Leita í fréttum mbl.is

Hvað voru kjósendur að hugsa?

Kjósendur á Suðurlandi og Reykjavík sem notuðu útstrikanir héldu þeir virkilega að þeir gætu einhverju breytt. Það þarf svo feiknalegan fjölda útstrikana til að koma mönnum nógu niður listann að það var aldrei raunhæft. Þannig að þeir eru búnir að kjósa hernaðarsinnaðan einræðisherra áfram í stjórn og "tæknileg mistök" inn á þing.

Hvað halda þeir sem kusu frjálslynda að þeir væru að fá inn á þing. Það hefur verðið nokkuð ljóst að Frjálslyndir hafa ekki þann styrk eða stjórnkænsku til að koma málum sínum á koppinn. Þá hafa þeir líka kosið inn á þing mann sem kom þessari útlendinga vitleysu af stað með "Ísland fyrir íslendinga" Og fólk skal gæta að því að nú eru á þingi a.m.k. 2 fyrrverandi þingmannsefni Sjálfstæðismanna fyrir Frjálslynda og einn fyrirverandi þingmaður Framsóknar.

Kjósendur hafa tryggt áframhaldandi stjórn flokka sem eru aðeins með 47 til 48% fylgi.

Rétt að minna fólk á þetta reglulega þegar það æsir sig yfir því þegar að orkufyrirtækin verða einkavædd og þjónustugjöld hækka og öryrkjar kvarta.

 


mbl.is Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

R-listinn?

Það er alveg spurning hvað réttast væri fyrir Framsókn að gera . Hvort að það væri rétt fyrir flokkinn að fara í stjórnarandstöðu eða vera áfram með Sjálfstæðismönnum. Ef þeir halda áfram í þessu samstarfi ber þess þó að geta að þeir eru í engri stöðu til að gera nokkrar kröfur hvorki um ráðuneyti né stefnumál. Því verða þeir þá að kyngja öllu stolti og viðurkenna að þeir eru þar aðallega til að viðhalda og efla stöður sínar og sinna manna víðsvegar um stjórnkerið.

En færu þeir í R- lista samstarf er samningastaða þeirra sterkari. Þar kæmu þeir inn á meiri jafnréttisgrundvelli og það yrði samið um stefnumál stjórnar.

Mér sem vinstri manni líst frekar á R lista samstarf frekar en að minn flokkur Samfylking færi í samstarf við Sjálfstæðismenn og tækju þá sveiflu til hægri.

Var annars að lesa þetta á www.mannlif.is

VG daðrar við Sjálfstæðisflokk

13 maí 2007

Meldingar eru hafnar um nýja ríkisstjórn í stað þeirra lemstruðu stjórnar sem Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem nú þyrfti í framhaldslífi að treysta á eins þingmanns meirihluta eða 32 þingmenn. Vilji er innan VG, sigurvegara kosninganna, að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn með Geir Haarde sem forsætisráðherra. en sú stjórn hefði þriggja þingmanna meirihluta. Einsýnt þykir að stjórnin er óstarfhæf í ljósi þess að ólíkindatól á borð við Árna Johnsen, endurreistan þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Bjarna Harðarson,nýliða Framsóknarflokks, eru um borð í löskuðu fleyinu. Bjarni lýsti því í Silfri Egils að hann teldi vinstri stjórn Framsóknar, Samfylkingar og VG æskilegri en núverandi stjórn enb vitað er að Bjarni tilheyrir þeim armi ´Framsóknar sem hefur verið andvígur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá má víst telja að Árna Johnsen verður ekki haldið áhrifalausum í jafnveikri stjórn. Það eru því spennandi dagar í vændum en Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, benti á þann möguleika í Silfri Egils að Framsóknarráðherrar segðu af sér og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi þá úthluta umboði til stjórnarmyndunar. Var svo að sjá að nýliðanum Bjarna hugnaðist ágætlega sú leið en það er lífsspursmál fyrir Össur og svilkonuna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í skugga stórtaps að fá inni í ríkisstjórn

Og þetta á sama stað www.mannlif.is

Sleggjan felldi formanninn

13 maí 2007

Sá sigur Kristins H. Gunnarssonar, alþingismanns að hafa náð kjöri sem uppbótarmaður í Norðvesturkjördæmi þykir ganga kraftaverki næst en fáir höfðu spáð því að hann næði kjöri. Ruðningsáhrifin af kjöri Sleggjunnar gera svo sigurinn enn sætari. Þegar Kristinn dúkkaði upp síðla kosninganætur kostaði það nefnilega Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, uppbótarsætið og Herdís Sæmundardóttir, sem hafði verið inni lengst af kosninganótt sem þingmaður datt út við hlið Magnúsar Stefánssonar í Norðvesturkjördæmi. Það má því segja að Kristinn hafi komist inn með stæl og náð samtímis hefndum gegn sínum gömlu félögum í Framsóknarflokknum ...


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta þeir sem vilja breytingar en nenntu svon ekki að kjósa skammast sín

Alveg er þetta makalaust að atkvæði skuli sveiflast svona yfir nóttinna. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn er með öll spil á hendi. Hann getur boðið Framsókn að halda áfram í samstarfi og samþykkt að ráðherrar flokksins sem duttu af þingi haldi áfram...

Er þetta rétt? - Var ekki verið að tala um Árna Johnsen?

Þetta er finnst mér eitthvað skrítið að fólk sé óánægt með Árna Matt en sátt við Árna Johnsen. Og ef fólk er svona óánægt með 2 af 4 mönnum í efstu sætunum - hvað var það þá að kjósa flokkinn? Frétt af mbl.is Árni Mathiesen: Hef ekki heyrt af óánægju í...

Ég held að það sé ekki vænlegt að reyna stjórnarsamstarf bara með 1 manns meirihluta

Ég held að það sé ljóst að það er  ekki stjórn sem geti beitt sér í erfiðum málum eða aðstöðu með aðeins eins þingmanns meirihluta. Þetta á bæði vð ef núverandi stjórn heldur meirihluta sínum sem og "Kaffibandalagið" Þannig að ég held að þessa kosti...

Muna að setja x við S

Fólk ætti að hafa eftirfarandi í huga: Núverandi stjórn hefur: Hefur að mestu eytt tíma sínum síðustu ár í mylja undir einkavini sína allar þær eignir sem við áttum. Verið í því að gera vel við þá sem eiga fjármagn og eignir en öryrkjar og eldriborgarar...

Voru menn ekki líka að tala um að strika yfir Árna Johnsen?

Þetta er helvíti skemmtilegt ef það skildi nú takast að stroka Björn út af það mörgum seðlum að það skipti máli. Eins minnir mig að sjálfstæðismenn hafi talað um á blogginu að fólk ætti að strika yfir Árna Johnsen á Suðurlandi. Það vekur en furðu mína...

Athyglisvert að skv. ruv sýnir þessi sama könnun stjórnarflokkana með meirihluta.

Las um þessa könnun fyrst á www.ruv.is og þar er sagt að Framsókn og Sjáfstæðisflokkur séu með 32 þingmenn en www.mbl.is segir hér að þeir hafi 31 þingmann. Þetta er skrítið þar sem að þetta eru sömu tölur. Frétt af mbl.is   Fylgi Framsóknarflokks dalar...

Glæsilegt!!!!!!!!!!!!!!

Og svo bara að vona að þetta sé niðurstaðan á morgun. www.mbl.is Samkvæmt könnuninni fær Framsóknarflokkurinn 10,3% og 6 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur fær 36% og 24 þingmenn, Samfylkingin fær 29,3% og 20 þingmenn, Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 15,5%...

Alveg eru þessar kannanir út og suður þessa dagana

Nú koma kannanir frá Fréttablaðinu og Blaðinu þar sem að ríkisstjórnin heldur meirirhluta sínum. Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 40% fylgi í þeim báðum. Reyndar alveg furðulegt að í Blaðinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að fá svona 5 til 10% hærra en...

Samfylking i kjörfylgi skv. þessari könnun

Manni verður nú á að leggja allan varan á þessar kannanir nú síðustu mánuði. Fylgið hreyfðist ekkert fyrr en nú mánuði fyrir kosningar þá tekur Vg skriðið niður, Samfylking upp framsókn fer allt í einu að lyftast síðustu daga fyrir kosningar og...

Sjálfstæðisflokkurinn til sölu á Ebay

Rakst á þennan tengil á netinu .  Þetta er ebay síða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er boðinn til sölu. En í Description  segir: Spilltur og þreyttur valdaflokkur, sem verið hefur í ríkisstjórn alltof lengi, fæst fyrir lítið fé - óskast sóttur. Varúð:...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband