Leita í fréttum mbl.is

Held reyndar að Gunnar hafi aldrei haft sérstakan áhuga á hvað bæjarbúum finnst!

Held að Gunnar hafi miklu meiri áhuga á stórum byggingum heldur en hvað núverandi bæjarbúum finnst. Þannig virðist hann hrifinn af háhýsum þó hann viti að að vegna þess hve sólin er lágt á himni hér á landi yfir veturinn þá verða heilu hverfin t.d. í Smárahverfi í skuggum af turnunum. Eins þá er honum ekkert umhugað um hversu greitt bæjarbúar geta farið um bæjarfélagið því að hann ræðst aðeins í vegabætur ef að lítið er að gera hjá Klæðningu og skildum fyrirtækjum eða ef að fjárfestar í stórbyggingum krefjast þess. Sjá framkvæmdir á Dalvegi. EN þær framkvæmdir held ég að  eigi bara eftir að færa umferðahnúta til í bæjarfélaginu. Það er ekkert farið eftir skipulagi ef að einhver fjársterkur vill byggja þá finnst honum ekkert að því að umbylta skipulagi eins og á   Nónhæð.

Honum finnst ekkert að því að Bykó fái stórskipahöfn og vöruhús sem hann veit þó að ásamt þeirri byggð sem hann vill troða á Kársnesið mun gera íbúum við Kársnesbraut, Borgarholtsbraut og Kópavogsbraut erfitt fyrir. T.d. hvað varðar börn í umferðinni sem þurfa að fara yfir miklar umferðagötur sem og hávaði sem umferðinni fylgir.

Nei Gunnar er ekki í tengslum við hvað bæjarbúar vilja og hefur aldrei ætlað sér það. Það eina sem fólk getur gert er að berjast og hafa hátt því það þvingar hann kannski til að fara að vilja bæjarbúa.

En nú er spurninginn afhverju heyrum við ekkert í öðrum í meirihlutanum? Hafa þau öll sömu skoðun eða þora þau ekki að láta heyra í sér.


mbl.is Segja trúnaðarbrest hafa orðið milli íbúa og bæjarstjórnar í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki að mbl.is sé að birta svona fréttir eftir að hafa lesið Staksteina í dag

Eftir að hafa lesið staksteina í dag þá fer ég að halda sá sem þá ritar þjáist af magnaðri minnimáttarkennd eða ofsóknarkennd. Því annaðhvort hefur hann enga trú á okkur sem þjóð eða honum er svo illa við Ingibjörgu Sólrúnu að hann hann þarf að nota hvert tækifæri til að rægja hana. Hann er að fjalla um Hólaræðu Ingibjargar og tekur þessa tilvitnun fyrir.

Við Íslendingar eigum að leggja metnað okkar í að láta mál alþjóðasamfélagsins til okkar taka, hvort sem er fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afríku eða Evrópu og við eigum að bjóða fram krafta okkar í stofnunum eins og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna."

Úr ræðu Ingibjargar

Staksteinar segja um þetta:

Að láta sér til hugar koma, að Íslendingar hafi einhverju raunverulegu hlutverki að gegna í að leysa deilurnar í Miðausturlöndum er í bezta falli barnaskapur og í versta falli sýndarmennska en eingöngu til heimabrúks því að sú sýndarmennska dugar okkur skammt í öðrum löndum.

 

Hið sama á við um viðleitni okkar til þess að komast í öryggisráðið og borga fyrir það 600-1.000 milljónir. Hver ætli hafi látið sér detta þessi vitleysa í hug? Ef svo ólíklega vildi til að við næðum kosningu í öryggisráðið mundum við fyrst finna fyrir því.

Úr staksteinum í dag

Mér er spurn hvar væru við staddir ef að þessi maður réði málum hér á landi. Það væri alltaf sama viðkvæðið við eru svo lítil og ómerkileg að við getum ekki haft áhrif. Þessi maður er búinn að gleyma því að við gátum haft mikil áhrif á upphafsárum SÞ og eins varðandi Hafréttarsáttmála. Við eigum klóka samningamenn sem vel gætu komið að málum sem sáttasemjarar. Eins getum við beitt þrýstingi á að menn eins og Giuliani móti ekki stefnu heimsins í þessum málum Auðvita í samstarfi við aðrar þjóðir.

En skv. Staksteinum þá kemur þetta okkur ekki við.

 


mbl.is Giuliani kveðst mótfallinn stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg er þetta merkileg spilaborg!

Merkilegt að ef einhver rekur við í Bandaríkjunum þá titrar allur heimurinn. Þessi markaðir eru að mestu reknir á spákaupmennsku með hlutabréf og stundum er eins og það séu asnar sem fást við þessi mál. Þeir treysta á að það séu til enn meiri asnar sem...

Þetta er nú meira kjaftæðið

Það eru ekki liðnar vikur frá því að þessar greiningardeildir sögðu að það væri allt í lagi og svo byrjar gengi hlutabréfa að lækka og einhver sagði í dag að þau hefðu nú á síðustu dögum lækkað um 100 milljarða. Svo er talað um að þetta sé séu bara...

Það vantar í þessa frétt á mbl.is

Finnst nú þegar verið er að vitna í fréttir af öðrum miðlum rétt að láta öll sjónarmið sem þar komu fram njóta sín. Þannig kom fram í frétt Sjónvarpsins sjónarmið Einingaverksmiðjunar sem benti á að þeir væru í afleiddri stöðu og bærinn væri að nota...

Fyrir hvern er Gunnar að vinna?

Finnst að Gunnar Birgisson og reyndar fleiri gleymi því oft að hann er kosinn af bæjarbúum í Kópavogi til að tryggja þeim það bæjarfélag sem þeir vilja hafa. Get ekki með nokkru móti skilið að sífelld stækkun sé það besta fyrir okkur sem þegar búum í...

Hverskonar vini á þetta fólk?

Hver getur verið vitni að því sem þau ræddu í einrúmi. Það segir í þessu slúðri að Jennifer hafi tekið manninn í "Alvarlegt eintal" ?Hver gæti svo hafa verið vitni að því. Og ætli þau hafi ekki lært hverjum þau geti treyst nú eftir öll þessi ár í...

Nú voru menn ekki í síðustu viku að segja að Den danske bank væri að bulla?

Nú nokkrum dögum síðar segir yfirmaður Greiningardeildar Kaupþings alveg það sama! Frétt af mbl.is   Órói á fjármálamörkuðum getur haft áhrif á skuldsettar yfirtökur Íslendinga Viðskipti | Morgunblaðið | 8.8.2007 | 5:30 Óróinn á alþjóðlegum...

Var Jesú hommi?

Hef verið að velta þessu fyrir mér í dag. Það sem ég man eftir að hafa lesið biblíuna í um hann í gamladaga finnst mér eins og hafi snúist um að hann safnaði í kring um sig mönnum (Postulunum) og konur voru aðeins til að lauga fætur hans og bera á hann...

Þetta fer nú að minna mann á Austur Þýskaland

Hvenær ætla Bandaríkjamenn að átta sig á að það er kannski stefna þeirra í samskiptum við aðrar þjóðir og heimshluta sem veldur því að þeir eru ekki eins öruggir og áður. Kannski þeir ættur að skoða öll þau stríð sem þeir hafa farið í nú síðustu 50 árin...

"Viagra mountains"

Upptyppingar = "Viagra mountains" Þýðing á Upptyppingar sem ég heyrði um daginn í útvarpinu.

Bæjarhreinsun

Ég verð nú að fagna þessu. Það var með afbrigðum að Kópavogur væri brennimerktur með þessari starfsemi. Hef reyndar aldrei skilið í körlum sem sækja í að láta konur dansa, afklæðast og æsa þá upp og fara síðan bara heim. Því hef ég haldið fram að þeir...

Svo kusu sunnlendingar þennann mann á þing!

Ég verð að segja að þetta er nú ekki traustverðug ummæli um mann sem sunnlendingar kusu aftur á þing. www.visir.is Í yfirlýsingu sem Þjóðhátíðarnefnd sendi Stöð 2 í dag eru ummæli Árna kölluð leirburður, og sögð vera bæði ósönn og ærumeiðandi. Páll hafi...

Spurning með orkuverð miðað við tekjur heimila.

Finnst að þessar tölur verði að bera saman við laun í viðkomandi löndum! Síðan er kannski ekki rétt að segja að íslendingar borgi lægsu gjöld þegar það er aðeins verið að miða við gjaldskrá Orkuveitunar Frétt af mbl.is   Íslensk heimili greiða lægsta...

Þessi markaður er nú skrýtinn. - Hvað er breytt frá því í gær?

Síðustu 2 vikur hefur vísitala hlutabréfa á markaði verið að lækka. Sérfræðingar haf hver um annan  þveran hafa komið í fjölmiðla og sagt að þessar lækkanir séu eðlilegar og í raun nauðsynlegar leiðréttingar því að þar með komist á raunvirði fyrirtækja í...

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Ágúst 2007
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband