafi verið á móti því. Þetta hefði verðið hægt að leysa með því að hafa fleiri en einn í hverjum málaflokk.

Hún er þó í þessu viðtali um að Samfylkingin safni saman vopnum sínum og að fylgið eigi eftir að vaxa á ný.

En svona úrdráttur er náttúrulega vatn á þá sem vilja skjóta á Samfylkingunna.

Frétt af mbl.is

  Allt undir 32% fylgi óviðunandi
Innlent | Morgunblaðið | 4.2.2007 | 5:30
Guðrún Ögmundsdóttir "ÉG viðurkenni að ég er með dálítinn beyg," segir Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður Samfylkingar, um stöðu flokksins fyrir þingkosningarnar í vor, í samtali við Árna Þórarinsson í Morgunblaðinu í dag.


mbl.is Allt undir 32% fylgi óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason heldur áfram að skjóta á Útvarp Sögu og færist í aukana!

Þetta fer að verða skemmtilegt. Maður les bloggið hans Björns og hlustar daginn eftir á Arnþrúði Karsl á Útvarpi Sögu öskureiða.

Nú segir Björn:

Tvisvar hef ég notað heitið niðstöng nútímans um útvarp Sögu hér á síðunni í tilefni af því, hvernig stöðinni var beitt gegn Margréti Sverrisdóttur í varaformannskjöri frjálslyndra. Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins og faðir Margrétar, ritar grein um ill örlög flokksins í Morgunblaðið í dag. Þar minnist hann á þessa sérkennilegu útvarpsstöð og kallar hana útvarp Lygasögu.

Sendingar í útvarpi Sögu fara fram hjá mér en mér er sagt, að Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi stöðvarinnar, flytji hverja skammarræðuna eftir aðra yfir mér á stöðinni og þeir Sigurður G. Tómasson og Guðmundur Ólafsson taki einnig syrpur í sama dúr. Allt er þetta líklega undir sömu formerkjum og annað á þessari makalausu stöð - óhróður af þessu tagi höfðar vafalaust til einhverra en Sverrir Hermannsson segir, að þeir, sem stöðin studdi í valdabaráttunni innan Frjálslynda flokksins hafi kostað starfsemi stöðvarinnar þá daga með auglýsingum. Þetta er sem sagt allt á sömu bókina lært.

En þetta er náttúrulega dómsmálaráðherra landsins og spurning hvort hann sé ekki komin langt út fyrir það sem eðlilegt er að maður í slíkri stöðu láti frá sér.


Þetta hafa menn gert áður - En það er ekkkert hlustað á þá.

Bush hefur nú ekki verið þekktur fyrir að hlusta á ráðleggingar manna sem vita betur. Það var varað við innrás í Írak en hvað gerðist? Þetta virðist vera einhver ógurleg klíka sem er í kring um blessaðan manninn sem er svo gjörsamlega úr tenglsum við...

Leggur til tafarlausa upptöku evru

Ákvað að halda þessu til haga hér. Bara svona af því það styður hugmyndina um upptöku Evru og svo af því sem hann segir um Davíð og þá í seðlabankanum. Fréttablaðið, 04. feb. 2007 09:00 Steve Forbes hinn þekkti ritstjóri Forbes-tímaritsins og fyrrverandi...

Nýtt hægra framboð?

Var að lesa bloggið hennar Margrétar Sverrisdóttur. Og ég get ekki skilið hana örðuvísi en að það sé unnið að því að stofan nýtt framboð. Eða hvernig ber að skilja þetta: 3.2.2007 | 23:24 Laugardagur til lukku og Spaugstofan Nýtt afl (grín  ) er að koma...

Kosningavixlar

Ég hef m.a. talað um það í síðustu færslum að nú fari ríkisstjórnarflokkarnir að setja fram loforð um framkvæmdir sem koma eiga til framkæmda eftir kosningar. Og tryllingurinn er virkilega byrjaður. Samgönguráðherra lofar nú og lofar framkvæmdum út um...

Gat nú verið:Ný umhverfisstefna í vinnslu og kynnt korteri fyrir kosningar

Ég sagði hér á blogginu í gær eftirfarndi: Allt í einu kemur í ljós að stjórnin sé að vinna að nýrri umhverfisstefnu sem verði sú framsæknasta í heimi. En sú vinna verður sett í nefnd og fulltrúar látnir taka sér frí snemma þetta ár. Og ef flokkarnir...

Handónýt króna!

Ég hef sagt það oft áður hér á blogginu að krónan okkar sé ekki að gera sig. Þessi frétt sýnir að í raun er krónan skrá allt of há og miðað við verðlag ætti hún að vera 158 krónur miðað við dollar Frétt af mbl.is   Ofmetnasti gjaldmiðillinn Viðskipti |...

Athyglisverð staða í skoðunarkönnunum

Af www.ruv.is Þetta sýnir að ef þetta væru úrslit kosninga þá væri stjórninn fallin með 3 þingmönnum minna en Kaffibandalagið. Ég er næsta viss um að þetta verður til þess að skítkastið í "Stuttbuxnaliði" Sjálfstæðismanna á eftir að magnast upp. Það...

Ætli hún hafi beðið um hönd hans?

Datt í hug að hann hefði verið svo nískur að þegar hún bað um hönd hans, þá hafi hann bara ekki týmt því. Dálítið sniðugt að höndin var ekki afskorin heldur "afhöggvin" Ekki vildi ég fara til þessa læknis. Hann notar væntanlega axir, hamra og meitla....

Hef ekki prófað þetta meðal!

Innlent | mbl.is | 2.2.2007 | 22:09 Veikindi meðal barna Hver framleiðir þetta meðal fyrir börn. Sem heitir " VEIKINDI" Það virðist vera notað við RS og inflúensu Frétt af mbl.is   Veikindi meðal barna Innlent | mbl.is | 2.2.2007 | 22:09 Mikið álag hefur...

Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk

Fólk skammaði mig hér einhverntíma í nóvember þegar ég var eitthvað að tjá mig um líkamsrækt sem byggðist á súludans og mér fannst það niðulægjandi aðferð við líkamsrækt sem byggði á aðferðum súlustaða. Þannig að ég ætla ekkert að segja um þessa frétt af...

Þorgerður Katrín fær á kjaftinn frá blaðamönnum!

Nú þegar Þorgerður Katrín hefur svarað BÍ hversvegna hún fór ekki eftir tilnefningum þeirra fær hún það heldur betur til baka. Í frétt af yfirlýsingu frá BÍ segir: Í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu segir, að ráðherra hafi hins vegar gert grein fyrir...

Starfsmannaleigur á Íslandi reynslusaga.

Var að lesa á vef Ísafoldar að í blaðinu sem nú kemur út er m.a. frásögn Pólverja sem réð sig til starfa hjá starfsmannaleigu til að kynna sér aðstæður erlendra verkamanna á vegurm slíkra fyrirtækja. Virðist vera sláandi saga Af vef Ísafoldar 02.02.2007...

Er þetta upphafið að einkavæðingu?

Viðurkenni að ég hef ekki kynnt mér þetta mál. En fyrst að ráðið er ráðgjafafyrirtæki til að annast söluna er þá Hitaveita Suðurnesja á leið á almennan markað? Frétt af mbl.is   Capacent veitir ráðgjöf vegna sölu á HS Innlent | mbl.is | 2.2.2007 | 14:06...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband